06:50
Morgunútvarpið
20. des. - Hreyfiþjálfun, kynjakvótar, jólagarður, fréttir og hégómi
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari hlaut á dögunum hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra fyrir sérverkefni sem tengist leikskólastarfi og hreyfiþjálfun barna. Hulda gerði sér ferð á Ásbrú í Reykjanesbæ og hitti Ástu Katrínu í vinnunni ásamt Þóru Sigrúnu Hjaltadóttur leikskólastjóra.

Fjöldi forystukvenna í íslensku atvinnulífi vill láta setja kynja­kvóta­lög á fram­kvæmda­stjórn­ir fyr­ir­tækja á Íslandi. Þær telja að ekki hafi orðið smitáhrif við lög um kynjakvóta á stjórnir sem sett voru fyrir tæpum áratug. Þetta er meðal niðurstaðna könn­un­ar sem Ásta Dís Óla­dótt­ir, lektor við Viðskipta­fræðideild Há­skóla Íslands, gerði ásamt Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni og Þóru H. Christiansen og birtist í tímaritinu Stjórn­mál og stjórn­sýsla. Ásta Dís ræddi málið við okkur.

Á skilti fyrir framan innganginn er talið niður til jóla, inni ómar jólatónlist, það er jólailmur í lofti, jólavarningur fyllir hillurnar og í einu horninu situr Grýla í helli sínum og fylgist vandlega með öllu sem þarna gerist. Þetta er Jólagarðurinn á Akureyri. Gígja Hólmgeirsdóttir skrapp í heimsókn og spjallaði um starfsemina við fótafúinn heimamann, sem nýlega kom til byggða.

Við ræddum fréttir vikunnar og gestir okkar að þessu sinni voru þau Birta Björnsdóttir fréttamaður og Halldór Baldursson teiknari.

Við lokuðum svo vikunni með léttu spjalli um helstu tíðindi úr höfuðstöðvum hégómans, Hollywoodhreppi og nágrenni, með Frey Gígju Gunnarssyni.

Tónlist:

Baggalútur - Afsakið þetta smáræði.

Coldplay - Have yourself a merry little christmas.

John Mayer - Carry me away.

Haim - Hallelujah.

Ellý Vilhjálms - Jólin alls staðar.

Willie Nelson - Pretty paper.

Bruce Springsteen - Santa Claus is coming to town.

Var aðgengilegt til 19. desember 2020.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,