18:30
Hvar erum við núna?
Í hellaskoðun
Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Halló...halló......halló? Vá hvað það er mikið bergmál í þessum helli! Við horfumst í augu við innilokunarkennd og myrkfælni, setjum á okkur hjálm og höfuðljós og dýfum okkur ofan í undraveröld hellanna. Hellasérfræðingar þáttarins eru Baldur Karl, Björn Óli og Arnór Darri en þeir hafa skoðað marga skemmtilega hella eins og Maríuhella, Víðgelmi og Surtshelli. Það eru ótalmargar þjóðsögur til sem gerast í hellum en þær sem við heyrum í þættinum eru sögurnar af Krákuhelli og Surtshelli. Hlustið vel því það gæti hjálpað ykkur að sigra spurningakeppnina í lokin!

Var aðgengilegt til 22. júní 2022.
Lengd: 20 mín.
,