12:03
Hádegið
Hörmungarhlaup í Kína og bóluefnaskortur þrátt fyrir fögur fyrirheit
Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Við hefjum Hádegið í dag í Kína, þar sem einn banvænasti hlaupaviðburður sögunnar fór fram nýverið. 172 vongóðir hlauparar lögðu af stað í hundrað kílómetra utanvegahlaup í gegnum grýtt, skörðótt, hálægt fjallendi Gansu-héraðs í norðvesturhluta Kína laugardaginn tuttugasta og annan maí. 151 þeirra lifðu hlaupið af - 21 létust - eða einn af hverjum átta þáttakendum. Það eru um tvö þúsund maraþon haldin í Kína á ári hverju og sem betur fer eru svona fréttir ekki daglegt brauð - þannig maður hlýtur að spyrja - hvað gerðist einmitt þennan dag? Hvað fór úrskeiðis með þessum hræðilegu afleiðingum?

Þótt um það bil 90 milljónir skammta af bóluefni við Covid 19 hafi verið dreift til hundrað þrjátíu og eins ríkis fyrir tilstilli Covax-áætlunarinnar svokölluðu, er nú mikill bóluefnaskortur í fjölda fátækari ríkja heims. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur þungar áhyggjur af stöðu mála. Guðmundur Björn ræðir við Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, um Covax áætlunina og bóluefnaskort í fátækari ríkjum heims, í síðari hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Var aðgengilegt til 22. júní 2022.
Lengd: 58 mín.
,