16:05
Síðdegisútvarpið
Spjallgrímur,ferðmenn með nesti og óánægja með þátttöku Sjúkratrygginga Íslands
Síðdegisútvarpið

Síðastliðinn fimmtudag efndu Samtök atvinnulífsins til kosningafundar í Sykursal Grósku þar sem kastljósinu var varpað á framtíðarsýn atvinnulífsins og rýnt í niðurstöður úr oddvitakönnun á vegum samtakanna. Fundurinn var vel sóttur og svöruðu formenn flokka spurningum sem sneru að aðalatriðum atvinnulífsins. En hvað er það helsta sem brennur á atvinnulífinu fyrir komandi kosningar og hvað var það helsta sem kom fram á fundinum. Ísak Einar Rúnarsson forstöðumaður málefnasviðs hjá samtökunum kom til okkar.

Hvað er spjallgrímur ? Og hvernig getur hann gagnast okkur nú í nóvember áður en við göngum til kosninga ? Við komumst að því í þættinum hér á eftir en Haukur Jarl Kristjánsson hannaði Spjallgrím og hann kom í Síðdegisútvarpið.

Tíu ára stúlka sem slasaðist á báðum fót­um, fær ekki styrk vegna kaupa eða leigu á stoð- og hjálp­ar­tækj­um frá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands. Þetta finnst föður stúlkunnar Marteini Ingasyni ekki boðleg þjónusta, hann hafi tök á að bera kostnað af leigu á hjólastól en bendir á að ekki hafi allir efni á því. Marteinn kom til okkar.

Fréttir af hópi ferðamanna sem hertekið hafa veitingastaði með nesti bæði í Staðarskála og á pizzastað á höfuðborgarsvæðinu hafa vakið töluverða athygli að undanförnu og jafvel farið fyrir brjóstið hjá þónokkrum. Við veltum því fyrir okkur hverjar reglurnar varðandi þetta eru, hvað sé hægt að gera og hvort þetta sé algengar en þessi tvö tilfelli. Til að ræða þessi mál kom til okkar Sigmar Vilhjálmsson veitingahúsaeigandi til margra ára.

En við ætlum að byrjuðum á þessu hérna. Á línunni hjá okkur var Jón Aðalsteinn Brynjólfsson náttúrufræðikennari við Lundarskóla, Akureyri. En nú á að skella sér í samstöðugöngu.

Er aðgengilegt til 12. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,