12:42
Ilmandi í eldhúsinu
Ilmandi í eldhúsinu

Jólabörnin Guðrún Dís Emilsdóttir og Felix Bergsson eru Ilmandi í eldhúsinu á aðfangadag og fylgja hlustendum eftir hádegið. Þau taka á móti góðum gestum jólakaffi á milli þess sem þau smakka til sósuna, pakka inn síðustu gjöfunum og brúna kartöflurnar í sönnum jólaanda.

Rás 2 - Ilmandi gott útvarp

Guðrún Dís Emilsdóttir og Felix Bergsson taka á móti dásamlegum gestum í eldhúsinu á aðfangadag, ræða jólasiði, spila jólalög, senda jólakveðjur, fá jólakort og já, hræra auðvitað í jólasósunni!

Gestir eru jólabörnin: Hera Björk, Egill Arnar Sigurþórsson í Manilla, Þórhildur Ólafsdóttir í Uganda, Logi Bergmann Eiðsson í Washington DC, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðsson, Einar Þorsteinsson og Milla Magnúsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Hannes Friðbjarnarson

Ekki leyfi fyrir netáhorf eftir útsendingu.
Lengd: 1 klst. 56 mín.
,