20:35
Mannlegi þátturinn
Berent Karl, Raufarhöfn og hópefli
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Berent Karl Hafsteinsson lenti í mótorhjólaslysi fyrir næstum þrjátíu árum, þá rétt um tvítugt, og þar með breyttist líf hans á einu andartaki. Það brotnuðu 47 af 206 beinum í líkama hans og honum var haldið sofandi í þrjár vikur á gjörgæslu. En þrátt fyrir þessi alvarlegu meiðsli og eftirmála sem hann er að glíma við enn þann dag í dag þá missti hann ekki móðinn og hefur farið í skóla að tala við krakka sem eru að ljúka grunnskóla um umferðaöryggi, þar sem hann segir sína reynslusögu. Berent kom í þáttinn og sagði sögu sína og frá sínu starfi sem umferðaforvarnarfulltrúi.

Árið 2012 var Raufarhöfn partur af verkefninu Brotthættar byggðir en nú er því verkefni lokið þar og á íbúaþingi 2019 voru samþykktar ályktanir um að halda áfram að gera Raufarhöfn að öflugum bæ. Það á að gera höfnina aðgengilega fyrir ferðamenn og vinna áfram með hugmyndir tengdum heimskautsbaugnum sem aðdráttarafl. Við hringdum í Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur, formann Hverfisráðs Raufarhafnar í þættinum í dag.

Við fengum í dag að heyra fimmtu hugvekju Steinars Þórs Ólafssonar í röðinni sem hann kallar Kontóristinn. Í þetta sinn velti hann fyrir sér fyrirbærinu hópefli. Hvað er hópefli? Virkar það móralskt umfram þann tíma sem hópeflið varir? Steinar Þór ræddi við Magnús Sigurjón Guðmundsson sem hefur í rúm 10 ár rekið Fúll á móti sem sérhæfir sig í framkvæmd og skipulagningu á starfsdögum, liðsheildarvinnu og hópefli fyrir fyrirtæki og stofnanir.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,