20:30
Samfélagið
Örnefni, COP 29, hjúkrunarkennsla og byggingar sem spilla heilsunni
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Í dag ætlum við að pæla aðeins í örnefnum. Hvað þýða þau? Hvað er á bak við þau? Hvað segja þau okkur um samfélagið okkar? Við heimsækjum Emily Lethbridge, rannsóknardósent á Árnastofnun, og ræðum örnefni.

Þessa dagana stendur yfir norræn, fámenn en góðmenn ráðstefna um hjúkrunarkennslu í Háskólanum á Akureyri. Þar er meðal annars verið að fjalla um hermikennslu með fjarstýrðum hátæknidúkkum og tækni sem nýtist hjúkrunarfræðingum, nemum og kennurum í hjúkrunarfræði. Þórhalla Sigurðardóttir, aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri, og Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi hjá kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð skólans, segja okkur frá ráðstefnunni.

Síðan fáum við pistla frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formanni Landverndar. Báðir fjalla þeir um umhverfismál, en á mjög ólíkan hátt. Páll veltir fyrir sér umhverfinu sem við lifum í og áhrifum þess á heilsu okkar. Þorgerður er í Baku í Aserbaídjan á stóru COP-loftslagsráðstefnunni þar sem gestir reyna að halda í vonina um að niðurstöður ráðstefnunnar verði meira en bara orðin tóm.

Tónlist úr þættinum

Young, Lola - Flicker of Light.

O.N.E., - Ute.

Teitur Magnússon - Kamelgult.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 59 mín.
e
Endurflutt.
,