06:50
Morgunvaktin
Efnafræði eru fjölbreytt vísindi
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Félaganarnir fyrrverandi, Vladimír Pútín og Jevgení Prígósjín, voru til umræðu þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Staða Rússlandsforsetans hefur veikst eftir atburðina um síðustu helgi, þar sem Wagner-liðar Prígósjíns tóku yfir hernaðarlega mikilvæga borg og voru nálægt því að fara inn í Moskvu. Bogi fór yfir málið og sagði frá umsvifum Wagner-sveitanna í Afríku.

Í þessari viku fer fram í Hörpu stór alþjóðleg ráðstefna um efnafræði stórhringja og millisameinda. Þátt taka um 500 efnafræðingar frá öllum heimshornum. Páll Þórðarson, prófessor í efnafræði við Háskólann í Nýju Suður-Wales í Sydney, er einn forsvarsmanna ráðstefnunnar. Hann sagði frá ráðstefnunni, frá rannsóknum sínum og kollega sinna og vísindasamfélaginu í Sydney.

Tilkynnt var um breytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi í gær, sem er ætlað að skapa meiri stöðugleika og vellíðan í leikskólum, börnum, foreldrum og starfsfólki til hagsbóta. Leikskólastjórarnir Gerður Magnúsdóttir og Sóley Gyða Jörundsdóttir voru í starfshópnum sem lagði breytingarnar til og þær ræddu málið á Morgunvaktinni.

Tónlist:

Sólarsamba - Góss

Það sýnir sig - Una Torfadóttir

Í löngu máli - Una Torfadóttir

Umsjón:

Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,