ok

Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Í þættinum verður rekin saga Sinfóníuhljómsveitar Íslands á 7. áratugnum. Aðal áhersla verður lögð á hlutverk Bohdan Wodiczko, pólska hljómsveitarstjórans. Þá verður lesið ú skýrslu sem bæði hann og hjóðfæraleikarar sendu stjórnarmönnum hljómsveitarinnar um þætti sem betur mættu fara. Þá verða flutt þrjú verk frá Norrænum tónleikum sveitarinnar árið 1967 undir stjórn Wodiczkos.

Adagio fyrir flautu, hörpu, strengjasveit og píanó eftir Jón Nordal

Þjóðvísa eftir Jón Ásgeirsson og

Chaconna eftir Pál Ísólfsson.

Að þættinum loknum verður fluttur Fiðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms frá sömu tónleikum. Einleikari er Björn Ólafsson.

Frumflutt

18. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.

,