16:05
Síðdegisútvarpið
22.júní
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

í dag hefur verið bólusett af miklum krafti bæði í Laugardalshöll og víðar um land. Þessi vika telst stór Janssen og Pfizer í aðalhlutverkum og svo er risastór vika í næstu viku þegar Aztra Zenica fer í sprauturnar. En hvað á fólk að gera sem verður ekki heima þegar boðið kemur, margir eru komnir í sumarfrí flestir ætla sér væntanlega að ferðast innanlands en margir hyggja á útlönd. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarforstjóri hjá heilsugæslunni segir okkur allt um það hvernig fólk á að snúa sér í þeim málum.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur er nýkomin í land eftir siglingu með Seiglunum hvar hún kom á land á ísafirði og fór í land í Eyjafirði. Við heyrum í Elínu Björk um þessa upplifun. Seiglurnar eru hópur kvenna sem siglir á skútu umhverfis Ísland sumarið 2021 í þeim tilgangi að beina athygli að hafinu og þeirri margþættu umhverfisvá sem að því steðjar.

Andri Freyr er líka á ferðinni um landið en hann flaug austur á firði í morgun og við munum heyra frá honum þaðan. Hann heimsótti Silfurbergsnámuna á Helgustöðum á Eskifirði og ræddi við Kristján Leósson og hann heyrði líka af tónlistar - og viðburðardagskrá í Fjarðarbyggðar þegar hann tók Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar tali.

Við ræðum líka við refasérfræðinginn Esther RutUnnsteinsdóttir sem er stödd á Hornströndum að rannssaka sambúð refa og manna.

Var aðgengilegt til 22. júní 2022.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,