ok

Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár - 4. þáttur

Sagt verður frá nokkrum Listahátíðum . Leikið verður brot úr fyrsta flutningi á Carmina Burana á Listahátíð í Þjóðleikhúsinu 1960 í flutningi hljómsveitarinnar og Fílaharmóníukórsins undir stjórn Róberts A Ottóssonar. Þetta var jafnframt fyrsta stóra verkið sem kórinn flutti.

Þá verður leikinn þáttur frá Listahátíðinni 1964 úr konsert fyrir píanó nr. 3 í d-moll eftir Sergej Rakhmanínov í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar og Vladimir Ashkenazy, en þetta var í fyrsta sinn sem hann lék með hljómsveitinni.

Annar erlendur gestur á þessari hátíð var Ruth Little Magnússon. Hún hélt hér tónleika ásamt Guðrúnu Kristinsdóttur píanóleikara og munum við heyra tvö lög í þeirra flutningi frá árinu 1965.

Í lok þáttar heyrum við tvo fyrstu þættina úr Sinfóníu í A-dúr op. 90 - Ítölsku sinfnóníunni eftir Felix Mendelssohn undir stjórn Karsten Andersen í hljóðritun frá árinu 1974.

Frumflutt

1. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.

,