Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir flytur.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á Hlaðvarpi Rúv <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Í þessum þætti segir Sigurður Snæberg kvikmyndagerðarmaður frá námsárum sínum vestanhafs en hann sótti skóla í kvikyndafræðum bæði í New York og Los Angeles. Umsjón: Magnús R. Einarsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Nýlega hófust sýningar í Þjóðleikhúsinu á leikritinu „Rómeó og Júlíu" eftir William Shakespeare. Mörg tónskáld, útlend og innlend, hafa orðið fyrir innblæstri frá þessu leikriti og í þættinum verður flutt tónlist sem tengist leikritinu. Þar má nefna leikhústónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Knút R. Magnússon, óperuna „Rómeó og Júlíu" eftir Charles Gounod og samnefndan ballett eftir Sergei Prokofiev. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Jónatan Garðarsson.
Útvarpsfréttir.
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur. Ásmundur sendi nýlega frá sér þýðingu á riti eftir danska fræðimanninn Frederik Stjernfelt sem heitir Sjö goðsagnir um Lúther. Í ritinu er leitast við að fletta ofan af ýmsum goðsögnum um Martein Lúther, upphafsmann mótmælendahreyfingarinnar innan rómversk kaþólsku kirkjunnar sem þróaðist í evangelísku lúthersku kirkjuna. Goðsagnirnar sem átt er við eru meðal annars þær að Lúther hafi komið á trúfrelsi, tjáningarfrelsi og frjálsri hugsun, að Lúther hafi skilið á milli ríkis og kirkju, að Lúther hafi stuðlað að því að lýðræði spratt upp og að Gyðingahatur Lúthers hafi ekki haft nein áhrif. Rætt er við Ásmund um þetta forvitnilega rit sem hefur vakið sterk viðbrgöð í Danmörku og goðsagnirnar sem það ræðst gegn, en í lok þáttar er Ásmundur líka spurður stuttlega út í þau verkefni sem blasa við í íslenskum efnahagsmálum.
Útvarpsfréttir.
Rætt við gesti þáttarins um bók vikunnar.
Umsjónarmenn eru Auður Aðalsteinsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir.
Gestir þáttarins ræða um bók vikunnar, Norma eftir Sofi Oksanen í þýðingu Sigurðar Karlssonar. Gestir þáttarins eru Erla E. Völudóttir og Snærós Sindradóttir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Guðsþjónusta.
Séra Sindri Geir Óskarsson predikar og þjónar fyrir altari.
Organisti og kórstjóri: Valmar Väljaots.
Kór Glerárkirkju syngur.
Einsöngvari: Margrét Árnadóttir.
Lesarar: Aníta Jónsdóttir og Hildur Hauksdóttir.
Fyrir predikun:
Forspil: Sálmur 842: Það sem augu mín sjá. Lag: Ragnhildur Gísladóttir. Texti: Hjörtur Pálsson.
Kyrie úr Missa Gioiosa eftir Hans-André Stamm.
Gloria úr Missa Gioiosa eftir Hans-André Stamm.
Sálmur 917: Liljan. Ókunnur lagahöfundur. Texti: Þorsteinn Gíslason.
Sálmur 207: Sú trú sem fjöllin flytur. Lag: Guðmundur Karl Brynjarsson. Texti: Helgi Hálfdánarson.
Eftir predikun:
Sálmur 846: Ljósfaðir. Lag: Sigurður Flosason. Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Sálmur 848: Allt sem Guð hefur gefið mér. Lag: Sigurður Flosaon. Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Sálmur 248: Héðan burtu göngum glaðir. Lag: Wolfgang Wessnitzer. Texti: Valdimar Briem.
Eftirspil: Agnus Dei úr Missa Gioiosa eftir Hans-André Stamm.
Hljóðritað 1. október s.l.
Hádegisútvarp í umsjón þular.
Útvarpsfréttir.
Hátt í þrjátíu manns þurftu að yfirgefa heimili sín í nótt þegar hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu í Þingeyjarsýslu. Slökkvilið og björgunarsveitir hafa unnið hörðum höndum að því að dæla úr kjöllurum á Ólafsfirði þar sem rignt hefur linnulaust frá því í nótt.
Skjálfti, þrír komma fimm að stærð, varð við Keili í hádeginu og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorni landsins.
Rúmlega átta hundruð manns eru í sóttkví á Akureyri og tæplega sextíu í einangrun með covid. Kalla hefur þurft út auka mannskap til að manna vaktir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna þess hve margir starsfsmenn eru í sóttkví eða einangrun.
Aukið atvinnuleysi, hækkandi vöruverð og útbreiðsla kórónuveirusmita er meðal þess sem brasilískir mótmælendur saka forseta landsins, Jair Bolsonaro, um að bera ábyrgð á. Tugir þúsunda kröfðust afsagnar forsetans í gær.
Rannsóknarskýrsla óháðar nefndar um kynferðisbrot barnaníðinga innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi kemur út á þriðjudag. Þar kemur meðal annars fram að þúsundir barnaníðinga hafi athafnað sig innan kaþólsku kirkjunnar frá því um miðja síðustu öld.
Stóraukinn loðnukvóti gæti aukið hagvöxt um allt að eitt prósentustig á næsta ári, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Hann spáir því að hagur þjóðarinnar allrar batni í kjölfarið.
Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón: Dagur Gunnarsson
Í þættinum er rætt við tónlistarmanninn Anton Lína Hreiðarsson. Anton Líni stundar nú háskólanám í Berlín. Hann hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður undanfarin ár en þrátt fyrir ungan aldur hefur Anton orið fyrir fleiri áföllum en margir verða fyrir á allri sinni ævi. Við heyrum líka endurminningar Unnar Láru Jónasdóttur sem fæddist árið 1935 og ólst upp í Elliðaey á Breiðafirði til 12 ára aldurs. Viðtalið var tekið árið 2011 af Pétri Halldórssyni og var fyrst flutt í þættinum Við sjávarsíðuna á Rás 1. Að lokum er fjallað um heimagrafreiti á Íslandi. Þar segir Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, frá rannsóknum sínum.
Efni í þáttinn unnu Óðinn Svan Óðinsson og Rúnar Snær Reynisson.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.
Nýlegar hljóðritanir.
Hljóðritun frá barokktónleikum sem fram fóru á Sönghátíð í Hafnarborg 3. júlí s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir George Friedrich Händel og Johann Sebastian Bach auk fornra íslenskra laga.
Flytjendur: Benedit Kristjánsson tenór, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran, Pétur Björnsson fiðluleikari,
Halldór Bjarki Arnarson sembal- og orgelleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Dánarfregnir
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Heimurinn er að breytast hratt og kynslóðin sem nú vex úr grasi sér eitt og annað athugavert við stöðu kynjanna. Í þættinum er rætt við skemmtilegt fólk um feminísma, kynjatvíhyggju og kynrænt sjálfræði, kynlíf, karlmennsku, og nýja tíma kynferðislegs frelsis. Umsjón: Snærós Sindradóttir.
Konur af erlendum uppruna eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu þegar þær verða fyrir heimilisofbeldi hér á landi. Randi Stebbins lögfræðingur hefur rannsakað hvernig kerfið tekur við konum af erlendum uppruna sem leita sér hjálpar og hefur komist að því að "íslenska leiðin" sé einstrengisleg og ósveigjanleg. Kerfið mæti ekki konunum með þær lausnir sem þær sumar hverjar óska eftir og það beri við að Íslendingar hlusti ekki á aðrar raddir en þær sem tala fyrir hinni formlegu réttarfarslegu leið í meðferð heimilisofbeldis.
Pétur Pétursson fjallar um atburði sem áttu sér stað í nóvember 1921, sem tengjast Ólafi Friðrikssyni verkalýðsforingja og ritstjóra. Þættirnir voru upphaflega á dagskrá 1982, en voru styttir og endurfluttir 1995. Rætt er við um 100 manns í þáttunum.
Lesarar: Karl Guðmundsson, Þorbjörn Sigurðsson, Steindór Steindórsson og fleiri.
Höfundur handrits, umsjón og sögumaður: Pétur Pétursson.
Höfundur upphafs- og lokastefs: Áskell Másson.
Umsjón með endurgerð: Hreinn Valdimarsson og Klemenz Jónsson.
Höfundur handrits, umsjón og sögumaður: Pétur Pétursson.
Lesið er úr eftirtöldum verkum: Hvíta stríðið, höfundur Hendrik J. Ottósson: lesari er Jón Múli Árnason ; Ísold hin svarta: höfundur og lesari er Kristmann Guðmundsson ; Úrskurður fógeta og dagbók slökkviliðsins.
Viðtöl við eftirtalda: Svava Hjaltalín ; Unnur Pétursdóttir ; Ásgeir Ólafsson ; Helgi Jónsson, verkamaður ; Sveinn Ólafsson, brunavörður ; Þórarinn Þórarinsson, fyrrum skólastjóri ; Guðgeir Jónsson ; Steindóra Einarsdóttir ; Sveinbjörn Sigurjónsson, magister ; Garðar Svavarsson ; Séra Jón Skagan ; Sigurbjörn Þorkelsson, í Visi ; Lúðvík Hjálmtýsson ; Guðlaugur Jónsson, fyrrv. lögreguþjónn.
Upphafsstef og lokastef, höfundur: Áskell Másson.
Umsjón með endurgerð: Hreinn Valdimarsson og Klemenz Jónsson.
Röð tíu þátta þar sem leikin er tónlist eftir tíu konur sem stunduðu tónsmíðar á 19. öld og við upphaf 20. aldar. Tónsmíðar þeirra allra lágu í þagnargildi svo áratugum skipti en á undanförnum árum hafa verkin loks verið grafin úr gleymsku og gerð aðgengileg í hljóðritum. Í systurþáttunum „Kventónskáld í karlaveldi“ er svo fjallað nánar um ævi tónskáldanna, tónsmíðastíl og viðtökur á verkum þeirra. Umsjón: Árni Heimir Ingólfsson.
Röð tíu þátta þar sem leikin er tónlist eftir tíu konur sem stunduðu tónsmíðar á 19. öld og við upphaf 20. aldar. Tónsmíðar þeirra allra lágu í þagnargildi svo áratugum skipti en á undanförnum árum hafa verkin loks verið grafin úr gleymsku og gerð aðgengileg í hljóðritum. Í systurþáttunum „Kventónskáld í karlaveldi“ er svo fjallað nánar um ævi tónskáldanna, tónsmíðastíl og viðtökur á verkum þeirra. Umsjón: Árni Heimir Ingólfsson.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þórunn Ástríður Björnsdóttir (1859-1935) var ein merkasta ljósmóðir landsins á fyrstu áratugum 20. aldar. Hún skrifaði æviminningar sínar, en handritið virðist því miður vera týnt. Steindór Björnsson frá Gröf hafði handritið hins vegar undir höndum þegar hann skrifaði þátt um ævi Þórunnar 1952 og þar kemur vissulega margt merkilegt fram um ævi þessarar mikilhæfu konu. Umsjónarmaður lítur í þennan þátt en byrjar á að lesa stórmerkilega reglugerð um störf ljósmæðra frá 1877 þar sem margt kemur fram um störf þeirra, tíðaranda og samfélag líka.
Umsjón: Illugi Jökulsson
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Í þætti dagsins myndu sumir segja að við séum að tala um mál málanna. Er orðið bólusetning hugsanlega orð ársins? Hvað sem því líður þá virðast þær vera á milli tannanna á fólki, sem er kannski undarlegt þar sem að það hafa farið fram alls kyns bólusetningar hér á landi í mjög langan tíma. Mislingar, hlaupabóla, lömunarveiki, allt eru þetta sjúkdómar sem voru hérna einu sinni algengir en hafa nánast þurrkast út á heimsvísu með nokkrum undantekningum. Ég hef oft haft það fyrir reglu að áður en ég mynda mér skoðun á einhverju þá er líklegast best að kynna sér málið, sem er auðvitað markmið þessar þáttar yfir höfuð, en á kannski betur við hér en áður. Hver er saga bólusetninga, hvernig virka þær nákvæmlega og svo auðvitað, þó að við reynum að halda okkur við bólusetningar almennt, hvernig er samband bólusetninga og covid. Ég fékk til mín Kristjönu hrönn Alfreðsdóttur til að segja okkur meira.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Meðal tónlistarflytjenda: Fríða Dís, Erykah Badu, Kalli Tomm, Edda Heiðrún.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Krummi Björgvinsson leggur áherslu á gamaldags tónlist í bland við nýlegri tóna.
Útvarpsfréttir.
Hátt í þrjátíu manns þurftu að yfirgefa heimili sín í nótt þegar hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu í Þingeyjarsýslu. Slökkvilið og björgunarsveitir hafa unnið hörðum höndum að því að dæla úr kjöllurum á Ólafsfirði þar sem rignt hefur linnulaust frá því í nótt.
Skjálfti, þrír komma fimm að stærð, varð við Keili í hádeginu og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorni landsins.
Rúmlega átta hundruð manns eru í sóttkví á Akureyri og tæplega sextíu í einangrun með covid. Kalla hefur þurft út auka mannskap til að manna vaktir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna þess hve margir starsfsmenn eru í sóttkví eða einangrun.
Aukið atvinnuleysi, hækkandi vöruverð og útbreiðsla kórónuveirusmita er meðal þess sem brasilískir mótmælendur saka forseta landsins, Jair Bolsonaro, um að bera ábyrgð á. Tugir þúsunda kröfðust afsagnar forsetans í gær.
Rannsóknarskýrsla óháðar nefndar um kynferðisbrot barnaníðinga innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi kemur út á þriðjudag. Þar kemur meðal annars fram að þúsundir barnaníðinga hafi athafnað sig innan kaþólsku kirkjunnar frá því um miðja síðustu öld.
Stóraukinn loðnukvóti gæti aukið hagvöxt um allt að eitt prósentustig á næsta ári, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Hann spáir því að hagur þjóðarinnar allrar batni í kjölfarið.
Umsjón: Ýmsir.
Gestur þáttarins er Rannveig Borg Sigurðardóttir lögfræðingur og rihöfundur sem býr og starfar í Sviss en er að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Fíkn. Rannveig segir frá uppvextinum í Hafnarfirði og Reykjavík, námsárunum í Versló og síðan í Frakklandi hvar hún lauk námi í logfræði við Sorbonne háskóla. Hún ræddi, starfið og einkalífið, áhugann á fíknisjúkdómum og meðferð þeirra, áhugamálum og nýju bókinni sem er að koma út.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Umsjón: Matthías Már Magnússon.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Í þætti dagsins í litlu þáttaröðinni sem nefnist Rokkland á Rás 2 heyrum við allskonar músík ? vegna þess að það er svo skemmtilegt. Við heyrum í Japanese Breakfast, Jackson Browne og David Lindley, Michael Stipe, Jesse Malin, Björn Thoroddsen, Jonas Bjorgvinsson frá Akranesi, John Mellencamp og Bruce Springsteen, Oasis, Damon Albarn og hljómsveitinni Kul. Svo heyrum við nokkur lög af nýju plötunni frá Manic Street Preachers frá Wales sem ég hef haldið upp á allar götur síðan Andrea Jónsdóttir vinkona okkar allra gaf mér eintak af fyrstu plötunni þeirra ? Generation Terrorists árið 1900ogeitthvað ? fyrir langa löngu. Hún kom út í febrúar 1992. Hljómsveitin sem er búin að vera starfandi síðan 1986 er enn í fullu fjöri og nýjasta platan þeirra The Ultra Vivid Lament er fjórtánda hljóðversplatan þeirra og við skoðum hana aðeins í þættinum í dag.
Og svo er það ein áhugaverðasta plata ársins að mínu mati ? ein fallegasta en jafnframt ein erfiðasta og ljótasta plata ársins fyrir hlustirnar er nýjasta plata hjóna-hljómsveitarinnar Low frá Duluth í Minnesota sem amk. tvisvar hefur komið hingað til Íslands og spilað fyrir fólk. Nýja platan þeirra heitir Hey What og við heyrum nokkur tóndæmi af henni í þættinum.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Nokkur lög úr þáttunum Tónatal sem eru á dagskrá RÚV í október 2021.
Umsjón: Matthías Már Magnússon.
Matthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins.
Brot af því besta úr þáttum Tvíhöfða með Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni.
Tvíhöfði 3. október 2021
Umsjón: Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson og Þórður Helgi Þórðarson.