09:05
Sumarást
Dansað í gegnum lífið
Sumarást

Þáttur um gleðina og vonbrigðin í sumarástinni. Flett upp í ástarsögum sem til voru í sveitinni, gluggað í gömul og ný húsráð sem geta verið góð til viðhalds ástinni. Einnig er rætt við fólk sim rifjar sumarástina upp. Hugljúf lög leikin milli atriða sem gætu vel hrært vel upp í minningapottinum.

Umsjón: Elísabet Brekkan.

(Áður á dagskrá sumarið 2008)

Í upphafi þáttar les Elísabet lauslega þýðingu á ljóði eftir Alf Pröjsen, sem heitir Hjalmar og síðan er það lag leikið.

Viðtalið um ástina, og hvernig hún tók að blómstra fyrir 45 árum, er við þau Sigurbjörgu Björgvinsdóttur frá Fyrirbarði í Fljótum og Hauk Hannibalsson frá Hanhóli við Bolungarvík.

Þau hjónin hittust á balli uppi á Skaga 1964 og hafa dansað saman síðan. Sigurbjörg yrkir mikið og les hún í þættinum tvö ljóð, annað tileinkað eiginmanninum og hitt um Jónas Hallgrímsson.

Sigurbjörg Björgvinsdóttir er yfirmaður málefna eldri borgara hjá Kópavogsbæ.

Umsjón: Elísabet Brekkan.

Var aðgengilegt til 27. september 2023.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,