10:15
Súrinn
1. þáttur: Súrdeigsmóðirin
Súrinn

Í þúsundir ára hefur mannfólkið bakað ilmandi súrdeigsbrauð í samstarfi við örverur súrdeigsins. En súrdeigsbakstur á Íslandi nær þó varla svo langt aftur? Hver ætli sé elsti súr á Íslandi og hvar er hann að finna? Ragnheiður Maísól Sturludóttir leggur af stað í rannsóknarleiðangur til þess að komast að uppruna súrdeigsins á Íslandi. Við nánari skoðun á þessari litlu deigklessu vakna stórar spurningar um mannfólkið og tengsl okkar við heiminn.

Hvað er eiginlega þetta fyrirbæri, súr og súrdeigsmóðir, sem eru á allra vörum? Í fyrsta þætti kemst Ragnheiður Maísól að því að elsta súrdeigsmóðir heims er líklega um 4500 ára. En hver er elsta súrdeigsmóðir Íslands? Sjálf veit Ragnheiður Maísól ekkert um uppruna sinnar eigin súrdeigsmóður. Getur mögulega verið að sú elsta Íslands sé í raun hennar eigin?

Í þættinum er rætt við Sigfús Guðfinnsson, Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur, Steinunni Pálsdóttur, Ólínu Erlendsdóttur og Þórunni Kjartansdóttur.

Lesari: Ragnar Ísleifur Bragason.

Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.

Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
,