06:50
Morgunvaktin
Sögulegur dagur í Svíþjóð, afsökunarbeiðni Samherja og Stasi
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ræddi um afsökunarbeiðni Samherja í spjalli sínu í dag, en afsökunarbeiðnin var birt í dagblöðum og svo lengri yfirlýsing á vef fyrirtækisins. Samkeppnislagabrot Eimskips og eftirspurnin eftir bréfum í Íslandsbanka komu einnig við sögu.

Frá falli Berlínarmúrsins hefur sérstök stofnun haft það hlutverk að veita fólki aðgang að gögnum sem hin illræmda Stasi safnaði um borgarana í Austur-Þýskalandi. En í síðustu viku urðu tímamót - stofnun þessi var lögð niður. Margir eru ósáttir við þetta, jafnvel þó að gögnin verði áfram aðgengileg almenningi. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá þessu og fleiru.

Þau sögulegu tíðindi urðu í Svíþjóð í gær að vantrauststillaga á forsætisráðherrann Stefan Löfven var samþykkt. Stjórnarkreppa er skollin á þar í landi. Hvað þýðir þetta fyrir stjórnmálin í Svíþjóð og í Skandinavíu, og hvernig verður framhaldið? Við ræddum stöðuna við Gunnhildi Lily Magnúsdóttur, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Visa vid midsommartid ? Ane Brun

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,