20:35
Mannlegi þátturinn
Þorleifur Örn föstudagsgestur og pizzuspjall
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikstjóri sem hefur verið að gera það mjög gott undanfarin ár, ekki bara hér á Íslandi heldur líka erlendis, sérstaklega í Þýskalandi og Austurríki. Sýningar hans hafa vakið mikla athygli og fengið virkilega góða dóma og var hann til dæmis útnefndur leikhúsleikstjóri ársins í Þýskalandi í fyrra. Meðal sýninga sem hann hefur leikstýrt eru Englar alheimsins, Guð blessi Ísland, Njála, Edda, Ódysseifskviða Hómers og fleiri. Hann var ráðinn listrænn stjórnandi hjá Volksbuhne í Berlín frá og með síðasta hausti. Þetta er auðvitað Þorleifur Örn Arnarsson. Við spjölluðum við hann um lífið, listina og tilveruna og ferðuðumst með honum í gegnum lífið til dagsins í dag.

Það var pizzu þema í matarspjalli dagsins. Við fengum góða gesti, þau Hauk Má Gestsson, sem var að gefa út bókina Ég elska þig pizza ásamt Brynjari Guðjónssyni, og Bryndísi Björgvinsdóttur sem ritstýrði bókinni og við spjölluðum um pizzur frá öllum hliðum.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,