Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Til stendur að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið í síðasta lagi árið 2027. Í sambærilegum atkvæðagreiðslum annars staðar undanfarin ár hefur töluvert verið rætt um erlend afskipti, íhlutun. Hvernig er Ísland í stakk búið til að takast á við slíkt? Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur og Hulda Þórisdóttir stjórnmálafræðiprófessor ræddu það.
Stjórnvöld í Þýskalandi áforma að efla þýska herinn og jafnvel að taka upp herskyldu á nýjan leik. Ástæðan er ógnin í austri; Rússland Pútíns.
Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá þessu eftir Morgunfréttir. Hann sagði okkur líka frá umræðum um jafnréttismál sem fram fóru í íslenska sendiráðinu í Berlín á dögunum.
Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um átak í jarðhitaleit, já, það á að fara um köldu svæðin svokölluðu og finna heitt vatn til að hita hús sem nú eru kynnt með olíu eða rafmagni. Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá Ísor, ræddi við okkur.
Tónlist:
Aretha Franklin - A brand new me.
Aretha Franklin - Day dreaming.
Lale Anderson - Lili Marlene.
Lale Anderson - Südwind - Westwind.
Lale Anderson - Du Bist mein erster Gedanke.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Íslenski danflokkurinn frumsýnir á föstudaginn Hringir Orfeusar og annað slúður, nýtt verk eftir Ernu Ómarsdóttur. Ýmis tungumál eru notuð í verkinu, þar á meðal íslenskt táknmál sem er blandað inn í hreyfingar dansanna. Diljá Sveinsdóttir dansari í dansflokknum, missti heyrnina mjög ung og hefur notað táknmál frá barnsaldri og hún dansar alltaf með heyrnatæki, en hún hefur stundað dans nánast allt sitt líf. Diljá kom í þáttinn og sagði okkur sína sögu og frá sýningunni.
Kváradagurinn er í dag. Kvár eru þau sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar, eða hvorki sem karl né konu. Flest fólk hugsar lítið sem ekkert út í kynvitund sína því hún samræmist því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Það er kallað að vera sískynja. Annað fólk efast eða er fullvisst um að það kyn sem því var úthlutað við fæðingu sé ekki þess rétta kyn. Það er kallað að vera trans. Það trans fólk sem upplifir kyn sitt hvorki sem karl eða konu heldur utan tvíhyggju kynjakerfisins er kallað kynsegin. Ólöf Bjarki Antons stjórnmálafræðingur kom til okkar í dag í tilefni af Kváradeginum.
Ingunn Gubrandsdóttir, jógakennari og heilsuþjálfi, fannst fullt tilefni til að ræða meira um streitu og áhrif hennar og stofnaði hópinn Streitutips á Facebook í því augnamiði að minna fólk á einföld ráð við streitu og hvernig við getum komist hjá henni í amstri dagsins. Hún segir djúpa öndun það allra mikilvægasta þar sem við gleymum hreinlega að anda djúpt í miklum önnum og stressi, en hreyfing og viðvera í náttúrunni og jafnvel með gæludýr draga líka verulega úr áhrifum streitu. Helga Arnardóttir ræddi við Ingunni á dögunum sem við heyrðum á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson)
Töfrar / Silfurtónar (Júlíus Heimir Ólafsson)
Í fjarlægð / Björgvin Halldórsson (Karl O. Runólfsson, texti Cæsar, eða Valdimar Hólm Hallstað)
Puppet on a String / Sandie Shaw (Bill Martin & Phil Coulter)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna harðlega boðaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum og telja að þær feli í sér tvöföldun auðlindagjalds.
Ábending um yfirvofandi árás á Reykjavík barst til ríkislögreglustjóra í fyrra. Upplýsingar um árásina áttu sér rússneskan uppruna og telur yfirmaður hjá ríkislögreglustjóra að mögulega hafi þeim verið ætlað að veikja tiltrú almennings á öryggisviðbrögðum hér á landi.
Háttsettir ráðamenn Bandaríkjanna eru gagnrýndir harðlega fyrir að bæta óvart blaðamanni í hópspjall þar sem rætt var um árásir Bandaríkjahers á Jemen. Þjóðaröryggi Bandaríkjanna er í höndum amlóða, segir þingmaður demókrata.
Grásleppubátur var sviptur veiðileyfi eftir að hafa veitt langt umfram það aflamark sem hann fékk úthlutað. Aflamarkið var átta tonn en báturinn hafði landað tuttugu og fimm tonnum þegar hann var stöðvaður.
Ísraelskt landtökufólk sat um heimili palestínsks Óskarsverðlaunahafa og réðst á hann, segja Samtök gyðinga gegn ofbeldi; Ísraelsher hafi síðan tekið hann fastan.
Verðbólga er á niðurleið en atvinnuleysi eykst milli ára, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Hagvöxtur eykst á nýjan leik eftir dýfu á síðasta ári.
Söngskóla Sigurðar Dementz verður að óbreyttu lokað á næsta ári, segir skólastjórinn. Hann segir saumað að listaskólum sem búi við erfiðan fjárhag.
Starfandi rektor Kvikmyndaskóla Íslands vonast eftir því að fá svör frá stjórnvöldum um framtíð skólans í dag. Skólinn er gjaldþrota en starfsemi heldur áfram . Háskólaráðherra segir að hún þurfi að breytast til að ráðuneytið taki við skólanum.
Í fyrsta sinn er strætisvagn á götum Grímseyjar, en honum var siglt út í eyju í vikunni.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Hluti íbúa Flóahrepps á Suðurlandi er ósáttur við að tæplega 100 ára samkomuhús í sveitinni hafi verið selt til Vegagerðarinnar. Þeir telja ljóst að rífa eigi samkomuhúsið til að rýma fyrir breikkun á Þjóðvegi 1.
Húsið heitir Þingborg og stendur tæpa 10 kílómetra austan við Selfoss ofan í Þjóðvegi 1.
Prjónaverslun hefur verið rekin í húsinu í 35 ár og eru meðal annars seldar þar ullarvörur frá um 100 einstaklingum hér á landi.
Stofnaður hefur verið sérstakur Facebook-hópur til að berjast gegn því að húsið verði rifið.
Rætt er við íbúa í sveitarfélaginu um málið sem og við sveitarstjórann sem svarar spurningum um söluna og framkvæmdirnar við veginn.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í dag umvefjum við okkur lífríki Breiðafjarðar. Í síðustu viku kíkti Samfélagið í heimsókn á Snæfellsnes og kom við á náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi, sem sinnir vöktunum og rannsóknum á lífríkinu í Breiðafirði og víðar á Vesturlandi. Við ræðum við Róbert Stefánsson, forstöðumann náttúrustofu Vesturlands, meðal annars um haferni, háhyrninga, og ágengar tegundir í íslenskri náttúru.
Og síðan heyrum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins í seinni hluta þáttar.
Tónlist úr þættinum:
Laura Marling - I Was an Eagle.
JAPANESE BREAKFAST - Be Sweet.
boygenius - True Blue.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þegar Hekla Magnúsdóttir komst í tæri við sitt fyrsta þeremín voru örlög hennar ráðin, enda hefur hún varla sleppt hendinni af hljóðfærinu, ef svo má segja, því leikið er á þeremín án snertingar. Það sem heillaði hana við þeremínið, þetta fyrsta rafhljóðfæri sögunnar, er að hljómur þess er svo brothættur og mannlegri fyrir vikið.
Lagalisti:
Óútgefið - Í rökkri
Sprungur - Tvö þrjú slit
Á - Heyr himna smiður
Sprungur - Tvö þrjú slit
Xiuxiuejar - The Hole
Xiuxiuejar - Ris og rof
Xiuxiuejar - Silfurrofinn
Turnar - Ókyrrð
Turnar - Var
Turnar - Gráminn
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Aftur er lesið út æviminningum Hagalíns og í þetta sinn úr þeim köflum bókarinnar frá bernskuárum hans er fjalla um dýrin á bænum og dýrin í náttúrunni á Vestfjörðum. Frásagnarsnilld Hagalíns nýtur sín einkar vel í þessum skemmtilegu, litríku og fallegu frásögnum.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Helena Margrét Jónsdóttir hlaut á dögunum Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir málverk sem, samkvæmt dómnefnd, þykja vönduð og kyrrlát en á sama tíma með nýstárlegan undirtón sem virkjar ímyndunaraflið og færir áhorfandann inn í draumkenndan hugarheim. Við hittum Helenu Margréti á vinnustofu hennar í þætti dagsins og ræðum við hana meðal annars um pensla, köngulær og afmarkaða vinnudaga.
Í þættinum rýnir Soffía Auður Birgisdóttir í skáldsöguna Speglahúsið eftir Benný Sif Ísleifsdóttur og Trausti Ólafsson segir frá upplifun sinni af óperunni Brím í Tjarnabíói.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við hittum Rakel Mjöll Leifsdóttur, söngkonuna í hljómsveitinni Dream Wife. Hljómsveitin hefur aðsetur í London, og þó þau hafi spilað á tónleikum á Íslandi er loksins komið að því að þau haldi sína eigin. Á fimmtudaginn taka Dream Wife yfir sviðið í Iðnó og að því tilefni mælti Una Schram sér mót við Rakel Mjöll.
Við flettum aftur í bókinni Þessir djöfulsins karlar, sænskri bók eftir Andrev Walden, sem Þórdís Gísladóttir þýddi og kom út síðasta haust.
Fréttir
Fréttir
Atvinnuvegaráðherra kynnti í dag hækkun veiðigjalds á Alþingi í dag. Gjaldinu er ætlað að endurspegla betur raunverulegt aflaverðmæti. Áformin fengu misjafna dóma á þingi.
Matvælastofnun telur að Kaldvík hafi mögulega brotið lög um velferð dýra með því að sleppa seiðum í allt of kaldan sjó í nóvember og desember. Yfir 700 þúsund seiði drápust. MAST kærði fyrirtækið til lögreglu í dag.
Samgönguráðherra segir að áfram verði flogið til Ísafjarðar. Flugið verði boðið út og óvíst sé hver kostnaðurinn af því verði fyrir ríkið.
Starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands vinnur launalaust til að geta útskrifað nemendur í vor. Skólinn er gjaldþrota en unnið er að því að færa málefni hans milli ráðuneyta og tryggja áframhaldandi rekstur.
krafist verður áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir sjö fjölmiðlamönnum sem handteknir hafa verið í mótmælum í Tyrklandi. Sameinuðu þjóðirnar lýsa yfir áhyggjum af fjöldahandtökum í tengslum við mótmælin.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
SFS er harðort í garð stjórnvalda eftir að frumvarp um hækkun veiðigjalds var kynnt á blaðamannafundi í dag. Skortur á samráði, segir framkvæmdastjóri SFS.
Í þættinum verður líka fjallað um sívaxandi óánægju og reiði Serba í garð stjórnvalda og æ fjölmennari mótmæli í helstu borgum Serbíu undanfarna mánuði.
Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þetta er sagan af börnunum á Titanic, eða kannski frekar sögurnar, því það voru yfir hundrað börn um borð í þessu heimsfræga skipi sem átti ekki að geta sokkið - en gerði það samt. Fyrri þáttur af tveimur.
Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Athugið að efni þáttarins gæti vakið óhug og því er mælt með að foreldrar hlusti með börnum sínum.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.
Haustið 1962 réðist bandaríski hljómsveitarstjórinn William Strickland til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í þættinum verða leikin tvö verk frá tónleikum hljómsveitarinnar frá 8 nóvember það ár, Carnaval Romain op. 9 eftir Hector Berlioz og Moldau úr tónaljóðinu Föðurland mitt eftir Bedrich Smetana. Í lok þáttarins verður leikin Sinfónía op. 16 eftir bandaríska tónskáldið Henry Covell, sem hann kallaði Íslands sinfónía og tileiknaði hljómsveitarstjóranum William Strickland og í minningu landkönnuðarins Vilhjálms Stefánssonar.
Eftir þáttinn verður flutt hljóðritun af verkinu Pétur og Úlfurinn eftir Sergei Prokofieff, hljóðritað af Sinfóníuhljómsveit Íslands 1960 og gefið út á hljómplötu af hljómsveitinni það ár. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin leikur inn á hljómplötu. Sögumaður er Helga Valtýsdóttir en stjórnandi hljómsveitarinnar Dr. Válav Smetácek. Benda má á að þetta verk hafði gengið um hríð á sviði Þjóðleikhússins ásamt ævintýrinu um Dimmalimm á barnasýningum undir stjórn Victors Urbancic og var Lárus Pálsson sögumaður. Einnig má nefnda að aðldansrar í Dimmalimm var kónssonurinn dansaður af Helga Tómassyni og Guðný Freysteinsdóttir dansaði Svaninn.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í dag umvefjum við okkur lífríki Breiðafjarðar. Í síðustu viku kíkti Samfélagið í heimsókn á Snæfellsnes og kom við á náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi, sem sinnir vöktunum og rannsóknum á lífríkinu í Breiðafirði og víðar á Vesturlandi. Við ræðum við Róbert Stefánsson, forstöðumann náttúrustofu Vesturlands, meðal annars um haferni, háhyrninga, og ágengar tegundir í íslenskri náttúru.
Og síðan heyrum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins í seinni hluta þáttar.
Tónlist úr þættinum:
Laura Marling - I Was an Eagle.
JAPANESE BREAKFAST - Be Sweet.
boygenius - True Blue.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Íslenski danflokkurinn frumsýnir á föstudaginn Hringir Orfeusar og annað slúður, nýtt verk eftir Ernu Ómarsdóttur. Ýmis tungumál eru notuð í verkinu, þar á meðal íslenskt táknmál sem er blandað inn í hreyfingar dansanna. Diljá Sveinsdóttir dansari í dansflokknum, missti heyrnina mjög ung og hefur notað táknmál frá barnsaldri og hún dansar alltaf með heyrnatæki, en hún hefur stundað dans nánast allt sitt líf. Diljá kom í þáttinn og sagði okkur sína sögu og frá sýningunni.
Kváradagurinn er í dag. Kvár eru þau sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar, eða hvorki sem karl né konu. Flest fólk hugsar lítið sem ekkert út í kynvitund sína því hún samræmist því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Það er kallað að vera sískynja. Annað fólk efast eða er fullvisst um að það kyn sem því var úthlutað við fæðingu sé ekki þess rétta kyn. Það er kallað að vera trans. Það trans fólk sem upplifir kyn sitt hvorki sem karl eða konu heldur utan tvíhyggju kynjakerfisins er kallað kynsegin. Ólöf Bjarki Antons stjórnmálafræðingur kom til okkar í dag í tilefni af Kváradeginum.
Ingunn Gubrandsdóttir, jógakennari og heilsuþjálfi, fannst fullt tilefni til að ræða meira um streitu og áhrif hennar og stofnaði hópinn Streitutips á Facebook í því augnamiði að minna fólk á einföld ráð við streitu og hvernig við getum komist hjá henni í amstri dagsins. Hún segir djúpa öndun það allra mikilvægasta þar sem við gleymum hreinlega að anda djúpt í miklum önnum og stressi, en hreyfing og viðvera í náttúrunni og jafnvel með gæludýr draga líka verulega úr áhrifum streitu. Helga Arnardóttir ræddi við Ingunni á dögunum sem við heyrðum á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson)
Töfrar / Silfurtónar (Júlíus Heimir Ólafsson)
Í fjarlægð / Björgvin Halldórsson (Karl O. Runólfsson, texti Cæsar, eða Valdimar Hólm Hallstað)
Puppet on a String / Sandie Shaw (Bill Martin & Phil Coulter)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við hittum Rakel Mjöll Leifsdóttur, söngkonuna í hljómsveitinni Dream Wife. Hljómsveitin hefur aðsetur í London, og þó þau hafi spilað á tónleikum á Íslandi er loksins komið að því að þau haldi sína eigin. Á fimmtudaginn taka Dream Wife yfir sviðið í Iðnó og að því tilefni mælti Una Schram sér mót við Rakel Mjöll.
Við flettum aftur í bókinni Þessir djöfulsins karlar, sænskri bók eftir Andrev Walden, sem Þórdís Gísladóttir þýddi og kom út síðasta haust.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Magnús Þór Jónsson formaður KÍ kemur til okkar að ræða leiðtogafund ISTP 2025 og nýjan menntamálaráðherra.
Eiríkur Ásþór Ragnarsson, hagfræðingur búsettur í Þýskalandi, ræðir við okkur um stöðuna þar í landi og áhrifamiklar breytingar þar á stjórnarskránni sem gerir ríkinu auðveldara að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála.
Í gær sagði Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor í næringarfræði, okkur frá nýrri rannsókn sem sýnir skýr tengsl milli vestræns mataræðis hjá mæðrunum og ADHD og einhverfu hjá börnum þeirra. Við höldum umræðunni áfram með Margréti Oddnýju Leópoldsdóttur lækni og meðlim í fræðsluteymi Einhverfusamtakanna og Sigrúnu Ósk Stefánsdóttur dansara sem fékk einhverfugreiningu á fullorðinsárum.
Seinni umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands fer fram á morgun og á fimmtudag þar sem kosið verður á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild. Þau verða gestir okkar eftir átta fréttir.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.
Mikið er um vinsælar sjónvarpsþáttaraðir þessa dagana og við ætlum að rýna í þær helstu og áhrif þeirra með Ragnari Eyþórssyni, framleiðanda.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrðum um myndbandið sem boðaði endalok hljómsveitarinnar Queen í Bandaríkjunum, sérdeilis prýðilega ferð Pharrell Williams til Frakklands, Óskarsverðlaun Prince Rogers, fyrsta flopp Vince Clarke (sem hann síðan séri í gullnámu), Rolling Stones á Kúbu, Bibblíuskóla Gwen Stefany og vænan slatta af nýjum íslanskum vorlögum.
Einsmellur dagsins kom frá Kanadísku hljómsveitinni Men without hats, Safety dance en hver var smellaeltirinn?
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-03-25
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
The Stranglers - Golden Brown.
KACEY MUSGRAVES - Space Cowboy.
JAMIROQUAI - Space Cowboy (Classic Radio remix).
Sébastien Tellier - Divine.
ELVIS PRESLEY - Viva Las Vegas.
Auðunn Lúthersson - Sofðu rótt.
LONDON BEAT - I'v been thinking of you.
Perez, Gigi - Chemistry (Radio Edit).
Viagra Boys - Uno II (Lyrics!).
Haim hljómsveit - Relationships (Clean).
ROLLING STONES - 19th Nervous Breakdown.
MÖ, DJ SNAKE & MAJOR LAZER - Lean On.
NO DOUBT - Don't Speak.
ICEGUYS - Stígðu inn.
ABBA - One Of Us.
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
Bríet - Flugdreki.
Erasure - Sometimes (2015 Mix).
Blondie - Heart Of Glass.
Steindór Snorrason - Hamast eins og hetja.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
HARRY STYLES - As It Was.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Færðu mér frið.
Kári Egilsson - Carry You Home.
FUNKY GREEN DOGS - Fired up.
Elín Hall, RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti).
Latínudeildin, Rebekka Blöndal - Svo til.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Sting, Shaggy - Til A Mawnin.
MICHAEL KIWANUKA - Beautiful Life.
THE TURTLES - Happy together.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
DAFT PUNK - Get Lucky.
JALEN NGONDA - If You Don't Want My Love.
QUEEN - I want to break free.
Spacestation - Fokking lagið.
Viagra Boys - Uno II (Lyrics!).
Perez, Gigi - Chemistry (Radio Edit).
Haim hljómsveit - Relationships (Clean).
GDRN - Háspenna.
PRINCE - Purple Rain.
Einsmellungar og smellaeltar - Men Without Hats - Safety Dance.
OF MONSTERS & MEN - Little Talks.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna harðlega boðaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum og telja að þær feli í sér tvöföldun auðlindagjalds.
Ábending um yfirvofandi árás á Reykjavík barst til ríkislögreglustjóra í fyrra. Upplýsingar um árásina áttu sér rússneskan uppruna og telur yfirmaður hjá ríkislögreglustjóra að mögulega hafi þeim verið ætlað að veikja tiltrú almennings á öryggisviðbrögðum hér á landi.
Háttsettir ráðamenn Bandaríkjanna eru gagnrýndir harðlega fyrir að bæta óvart blaðamanni í hópspjall þar sem rætt var um árásir Bandaríkjahers á Jemen. Þjóðaröryggi Bandaríkjanna er í höndum amlóða, segir þingmaður demókrata.
Grásleppubátur var sviptur veiðileyfi eftir að hafa veitt langt umfram það aflamark sem hann fékk úthlutað. Aflamarkið var átta tonn en báturinn hafði landað tuttugu og fimm tonnum þegar hann var stöðvaður.
Ísraelskt landtökufólk sat um heimili palestínsks Óskarsverðlaunahafa og réðst á hann, segja Samtök gyðinga gegn ofbeldi; Ísraelsher hafi síðan tekið hann fastan.
Verðbólga er á niðurleið en atvinnuleysi eykst milli ára, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Hagvöxtur eykst á nýjan leik eftir dýfu á síðasta ári.
Söngskóla Sigurðar Dementz verður að óbreyttu lokað á næsta ári, segir skólastjórinn. Hann segir saumað að listaskólum sem búi við erfiðan fjárhag.
Starfandi rektor Kvikmyndaskóla Íslands vonast eftir því að fá svör frá stjórnvöldum um framtíð skólans í dag. Skólinn er gjaldþrota en starfsemi heldur áfram . Háskólaráðherra segir að hún þurfi að breytast til að ráðuneytið taki við skólanum.
Í fyrsta sinn er strætisvagn á götum Grímseyjar, en honum var siglt út í eyju í vikunni.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Margrét og Lovísa stýrðu þætti dagsins, sem var fjölbreyttur að vanda. Allskonar skemmtileg tónlist, nýtt og gamalt í bland, plata vikunnar á sínum stað, Reykjavík Syndrome með Spacestation. Nýtt efni frá Uppáhellingunum, Kneecap, Cease Tone, Hasar og fleirum.
Moses Hightower - Góður í.
THE CARDIGANS - Sick And Tired.
Unnsteinn Manuel - Lúser.
Spacestation - California.
MAMAS & THE PAPAS - California Dreamin'.
THE CURE - Just Like Heaven.
NYLON - Losing A Friend.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir - Er hann sá rétti?.
GEIRI SÆM OG HUNANGSTUNGLIÐ - Rauður bíll (80).
Árný Margrét - Greyhound Station.
MR BIG - To Be With You.
BELLE & SEBASTIAN - Wrapped Up In Books.
Loreen - Euphoria (Eurovision 2012 - Sweden).
Good Neighbours - Ripple.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Mr. Blue Sky.
Momma - I Want You (Fever).
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
PRINS PÓLÓ - Tipp Topp.
JÓFRÍÐUR ÁKADÓTTIR - Draumaprinsinn.
Helgi Björnsson - Himnasmiðurinn.
T REX - Get it on.
Young, Lola - Messy.
Perez, Gigi - Chemistry (Radio Edit).
Haim hljómsveit - Relationships (Clean).
Viagra Boys - Uno II (Lyrics!).
FM Belfast - Underwear.
BLOSSI - Milli stjarnanna.
Kiriyama Family - Weekends.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.
KACEY MUSGRAVES - Justified.
STEELY DAN - Hey Nineteen.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
TOM MISCH - It Runs Through Me Ft. De La Soul.
Kaleo - Back Door.
Mono Town - The Wolf.
BEATLES - I Will.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
TOM PETTY - I Won't Back Down.
Fender, Sam - Arm's Length.
CeaseTone - Only Getting Started.
Hjálmar - Kindin Einar.
ARCTIC MONKEYS - Mardy Bum.
SPACESTATION - Búinn að vera.
KNEECAP - Better Way to Live (feat. Grian Chatten)
FUTURE ISLANDS - King of Sweden.
HASAR - Gera sitt besta.
BILLY STRINGS - Gild the Lily.
ELÍN HALL & RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti)
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Á blaðamannafundi sem atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra héldu í dag kom það fram að ríkisstjórnin hyggst breyta viðmiðum á aflaverðmæti svo að veiðigjöld endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi komu til okkar og ræddu þessar breytingar og möguleg áhrif þeirra.
Kváradagurinn er í dag og Regn Sólmundur Evu kom og sagði okkur frá honum.
Og það er ekki bara kváradagur í dag því í dag er líka vöffludagur. Síðdegisútvarpið kíkti í heimsókn á Mokka og ræddi við Oddný Guðmundsdóttur.
Málefni Grænlands hafa verið áberandi að undanförnu og þá sérstaklega vegna áhuga Bandaríkjaforseta á landinu. Hallgrímur Indriðason fréttamaður er þar staddur og við heyrðum í honum.
Áhorfendur RÚV þekkja Hringfarann Kristján Gíslason vel en hann hefur ferðast víða um heimaá mótorhjóli. Árið 2023 skelltu Kristján og eiginkona hans Ásdís Rósa sér til Japan og fengu sjónvarpsáhorfendur að sjá brot úr því ferðalagi síðasta sunnudag. Hjónin komu til okkar í spjall og sögðu okkur aðeins frá þessu mikla ævintýri.
Torgið er á dagskrá RÚV í kvöld og nú á að taka fyrir aga. Umsjónarmenn þáttarins Baldvin Þór Bergsson og Sigríður Halldórsdóttir kíktu til okkar og sögðu okkur nánar frá inntaki þáttarins.
Fréttir
Fréttir
Atvinnuvegaráðherra kynnti í dag hækkun veiðigjalds á Alþingi í dag. Gjaldinu er ætlað að endurspegla betur raunverulegt aflaverðmæti. Áformin fengu misjafna dóma á þingi.
Matvælastofnun telur að Kaldvík hafi mögulega brotið lög um velferð dýra með því að sleppa seiðum í allt of kaldan sjó í nóvember og desember. Yfir 700 þúsund seiði drápust. MAST kærði fyrirtækið til lögreglu í dag.
Samgönguráðherra segir að áfram verði flogið til Ísafjarðar. Flugið verði boðið út og óvíst sé hver kostnaðurinn af því verði fyrir ríkið.
Starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands vinnur launalaust til að geta útskrifað nemendur í vor. Skólinn er gjaldþrota en unnið er að því að færa málefni hans milli ráðuneyta og tryggja áframhaldandi rekstur.
krafist verður áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir sjö fjölmiðlamönnum sem handteknir hafa verið í mótmælum í Tyrklandi. Sameinuðu þjóðirnar lýsa yfir áhyggjum af fjöldahandtökum í tengslum við mótmælin.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
SFS er harðort í garð stjórnvalda eftir að frumvarp um hækkun veiðigjalds var kynnt á blaðamannafundi í dag. Skortur á samráði, segir framkvæmdastjóri SFS.
Í þættinum verður líka fjallað um sívaxandi óánægju og reiði Serba í garð stjórnvalda og æ fjölmennari mótmæli í helstu borgum Serbíu undanfarna mánuði.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Júníus Meyvant - Raining Over Fire.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
Oddweird - Daydream Deluxe.
Frostborn - Frostborn.
ICEGUYS - Stígðu inn.
The Clumps - Middle.
Steindór Snorrason - Hamast eins og hetja.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
CeaseTone - Only Getting Started.
U2 - Vertigo.
Benson Boone - Sorry I'm Here For Someone Else.
R.E.M. - Imitation Of Life.
Chappell Roan - The Giver.
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.
GORILLAZ - Dare.
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
SPANDAU BALLET - To cut a long story short.
Spacestation - Loftið.
Alon, Jacob - Liquid Gold 25.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
ARIEL PINK'S HAUNTED GRAFFITY - Only In My Dreams.
Dolly Parton, Sabrina Carpenter - Please Please Please.
Haim - Relationships
Viagra Boys - Uno II.
Say She She, Neal Francis - Broken Glass.
RED HOT CHILI PEPPERS - Universally Speaking.
Stormzy - Crown.
Kae Tempest - Statue in the Square.
Steve Sampling - Draugadansinn.
Antony Szmierek - Yoga Teacher.
Daniil, Birnir - Hjörtu.
ROYKSOPP - I Wanna Know.
FKA twigs - Childlike Things.
Marie Davidson - Fun Times.
Mark Pritchard, Thom Yorke - This Conversation Is Missing Your Voice.
Doechii - Anxiety.
Lorde - Take Me to the River.
Auðunn Lúthersson - Sofðu rótt.
Bridges, Leon - Laredo.
Balu Brigada - The Question.
Mono Town - The Wolf.
PRINCE - I wanna be your lover.
Lizzo - Still Bad (Super Clean).
Doja Cat, RAYE, LISA - Born Again (Purple Disco Machine Remix)
TAME IMPALA - Cause I'm A Man.
Parcels - Safeandsound.
Good Neighbours - Ripple.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
Alex Warren - Ordinary
Kaleo - Back Door
Stone Roses - Love Spreads
Charley Crockett -Lonesome Drifter
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Steinar Berg Ísleifsson hlaut á dögunum heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir ævistarf sitt sem er langt og umfangsmikið.
Steinar var áratugum saman einn mikilvægasti maðurinn í tónlistarlífinu á Íslandi. Hann var útgefandi sem gaf út plötur með flestum helstu stjörnum íslensks tónlistarlífs: Stuðmenn, Spilverk þjóðanna, Þú og ég, HLH flokkinn og Björgvin, Laddi, Start, Jóhann Helgason, Eiríkur Hauksson, Mezzoforte, Bubbi Morthens, Utangarðsmenn, Egó, Greifarnir, Todmobile, Nýdönsk, Sálin hans Jóns míns, Bjartmar Guðlaugsson, Stjórnin, Jet Black Joe, Maus, Bang Gang, Ragga Gröndal og svo framvegis. Steinar Berg er gestur Rokklands þessa vikuna.