Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Í þætti dagsins í litlu þáttaröðinni sem nefnist Rokkland á Rás 2 heyrum við allskonar músík ? vegna þess að það er svo skemmtilegt. Við heyrum í Japanese Breakfast, Jackson Browne og David Lindley, Michael Stipe, Jesse Malin, Björn Thoroddsen, Jonas Bjorgvinsson frá Akranesi, John Mellencamp og Bruce Springsteen, Oasis, Damon Albarn og hljómsveitinni Kul. Svo heyrum við nokkur lög af nýju plötunni frá Manic Street Preachers frá Wales sem ég hef haldið upp á allar götur síðan Andrea Jónsdóttir vinkona okkar allra gaf mér eintak af fyrstu plötunni þeirra ? Generation Terrorists árið 1900ogeitthvað ? fyrir langa löngu. Hún kom út í febrúar 1992. Hljómsveitin sem er búin að vera starfandi síðan 1986 er enn í fullu fjöri og nýjasta platan þeirra The Ultra Vivid Lament er fjórtánda hljóðversplatan þeirra og við skoðum hana aðeins í þættinum í dag.
Og svo er það ein áhugaverðasta plata ársins að mínu mati ? ein fallegasta en jafnframt ein erfiðasta og ljótasta plata ársins fyrir hlustirnar er nýjasta plata hjóna-hljómsveitarinnar Low frá Duluth í Minnesota sem amk. tvisvar hefur komið hingað til Íslands og spilað fyrir fólk. Nýja platan þeirra heitir Hey What og við heyrum nokkur tóndæmi af henni í þættinum.