21:30
Njáls saga
Tuttugasti og sjötti lestur
Njáls saga

Njála er mest allra Íslendingasagna og hefur verið lifandi í vitund þjóðarinnar öldum saman. Persónur hennar, Gunnar og Njáll, Hallgerður og Bergþóra, Skarphéðinn, Kári , Flosi og Hildigunnur, svo aðeins fáeinar séu nefndar, hafa verið nákomnar lesendum eins og kunningjar á vettvangi samtíðarinnar. Fólk hefur lesið söguna, hugleitt hana, deilt um hana, skáldin ort út af henni og fræðimenn hafa velt fyrir sér eðli sögunnar og getið sér til um hver hafi samið hana. Á þess konar umhugsun um Njálu verður aldrei þurrð.

Einar Ólafur Sveinsson prófessor var helsti sérfræðingur þjóðarinnar í Njálu á sinni tíð. Hann skrifaði rit og ritgerðir um söguna og gaf hana út í röðinni Íslensk fornrit. Kunnastur almenningi var hann fyrir flutning sögunnar í útvarp. Einar Ólafur las Njálu þrisvar sinnum í heilu lagi. Síðasti lesturinn er varðveittur í safni útvarpsins og það er hann sem er fluttur að þessu sinni.

Flutt í tilefni af gjöf afkomenda Einars Ólafs Sveinssona rtil Ríkisútvarpsins á öllu efni sem hann hljóðritaði.

Einar Ólafur Sveinsson les.

Gjöf afkomenda Einars Ólafs Sveinssonar prófessors til Ríkisútvarpsins á öllu efni sem hann hljóðritaði.

(Hljóðritun frá 1972).

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 28 mín.
e
Endurflutt.
,