Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Leifur Ragnar Jónsson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ræddi um afsökunarbeiðni Samherja í spjalli sínu í dag, en afsökunarbeiðnin var birt í dagblöðum og svo lengri yfirlýsing á vef fyrirtækisins. Samkeppnislagabrot Eimskips og eftirspurnin eftir bréfum í Íslandsbanka komu einnig við sögu.
Frá falli Berlínarmúrsins hefur sérstök stofnun haft það hlutverk að veita fólki aðgang að gögnum sem hin illræmda Stasi safnaði um borgarana í Austur-Þýskalandi. En í síðustu viku urðu tímamót - stofnun þessi var lögð niður. Margir eru ósáttir við þetta, jafnvel þó að gögnin verði áfram aðgengileg almenningi. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá þessu og fleiru.
Þau sögulegu tíðindi urðu í Svíþjóð í gær að vantrauststillaga á forsætisráðherrann Stefan Löfven var samþykkt. Stjórnarkreppa er skollin á þar í landi. Hvað þýðir þetta fyrir stjórnmálin í Svíþjóð og í Skandinavíu, og hvernig verður framhaldið? Við ræddum stöðuna við Gunnhildi Lily Magnúsdóttur, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö.
Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Visa vid midsommartid ? Ane Brun
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Maður hefur mildast og er kærleiksríkari, ekki jafn dómharður og maður var á þessum árum, segir rithöfundurinn Sindri Freysson. Hann hefur alltaf verið geðprúður og glaðlyndur en hann áttaði sig á því upp úr tvítugu að hann hefði oft verið uppvís að stælum og leiðindum. Í dag nálgast hann fólk af kærleika og virðingu.
Sindri Freysson rithöfundur gaf út sína fyrstu bók, ljóðabókina Fljótið sofandi konur, árið 1992. Sex árum síðar hlaut hann Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir skáldsöguna Augun í bænum. Þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í bókmenntaheiminum starfaði Sindri sem blaðamaður, var í sambúð og átti tveggja ára dóttur. Hann stóð sig vel í blaðamennskunni en var ekki viss um að það væri eitthvað sem hann vildi leggja fyrir sig til frambúðar. Hann lýsir sjálfum sér sem geðprúðum og glaðlyndum, eins og hann kveðst hafa verið alla tíð, en segist hafa breyst síðan á þessum árum.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Berent Karl Hafsteinsson lenti í mótorhjólaslysi fyrir næstum þrjátíu árum, þá rétt um tvítugt, og þar með breyttist líf hans á einu andartaki. Það brotnuðu 47 af 206 beinum í líkama hans og honum var haldið sofandi í þrjár vikur á gjörgæslu. En þrátt fyrir þessi alvarlegu meiðsli og eftirmála sem hann er að glíma við enn þann dag í dag þá missti hann ekki móðinn og hefur farið í skóla að tala við krakka sem eru að ljúka grunnskóla um umferðaöryggi, þar sem hann segir sína reynslusögu. Berent kom í þáttinn og sagði sögu sína og frá sínu starfi sem umferðaforvarnarfulltrúi.
Árið 2012 var Raufarhöfn partur af verkefninu Brotthættar byggðir en nú er því verkefni lokið þar og á íbúaþingi 2019 voru samþykktar ályktanir um að halda áfram að gera Raufarhöfn að öflugum bæ. Það á að gera höfnina aðgengilega fyrir ferðamenn og vinna áfram með hugmyndir tengdum heimskautsbaugnum sem aðdráttarafl. Við hringdum í Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur, formann Hverfisráðs Raufarhafnar í þættinum í dag.
Við fengum í dag að heyra fimmtu hugvekju Steinars Þórs Ólafssonar í röðinni sem hann kallar Kontóristinn. Í þetta sinn velti hann fyrir sér fyrirbærinu hópefli. Hvað er hópefli? Virkar það móralskt umfram þann tíma sem hópeflið varir? Steinar Þór ræddi við Magnús Sigurjón Guðmundsson sem hefur í rúm 10 ár rekið Fúll á móti sem sérhæfir sig í framkvæmd og skipulagningu á starfsdögum, liðsheildarvinnu og hópefli fyrir fyrirtæki og stofnanir.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Við hefjum Hádegið í dag í Kína, þar sem einn banvænasti hlaupaviðburður sögunnar fór fram nýverið. 172 vongóðir hlauparar lögðu af stað í hundrað kílómetra utanvegahlaup í gegnum grýtt, skörðótt, hálægt fjallendi Gansu-héraðs í norðvesturhluta Kína laugardaginn tuttugasta og annan maí. 151 þeirra lifðu hlaupið af - 21 létust - eða einn af hverjum átta þáttakendum. Það eru um tvö þúsund maraþon haldin í Kína á ári hverju og sem betur fer eru svona fréttir ekki daglegt brauð - þannig maður hlýtur að spyrja - hvað gerðist einmitt þennan dag? Hvað fór úrskeiðis með þessum hræðilegu afleiðingum?
Þótt um það bil 90 milljónir skammta af bóluefni við Covid 19 hafi verið dreift til hundrað þrjátíu og eins ríkis fyrir tilstilli Covax-áætlunarinnar svokölluðu, er nú mikill bóluefnaskortur í fjölda fátækari ríkja heims. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur þungar áhyggjur af stöðu mála. Guðmundur Björn ræðir við Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, um Covax áætlunina og bóluefnaskort í fátækari ríkjum heims, í síðari hluta þáttarins.
Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja biðst afsökunar á þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð í Namibíu, en fullyrðir að engin refsiverð brot hafi verið framin af hálfu fyrirtækja Samherja, ef undan er skilinn háttsemi fyrrverandi framkvæmdastjóri þar.
Hugmyndin um að banna leigu á rafskútum á föstudags- og laugardagskvöldum er áhugaverð, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þar með minnki líkur á ölvunarakstri.
Móðir tíu ára drengs með tal- og lestrarerfiðleika segir að flókið endurgreiðslu-, greiningar- og beiðnakerfi í málaflokknum gangi alls ekki upp. Tveggja ára biðtími í talþjálfun gufaði upp vegna þess að beiðni frá lækni má aðeins vera ársgömul.
Bólusett er í Laugardalshöll í dag með bóluefni Janssen. Bólusetning gekk vel í morgun og nú geta allir þeir sem eru fæddir 2002 og fyrr og eru óbólusettir fengið bólusetningu í höllinni.
Forseti Filippseyja hótar þeim fangelsisvist sem neita að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Faraldurinn hefur dregið yfir 23 þúsund landsmanna til dauða.
Kalt er á fjöllum og stór hluti Sprengisandsleiðar ófær. Kjalvegur er fær fjallabílum og verður fólksbílafær næstu daga.
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á toppinn í úrvalsdeild kvenna í fótbolta eftir stórsigur á Selfossi í gærkvöldi. Selfoss var á toppnum fyrir umferðina.
Dánarfregnir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við HÍ: Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum, eru þær upphafningar sumra á kostnað annarra?
Ársæll Markússon, frumkvöðull og kartöflubóndi í Þykkvabæ. Ársæll þróar meðal annars kol úr sauðataði og sinnir fjölbreyttum og forvitnilegum störfum.
Oddný Þorbergsdóttir skálavörður í Hrafntinnuskeri: mikill snjór er á svæðinu og göngufólk hefur lent í vandræðum, spjallað við Oddný um staðinn, starfið og áskoranir sumarsins.
Útvarpsfréttir.
Lofthelgin býður hlustendum að fljóta frjálslega í tíma og rúmi á lignu hafi hughrifatónlistar. Frá endurómi fortíðar til nýjustu strauma 21. aldarinnar leitum við heimshornanna á milli að réttri stemningu og andrúmslofti til að leiða hlustandann á ný mið andans. Út fyrir endimörk algleymis.
Umsjón er í höndum Friðriks Margrétar-Guðmundsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Illugi Jökulsson heldur áfram að lesa úr Sjóferðaminnginum Sveinbjörns Egilssonar. Árið 1892 var hann háseti á gufuskipinu Loch Lomond, sem sigldi m.a. til Madras og síðan til Calcutta. Sveinbjörn hafði alltaf jafn gaman af að skoða í kringum sig og rannsakaði sérstaklega drottningar næturlífsins.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Á Gljúfrasteini, húsi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness í Mosfellssveit, stendur nú yfir sýning um næstsíðustu skáldsögu Halldórs, Innansveitarkroniku. Sýningin opnaði í fyrra en sökum heimsfaraldurs og samkomubanns reyndist það ekki beint ár safnaheimsókna og kemur hún því til með að standa áfram um nokkra hríð. Víðsjá hugar í dag að þessari sýningu og ræðir við Guðnýju Dóru Gestsdóttur og Hlíf Unu Bárudóttur. Í dag eru einnig liðin fimmtíu ár frá því að platan Blue, úr smiðju kanadísku tónlistarkonunnar Joni Mitchell kom út og af því tilefni verður þessi ágæta plata rifjuð upp í Víðsjá dagsins. Ný bókaverslun bókaútgáfunnar Sölku verður einnig heimsótt og þar rætt við húsráðendur, Dögg Hjaltalín og Önnu Leu Friðriksdóttur. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar einnig um nýbakaða verðlaunaljóðabók Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur, Þagnarbindindi.
Umsjón með Víðsjá í dag hafa Guðni Tómasson og Jóhannes Ólafsson.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Við rýnum í Kötlu, nýja sjónvarpsþætti Baltasars Kormáks og Netflix. Júlía Margrét Einarsdóttir sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar spændi í gegnum þættina átta um helgina eins og svo margir aðrir, og hún segir okkur hvað henni finnst.
Við heimsækjum grasrótargalleríið Kaktus á Akureyri þar sem norðlenskir listamenn rækta andann.
Og tónlistarmaðurinn Holy Hrafn sest um borð í Lestina og segir frá nýrri plötu sem hann gaf út á dögunum, S.S. Tussunæs.
En við byrjum á heimildarmyndum. Ingibjörg Halldórsdóttir frá heimildarmyndahátíðinni Icedocs sem hefst á morgun á Akranesi, og stendur yfir fram á sunnudagskvöld, mætir og segir okkur frá því helsta á hátíðinni í ár.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Viðskipti við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki drógust saman um 307 milljarða króna í fyrra miðað við árið áður. Samdrátturinn nam 58 prósentum.
Lokun Suðurstrandarvegar vegna eldgossins á Reykjanesskaga reynir fyrst og fremst á samgönguyfirvöld í landinu, segir bæjarstjórinn í Ölfusi. Huga þarf að uppbyggingu Þrengslavegar til að tryggja þungaflutninga.
Tíu læknanemar, sem starfa í sumarafleysingum á bráðamóttöku Landspítala, lýsa þungum áhyggjum af undirmönnun sérfræðinga á bráðadeildinni.
Flugfreyjufélag Íslands krefst þess að flugfélagið Play gangi til viðræðna um kjarasamning flugfreyja og flugþjóna. Flugfélaginu hefur verið sent erindi þess efnis.
Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að leyfa 60 þúsund áhorfendum að fylgjast með undanúrslita- og úrslitaleikjum í Evrópukeppninni í fótbolta.
Samhefji biðst afsökunar á því að gerð hafi verið mistök vegna kvótaviðskipta í Namibíu. Engin refsiverð brot hafi verið framin í Namibíu af hálfu fyrirtækja á vegum Samherja. Sá eini sem brotið hafi af sér sé Jóhannes Stefánsson fyrrverandi framkvæmdastjóri. Hann var aðaluppljóstrarinn í Samherjamálinu. Arnar Páll Hauksson segir frá.
Ólympíuleikarnir 2020 hefjast eftir mánuð í Tokyo í Japan, eftir COVID-frestunina í fyrra. Nú verða þeir haldnir hvað sem tautar og raular. Það er enda ótrúlega flókið og dýrt að fresta risa viðburði eins og Ólympíuleikum, þó ekkert annað hafi verið í stöðunni í fyrra. Ragnhildur Thorlacius segir frá og talar við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson.
Delta afbrigði Covid er á góðri leið með að orsaka þriðju Covid-bylgjuna í Bretlandi. Það er þakkað bólusetningu að dauðsföllum þar af völdum Covid hefur ekki fjölgað að sama marki, alla vega ekki enn sem komið er. Bretland er ekki eina Evrópulandið þar sem delta afbrigðið hefur farið á flug, en ekki einhlítt að eina ástæðan fyrir fjölgun tilfella í Bretlandi sé delta afbrigðinu að kenna. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.
Halló...halló......halló? Vá hvað það er mikið bergmál í þessum helli! Við horfumst í augu við innilokunarkennd og myrkfælni, setjum á okkur hjálm og höfuðljós og dýfum okkur ofan í undraveröld hellanna. Hellasérfræðingar þáttarins eru Baldur Karl, Björn Óli og Arnór Darri en þeir hafa skoðað marga skemmtilega hella eins og Maríuhella, Víðgelmi og Surtshelli. Það eru ótalmargar þjóðsögur til sem gerast í hellum en þær sem við heyrum í þættinum eru sögurnar af Krákuhelli og Surtshelli. Hlustið vel því það gæti hjálpað ykkur að sigra spurningakeppnina í lokin!
Dánarfregnir
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Marmen og Casals kvartettanna á Strengjakvartetta-tvíæringnum í Barcelona, í september 2020.
Á efnisskrá eru strengjakvartettar eftir Claude Debussy, Dmitríj Shostakovitsj og Ludwig van Beethoven.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Berent Karl Hafsteinsson lenti í mótorhjólaslysi fyrir næstum þrjátíu árum, þá rétt um tvítugt, og þar með breyttist líf hans á einu andartaki. Það brotnuðu 47 af 206 beinum í líkama hans og honum var haldið sofandi í þrjár vikur á gjörgæslu. En þrátt fyrir þessi alvarlegu meiðsli og eftirmála sem hann er að glíma við enn þann dag í dag þá missti hann ekki móðinn og hefur farið í skóla að tala við krakka sem eru að ljúka grunnskóla um umferðaöryggi, þar sem hann segir sína reynslusögu. Berent kom í þáttinn og sagði sögu sína og frá sínu starfi sem umferðaforvarnarfulltrúi.
Árið 2012 var Raufarhöfn partur af verkefninu Brotthættar byggðir en nú er því verkefni lokið þar og á íbúaþingi 2019 voru samþykktar ályktanir um að halda áfram að gera Raufarhöfn að öflugum bæ. Það á að gera höfnina aðgengilega fyrir ferðamenn og vinna áfram með hugmyndir tengdum heimskautsbaugnum sem aðdráttarafl. Við hringdum í Ingibjörgu Hönnu Sigurðardóttur, formann Hverfisráðs Raufarhafnar í þættinum í dag.
Við fengum í dag að heyra fimmtu hugvekju Steinars Þórs Ólafssonar í röðinni sem hann kallar Kontóristinn. Í þetta sinn velti hann fyrir sér fyrirbærinu hópefli. Hvað er hópefli? Virkar það móralskt umfram þann tíma sem hópeflið varir? Steinar Þór ræddi við Magnús Sigurjón Guðmundsson sem hefur í rúm 10 ár rekið Fúll á móti sem sérhæfir sig í framkvæmd og skipulagningu á starfsdögum, liðsheildarvinnu og hópefli fyrir fyrirtæki og stofnanir.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Njála er mest allra Íslendingasagna og hefur verið lifandi í vitund þjóðarinnar öldum saman. Persónur hennar, Gunnar og Njáll, Hallgerður og Bergþóra, Skarphéðinn, Kári , Flosi og Hildigunnur, svo aðeins fáeinar séu nefndar, hafa verið nákomnar lesendum eins og kunningjar á vettvangi samtíðarinnar. Fólk hefur lesið söguna, hugleitt hana, deilt um hana, skáldin ort út af henni og fræðimenn hafa velt fyrir sér eðli sögunnar og getið sér til um hver hafi samið hana. Á þess konar umhugsun um Njálu verður aldrei þurrð.
Einar Ólafur Sveinsson prófessor var helsti sérfræðingur þjóðarinnar í Njálu á sinni tíð. Hann skrifaði rit og ritgerðir um söguna og gaf hana út í röðinni Íslensk fornrit. Kunnastur almenningi var hann fyrir flutning sögunnar í útvarp. Einar Ólafur las Njálu þrisvar sinnum í heilu lagi. Síðasti lesturinn er varðveittur í safni útvarpsins og það er hann sem er fluttur að þessu sinni.
Flutt í tilefni af gjöf afkomenda Einars Ólafs Sveinssona rtil Ríkisútvarpsins á öllu efni sem hann hljóðritaði.
Einar Ólafur Sveinsson les.
Gjöf afkomenda Einars Ólafs Sveinssonar prófessors til Ríkisútvarpsins á öllu efni sem hann hljóðritaði.
(Hljóðritun frá 1972).
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við HÍ: Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum, eru þær upphafningar sumra á kostnað annarra?
Ársæll Markússon, frumkvöðull og kartöflubóndi í Þykkvabæ. Ársæll þróar meðal annars kol úr sauðataði og sinnir fjölbreyttum og forvitnilegum störfum.
Oddný Þorbergsdóttir skálavörður í Hrafntinnuskeri: mikill snjór er á svæðinu og göngufólk hefur lent í vandræðum, spjallað við Oddný um staðinn, starfið og áskoranir sumarsins.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Við rýnum í Kötlu, nýja sjónvarpsþætti Baltasars Kormáks og Netflix. Júlía Margrét Einarsdóttir sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar spændi í gegnum þættina átta um helgina eins og svo margir aðrir, og hún segir okkur hvað henni finnst.
Við heimsækjum grasrótargalleríið Kaktus á Akureyri þar sem norðlenskir listamenn rækta andann.
Og tónlistarmaðurinn Holy Hrafn sest um borð í Lestina og segir frá nýrri plötu sem hann gaf út á dögunum, S.S. Tussunæs.
En við byrjum á heimildarmyndum. Ingibjörg Halldórsdóttir frá heimildarmyndahátíðinni Icedocs sem hefst á morgun á Akranesi, og stendur yfir fram á sunnudagskvöld, mætir og segir okkur frá því helsta á hátíðinni í ár.
Næturútvarp Rásar 1.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Jaðarlistahátíðin Reykjavík Fringe festival verður haldin í byrjun júlí. Er þetta í fjórða sinn sem hátíðin er haldin. Á hátíðinni kennir ýmissa grasa. Verkin eru innlend og erlend og spanna allt frá myndlistarsýningum, uppistandi, dansverkum og leikhúsi yfir í drag, kabarett, sirkús, hjólaskautapartý og gerð götulistaverks. Við hringdum í Nönnu Gunnars, hátíðarstjóra.
Michele Ballarin þekkjum við sem konuna sem keypti þrotabú WOW-air og vildi endurreisa. Lítið hefur þó gerst í þeim málum en í staðinn fjölgar fregnum af óvenjulegum viðskiptaháttum. Nú er svo komið að Ballarin neitar að greiða fjörutíu milljón króna reikning sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vetur að hún ætti að greiða, eins og fram kom í kvöldfréttum RÚV í gær. Við fengum til okkar fréttamanninn Ingólf Bjarna Sigfússon til að útskýra nánar fyrir okkur hvað snýr eiginlega upp og hvað snýr niður í þessu máli.
Í fréttum um helgina kom fram að afkomendur bænda á jörðinni Ísólfsskála austan Grindavíkur harma það að missa líklega jörðina undir hraun. En það eru fleiri uggandi yfir afdrifum jarðarinnar en eigendurnir. Fornleifafræðingar frá Minjastofnun hafa unnið baki brotnu við að kortleggja minjar á gossvæðinu öllu og þeirra helsta áhyggjuefni hefur einmitt verið jörðin Ísólfsskáli. Við fengum til okkar fornleifafræðinginn Oddgeir Isaksen frá Minjastofnun til að segja okkur frá störfum þeirra á svæðinu og hvaða minjar eru líklega í hættu.
Verkefnið Betri borg fyrir börn í Reykjavík fékk á dögunum 140 milljónir króna fjárveitingu frá borginni. Þetta er meðal fimm tillagna stýrihóps sem falið var að skoða hvernig bæta mætti stoðþjónustu við börn og unglinga með sérstakar þjónustuþarfir og verður fjárhæðinni varið til að vinna með þessum hópi vegna áhrifa Covid-19 heimsfaraldurs. Áætlað er að fjárveitingin dugi til að veita allt að 650 börnum þjónustu á 12 mánaða tímabili. Við fengum þau Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann velferðarráðs og Skúla Helgason, formann skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar til að segja okkur nánar frá þessu.
Og eins og annan hvern þriðjudag fengum við til okkar tæknisnillinginn Guðmund Jóhannsson í tæknihornið í lok þáttar.
Tónlist:
Jón Ólafsson - Frétt númer þrjú
Eyjólfur Kristjánsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson - Álfheiður Björk
Bubbi Morthens - Ennþá er tími
Holly Humberstone - The walls are way too thin
Vök - Lost in the weekend
Shania Twain - Man, I feel like a woman
Billy Joel - Only the good die young
Coldplay - Higher power
Sycamore tree - Heart melodies
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin í góðu stuði á þessum þriðjudegi. Doddi í fríi og Atli á vaktinni.
Lagalisti:
Kiryama Family - Pleasant ship
Matt Berninger - One more second
Tær - Geng
Flott - Mér er drull
Emmsjé Gauti & Helgi Sæmundur - Tossi
Daft Punk - Get lucky
Birnir - Spurningar
Herbert Guðmundsson - Hollywood
Moses Hightower - Lífsgleði
Hjaltalín - Love from 99
Bræðrabandalagið - Sólarsamba
Stjórnin - Hleypum gleðinni inn
Friðrik Dór - Hvílíkur dagur
KK - Besti vinur
Hipsumhaps - Á hnjánum
The Source ft. Candy Staton - You got the love
Micheal Sembello - Maniac
Kings of convenience - Rocky trail
Flowers - Glugginn
Bubbi - Á horni hamingjunnar
Biig Piig - Feels right
Japanese Breakfast - Be Sweet
Madonna - Vogue
Tina Turner - Steamy windows
Post Malone - Sunflower
Skoffín - Sætar stelpur
Manic Street Preachers - Orwellian
Jón Jónsson - Dýrka mest
Tómas R. - Ávarp undan sænginni ft. Ragnhildur Gísla
Maneskin - Zitti e buoni
Síðan skein sól - Halló, ég elska þig
Benni Hemm Hemm - 3000
Dua Lipa - Physical
Red Riot - One more dance ft. David44
A-Ha - Take on me
Chic - Good times
Ash - Girl from Mars
Hipsumhaps - Þjást
Valgeir Guðjóns - Þjóðvegur númer eitt
Semisonic - Closing time
Muse - Feeling good
Fleetwood Mac - Everywhere
Creedence Clearwater Revival - Looking out my back door
Helgi Björns - Ekki ýkja flókið
Bruno Mars - 24k Magic
Robyn - Dancing on my own
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja biðst afsökunar á þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð í Namibíu, en fullyrðir að engin refsiverð brot hafi verið framin af hálfu fyrirtækja Samherja, ef undan er skilinn háttsemi fyrrverandi framkvæmdastjóri þar.
Hugmyndin um að banna leigu á rafskútum á föstudags- og laugardagskvöldum er áhugaverð, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þar með minnki líkur á ölvunarakstri.
Móðir tíu ára drengs með tal- og lestrarerfiðleika segir að flókið endurgreiðslu-, greiningar- og beiðnakerfi í málaflokknum gangi alls ekki upp. Tveggja ára biðtími í talþjálfun gufaði upp vegna þess að beiðni frá lækni má aðeins vera ársgömul.
Bólusett er í Laugardalshöll í dag með bóluefni Janssen. Bólusetning gekk vel í morgun og nú geta allir þeir sem eru fæddir 2002 og fyrr og eru óbólusettir fengið bólusetningu í höllinni.
Forseti Filippseyja hótar þeim fangelsisvist sem neita að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Faraldurinn hefur dregið yfir 23 þúsund landsmanna til dauða.
Kalt er á fjöllum og stór hluti Sprengisandsleiðar ófær. Kjalvegur er fær fjallabílum og verður fólksbílafær næstu daga.
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á toppinn í úrvalsdeild kvenna í fótbolta eftir stórsigur á Selfossi í gærkvöldi. Selfoss var á toppnum fyrir umferðina.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Góð stemning í Popplandi dagsins, alls konar tónlist úr ýmsum áttum. Spilum ný lög og gömul og hlustum á plötu vikunnar, Lög síns tíma með Hipsumhaps. Plata dagsins á sínum stað en það er 50 ára gamla meistaraverk Joni Mitchell, Blue.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir
Lagalisti:
Hvar er draumurinn? - Sálin hans Jóns míns
Hvílíkur dagur - Friðrik Dór
Watermelon Sugar - Harry Styles
Hleypum gleðinni inn - Stjórnin
Heró - Follow me
Look Alive - Black pistol fire
We are the people - Bono, The Edge og Martin Garrix
The walls are way too thin - Holly Humberstone
Gimme Love - Led by a lion
Göngum í takt - Hreimur, Magni og Embla
Don't think about it - Pretty purple
Stargazing - Neighbourhood
Lífsgleði - Moses Hightower
Skinny - Kaleo
Lost cause - Billie Eilish
Martröð - Hipsumhaps
Better together - Jack Johnson
Væntumþykjast - Torfi Tómasson
Oh Yeah - Foxy Brown
Kappróður - Sigurður Guðmundsson
Geimfarar - Huginn
Unfinished Sympathy - Massive attack
Heart melodies - Sycamore tree
Autopilot - Vök
Carey - Joni Mitchell
A Case of you - Joni Mitchell
Aprikósur - Ari Árelíus
Tossi - Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur
Teenage dirtbag - Wheatus
Waterfalls - Death cab for cutie
River deep mountain high - Tina Turner
Willow - Taylor Swift
Mér er drull - Flott
Dansa og bánsa - Inspector spacetime
Sun hits the sky - Supergrass
Heartbeat - Matthildur
Vor - Kristján I
Sunnyroad - Emilíana Torrini
In my place - Coldplay
Barcelona - Hákon
Holiday - Valborg Ólafs
Bleikja - Hipsumhaps
2002 - Anne-Marie
Stjörnurnar - Herra Hnetusmjör
Kiss me more - Doja Cat
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
í dag hefur verið bólusett af miklum krafti bæði í Laugardalshöll og víðar um land. Þessi vika telst stór Janssen og Pfizer í aðalhlutverkum og svo er risastór vika í næstu viku þegar Aztra Zenica fer í sprauturnar. En hvað á fólk að gera sem verður ekki heima þegar boðið kemur, margir eru komnir í sumarfrí flestir ætla sér væntanlega að ferðast innanlands en margir hyggja á útlönd. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarforstjóri hjá heilsugæslunni segir okkur allt um það hvernig fólk á að snúa sér í þeim málum.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur er nýkomin í land eftir siglingu með Seiglunum hvar hún kom á land á ísafirði og fór í land í Eyjafirði. Við heyrum í Elínu Björk um þessa upplifun. Seiglurnar eru hópur kvenna sem siglir á skútu umhverfis Ísland sumarið 2021 í þeim tilgangi að beina athygli að hafinu og þeirri margþættu umhverfisvá sem að því steðjar.
Andri Freyr er líka á ferðinni um landið en hann flaug austur á firði í morgun og við munum heyra frá honum þaðan. Hann heimsótti Silfurbergsnámuna á Helgustöðum á Eskifirði og ræddi við Kristján Leósson og hann heyrði líka af tónlistar - og viðburðardagskrá í Fjarðarbyggðar þegar hann tók Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar tali.
Við ræðum líka við refasérfræðinginn Esther RutUnnsteinsdóttir sem er stödd á Hornströndum að rannssaka sambúð refa og manna.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Viðskipti við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki drógust saman um 307 milljarða króna í fyrra miðað við árið áður. Samdrátturinn nam 58 prósentum.
Lokun Suðurstrandarvegar vegna eldgossins á Reykjanesskaga reynir fyrst og fremst á samgönguyfirvöld í landinu, segir bæjarstjórinn í Ölfusi. Huga þarf að uppbyggingu Þrengslavegar til að tryggja þungaflutninga.
Tíu læknanemar, sem starfa í sumarafleysingum á bráðamóttöku Landspítala, lýsa þungum áhyggjum af undirmönnun sérfræðinga á bráðadeildinni.
Flugfreyjufélag Íslands krefst þess að flugfélagið Play gangi til viðræðna um kjarasamning flugfreyja og flugþjóna. Flugfélaginu hefur verið sent erindi þess efnis.
Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að leyfa 60 þúsund áhorfendum að fylgjast með undanúrslita- og úrslitaleikjum í Evrópukeppninni í fótbolta.
Samhefji biðst afsökunar á því að gerð hafi verið mistök vegna kvótaviðskipta í Namibíu. Engin refsiverð brot hafi verið framin í Namibíu af hálfu fyrirtækja á vegum Samherja. Sá eini sem brotið hafi af sér sé Jóhannes Stefánsson fyrrverandi framkvæmdastjóri. Hann var aðaluppljóstrarinn í Samherjamálinu. Arnar Páll Hauksson segir frá.
Ólympíuleikarnir 2020 hefjast eftir mánuð í Tokyo í Japan, eftir COVID-frestunina í fyrra. Nú verða þeir haldnir hvað sem tautar og raular. Það er enda ótrúlega flókið og dýrt að fresta risa viðburði eins og Ólympíuleikum, þó ekkert annað hafi verið í stöðunni í fyrra. Ragnhildur Thorlacius segir frá og talar við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson.
Delta afbrigði Covid er á góðri leið með að orsaka þriðju Covid-bylgjuna í Bretlandi. Það er þakkað bólusetningu að dauðsföllum þar af völdum Covid hefur ekki fjölgað að sama marki, alla vega ekki enn sem komið er. Bretland er ekki eina Evrópulandið þar sem delta afbrigðið hefur farið á flug, en ekki einhlítt að eina ástæðan fyrir fjölgun tilfella í Bretlandi sé delta afbrigðinu að kenna. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Það er svo sannarlega ekki súld hjá tónlistarfólkinu þessa dagana en GÓSS og Albatross fagna sumar og sól í sínum nýjustu lögum. Önnur sem eru með nýtt efni í Undiröldu kvöldsins eru Ólafur Kram, Króli og Rakel Björk, Ásta, Oscar Leone, Eygló og Húmbúkk.
Lagalistinn
Góss - Sumar og sól
Albatross - Ég sé sólina
Ólafur Kram - Ó mæ god ég elska þig
Króli og Rakel Björk - Smellum saman
Ásta - Melabúðin
Oscar Leone - Sjaldan er ein báran stök
EYGLÓ - Speglar
Húmbúkk - Stælar
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Að venju er stemming á Kvöldvaktinni og nóg af nýrri tónlist til að hlusta á meðal annars frá; Tómas R og Röggu Gísla, Lorde, Súpersport, Heró, Aldous Harding, King Gizzard and The Lizard Wizard og mörgum fleirum.
Lagalistinn
Tómas R og Ragga Gísla - Ávarp undan sænginni
Santana - Oye Como Va
Sofi Tukker, Amadou & Mariam - Mon Cheri
Inspector Spacetime - Dansa og bánsa
Lorde - Solar Power
Easy Life - Have a Great Day
Streets - Dry Your Eyes
Pa Salieu, slowthai - Glidin
Snoop Doggy Dogg - Murder Was the Case
Hipsumhaps - Á hnjánum
Honne - What Would You Do
Heró - Follow Me
Dry Cleaning - Strong Feelings
Supersport - Hring eftir hring
Girl Ray - Give Me Your Love
Human League - Things That Dreams Are Made Of
Nouvelle Vague - Love WIll Tear Us Apart
Offbeat - Hver ert þú?
Jorja Smith - Bussdown
Shaggy - Boombastic
Daníel Óliver - Feels Like Home
Hot Chip - Flutes (Sasha Remix)
Doddi ft Íris Ey - Alive
Rolling Stones - You Cant Always Get What You Want (Soulwax)
Chvrches ft Robert Smith - How Not To Drown
Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur - Tossi
Freak Power - My Heart Sings
UNKLE - If We Dont Make It
Taylor Swift - Cardigan
Jose Gonzales - Head On
Aldous Harding - Old Peel
Neighbourhood - Stargazing
Smiths - Barbarism Begins at Home
King Gizzard & the Lizard Wizard - Catching Smoke
Public Service Broadcasting - People Lets Dance
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Sigurður Guðmundsson ? Siggi Hjálmur, var að senda frá sér plötu sem heitir Kappróður. Hún er fyrsta sólóplatan hans með eigin lögum og hann er gestur Rokklands í dag í seinni hlutanum eftir 5. og við heyrum nokkur lög af plötunni.
Noel Gallagher, eldri Oasis bróðirinn var að senda frá sér BEST OF plötu sem fór beint á toppinn á breska vinsældalistanum þegar hún kom út ? þetta er ss. Noel Gallagher?s High Flying Birds, og platan heitir Back The Way We Came: Vol 1 (2011-2021). Noel fór með hljómsveitinni sinni í hljóðverið sitt í London fyrir skemmstu, Lone Star Studios, og tók upp nokkur lög LÆV fyrir Ríkisútvörpin í Evrópu, EBU, og þar er Rás 2 á meðal, og við fáum að heyra þessar upptökur í þættinum. Svo heyrum við líka nýja músík frá Lucy Dacus, Láru Rúnars, Árstíðum, Lights on the Highway og Bubba.