06:50
Morgunvaktin
Um Julius Schopka, þýska flotann og Íslandsárin.
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Árið 1920 settist Þjóðverjinn Julius Schopka að á Íslandi, þá 24 ára. Reynsla hans og bakgrunnur var öðru vísi en þeirra sem fyrir bjuggu í landinu; hann hafði verið kafbátahermaður í þýska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni. Illugi Jökulsson hefur ritað bók um Julius, Úr undirdjúpunum til Íslands, og rekur í henni ævi hans auk þess að fjalla ítarlega um flota Þjóðverja og umsvif og átök í stríðinu. Illugi sagði frá á Morgunvaktinni.

Sú var tíðin að ekki var flogið til og frá landinu á jóladag en það hefur breyst. Níu vélar eru í förum á jóladag í ár, líkt og Kristján Sigurjónsson, fór yfir í ferðaspjalli dagsins. Hann ræddi líka um vinsældir Íslands sem áfangastaðar um jól og áramót og rýndi í flugáætlun nýs árs.

Jólahald var öðru vísi um og upp úr miðri síðustu öld en í dag. Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, rifjaði upp æskujólin á Selfossi. Þá saumuðu mæðurnar jólafötin á börnin ásamt því að þrífa hátt og lágt, baka í stórum stíl og undirbúa hátíðarmatinn.

Tónlist:

I told Santa Claus to bring me you - Bernie Cummins,

Snæfinnur Snjókarl - Guðmundur Jónsson,

Meiri snjó - Guðrún Á. Símonar,

Jólainnkaupin - Guðmundur Jónsson,

Hátíð í bæ - Guðrún Á. Símonar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,