ok

Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Haustið 1962 réðist bandaríski hljómsveitarstjórinn William Strickland til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í þættinum verða leikin tvö verk frá tónleikum hljómsveitarinnar frá 8 nóvember það ár, Carnaval Romain op. 9 eftir Hector Berlioz og Moldau úr tónaljóðinu Föðurland mitt eftir Bedrich Smetana. Í lok þáttarins verður leikin Sinfónía op. 16 eftir bandaríska tónskáldið Henry Covell, sem hann kallaði Íslands sinfónía og tileiknaði hljómsveitarstjóranum William Strickland og í minningu landkönnuðarins Vilhjálms Stefánssonar.

Eftir þáttinn verður flutt hljóðritun af verkinu Pétur og Úlfurinn eftir Sergei Prokofieff, hljóðritað af Sinfóníuhljómsveit Íslands 1960 og gefið út á hljómplötu af hljómsveitinni það ár. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin leikur inn á hljómplötu. Sögumaður er Helga Valtýsdóttir en stjórnandi hljómsveitarinnar Dr. Válav Smetácek. Benda má á að þetta verk hafði gengið um hríð á sviði Þjóðleikhússins ásamt ævintýrinu um Dimmalimm á barnasýningum undir stjórn Victors Urbancic og var Lárus Pálsson sögumaður. Einnig má nefnda að aðldansrar í Dimmalimm var kónssonurinn dansaður af Helga Tómassyni og Guðný Freysteinsdóttir dansaði Svaninn.

Frumflutt

25. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.

,