12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 20. desember 2019
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Íbúar margra í búða í fjölbýlishúsi í Reykjavík urðu að flýja heimili sitt, þegar eldur kviknaði á neðstu hæð blokkarinnar. Allr íbúðirnar fylltust af reyk. Enginn meiddist.

Saksóknari fór í morgun fram á sex ára fangelsi yfir tveimur rúmenskum bræðrum fyrir stórfellt kókaínsmygl.

Dómsmálaráðherra hefur í fyrsta sinn virkjað rannsóknarnefnd almannavarna vegna veðursins í síðustu viku.

Þjóðvegur eitt í Ljósavatnsskarði er enn lokaður en stórt snjóflóð féll þar í gærkvöld. Ekki er búist við að verði búið að ryðja í gegn fyrr en síðdegis. Enn er töluverð snjóflóðahætta

Eitt af möstrum Fljótsdalslínu fjögur, til álversins á Reyðarfirði, er meira skemmt en talið var. Viðgerð lýkur í kvöld ef veður leyfir. Sérstök ísingarvakt verður á Fljótsdalslínu þrjú á meðan, án hennar yrði kerskáli álversins rafmagnslaus.

100 dauð hross hafa fundist eftir óveðrið sem gekk yfir landið. Enn er leitað fleiri hrossa.

Gulli fyrir milljónir var stolið af gullsmíðaverksmiðju í miðbænum í morgun.

Búist er við því að neðri málstofa breska þingsins samþykki samning ríkisstjórnar Boris Johnsons um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í dag. Þó svo að Íhaldsflokkurinn hafi vænan meirihluta hafa sumir áhyggjur af því að breska konungsveldið liðist í sundur.

Æðstiklerkur síta í Írak krefst þess að boðað verði til þingkosninga. Það sé eina leiðin til að leysa úr pólitísku þrátefli í landinu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,