18:00
Spegillinn
Brotalamir í vörnum banka, bruni í Grímsnesi og friðarganga
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Treysta þarf varnir bankanna gegn peningaþvætti, segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Brotalamir í vörnunum séu þó ekki mjög alvarlegar. Tryggvi Aðalsteinsson ræðir við hana.

Ekkert bendir til þess að kveikt hafi verið í húsi sem brann til kaldra kola í Grímsnesi í gærkvöldi af ásetningi segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi á Suðurlandi Umráðamaður hússins var handtekinn á staðnum í gær en sleppt í dag. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Elís.

Vetrarælupest og öndunarfærasýkingar hrella margan þessa dagana; miklu fleiri leita til heilsugæslunnar um þetta leyti en á sumrin segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Kristín Sigurðardóttir ræddi við Óskar. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir tók saman.

Tæplega 100 fjölskyldur á Norðurlandi hafa þegið matar- og fjárhagsaðstoð fyrir jólin frá facebookhópnum Matargjöfum Akureyrar og nágrennis. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Sigrúnu Ósk Jakobsdóttur og Sigrúnu Steinarsdóttur sem halda úti hópnum.

Boeing flugvélasmiðjurnar bandarísku tilkynntu í dag að Dennis Muilenburg forstjóri hefði látið af störfum. David Calhoun, stjórnarformaður fyrirtækisins, verður eftirmaður hans á forstjórastóli.

Á Þorláksmessu taka ýmsir frá stund til að fara í Friðargöngu.Eygló Jónsdóttir er einn skipuleggjenda göngunnar í Reykjavík sem samstarfshópur friðarhreyfinga stendur að og hún hefur mætt þar áratugum saman og ætlar að ganga aftur að ári.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir

Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson

Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,