08:05
Þú veist betur
Bólusetningar
Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Í þætti dagsins myndu sumir segja að við séum að tala um mál málanna. Er orðið bólusetning hugsanlega orð ársins? Hvað sem því líður þá virðast þær vera á milli tannanna á fólki, sem er kannski undarlegt þar sem að það hafa farið fram alls kyns bólusetningar hér á landi í mjög langan tíma. Mislingar, hlaupabóla, lömunarveiki, allt eru þetta sjúkdómar sem voru hérna einu sinni algengir en hafa nánast þurrkast út á heimsvísu með nokkrum undantekningum. Ég hef oft haft það fyrir reglu að áður en ég mynda mér skoðun á einhverju þá er líklegast best að kynna sér málið, sem er auðvitað markmið þessar þáttar yfir höfuð, en á kannski betur við hér en áður. Hver er saga bólusetninga, hvernig virka þær nákvæmlega og svo auðvitað, þó að við reynum að halda okkur við bólusetningar almennt, hvernig er samband bólusetninga og covid. Ég fékk til mín Kristjönu hrönn Alfreðsdóttur til að segja okkur meira.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,