08:05
Á tónsviðinu
Rómeó og Júlía
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Nýlega hófust sýningar í Þjóðleikhúsinu á leikritinu „Rómeó og Júlíu" eftir William Shakespeare. Mörg tónskáld, útlend og innlend, hafa orðið fyrir innblæstri frá þessu leikriti og í þættinum verður flutt tónlist sem tengist leikritinu. Þar má nefna leikhústónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Knút R. Magnússon, óperuna „Rómeó og Júlíu" eftir Charles Gounod og samnefndan ballett eftir Sergei Prokofiev. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Jónatan Garðarsson.

Var aðgengilegt til 01. janúar 2022.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,