ok

Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár - 5. þáttur

Í þættinum verður verður fjallað frekar um píanóleikarann Vladimir Ashkenazy. Við heyrum viðtal sem Margrét Indriðadóttir tók við hjónin, hann og Þórunni Jóhannsdóttur þegar þau komu í fyrsta sinn til Íslands í desember 1962. Ashkenazy hélt tónleika í Haskólabíói, en við heyrum nokkur verk frá þeim tónleikum. Sagt verður frá fyrstu tónleikunum þar sem Ashkenazy stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands, í desember 1971 og samstarf þeirra á 8. áratugnum, og vinslitum.

Verkin sem leikin verða eru:

1. Etýður op. 25 eftir Chopin, 6 fyrstu etýðurnar

2. Suggestion Diboique eftir Prokofjev

3. Vals í des-dúr eftir Chopin

- Í flutningi Askenazys, og

4. Tzigane-konsertrapsódía fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Maurice Ravel. Guðný Guðmundsdóttir leikur einleik á fiðlu en stjórnandi er Jena-Pierre Jacquillat - hljóðritun frá 23. Janúar 1986.

Frumflutt

8. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.

Þættir

,