18:00
Spegillinn
Samherji biðst afsökunar
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Viðskipti við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki drógust saman um 307 milljarða króna í fyrra miðað við árið áður. Samdrátturinn nam 58 prósentum.

Lokun Suðurstrandarvegar vegna eldgossins á Reykjanesskaga reynir fyrst og fremst á samgönguyfirvöld í landinu, segir bæjarstjórinn í Ölfusi. Huga þarf að uppbyggingu Þrengslavegar til að tryggja þungaflutninga.

Tíu læknanemar, sem starfa í sumarafleysingum á bráðamóttöku Landspítala, lýsa þungum áhyggjum af undirmönnun sérfræðinga á bráðadeildinni.

Flugfreyjufélag Íslands krefst þess að flugfélagið Play gangi til viðræðna um kjarasamning flugfreyja og flugþjóna. Flugfélaginu hefur verið sent erindi þess efnis.

Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að leyfa 60 þúsund áhorfendum að fylgjast með undanúrslita- og úrslitaleikjum í Evrópukeppninni í fótbolta.

Samhefji biðst afsökunar á því að gerð hafi verið mistök vegna kvótaviðskipta í Namibíu. Engin refsiverð brot hafi verið framin í Namibíu af hálfu fyrirtækja á vegum Samherja. Sá eini sem brotið hafi af sér sé Jóhannes Stefánsson fyrrverandi framkvæmdastjóri. Hann var aðaluppljóstrarinn í Samherjamálinu. Arnar Páll Hauksson segir frá.

Ólympíuleikarnir 2020 hefjast eftir mánuð í Tokyo í Japan, eftir COVID-frestunina í fyrra. Nú verða þeir haldnir hvað sem tautar og raular. Það er enda ótrúlega flókið og dýrt að fresta risa viðburði eins og Ólympíuleikum, þó ekkert annað hafi verið í stöðunni í fyrra. Ragnhildur Thorlacius segir frá og talar við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson.

Delta afbrigði Covid er á góðri leið með að orsaka þriðju Covid-bylgjuna í Bretlandi. Það er þakkað bólusetningu að dauðsföllum þar af völdum Covid hefur ekki fjölgað að sama marki, alla vega ekki enn sem komið er. Bretland er ekki eina Evrópulandið þar sem delta afbrigðið hefur farið á flug, en ekki einhlítt að eina ástæðan fyrir fjölgun tilfella í Bretlandi sé delta afbrigðinu að kenna. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,