16:05
Tónhjólið
Öræfi Kjartans Valdemarssonar. Elektrónískt klarinettubúr og sigursæl frönsk sveit.
Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Kjartan Valdemarsson píanoleikari og tónsmiður og Stórsveit Reykjavíkur hafa sent frá sér nýja plötu þar sem er að finna tónaljóð Kjartans innblásin af íslenskri náttúru.

Kjartan ræðir við Pétur Grétarsson um tilurð tónlistarinnar og hljóðheiminn sem hann hrærist í.

Í tilefni af Erkitíð fann Tónhjólið í gullkistu Rásar 1 frumflutning á raftónlist eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann fylgdi sjálfur úr hlaði á frystu Erkitíðarhátíðinni 1994.

Einnig heyrum við í sigurhljómsveit ungliðakeppni EBU á Marciac hátíðinni í Frakklandi sem fór fram í júlí sl.

Hljómsveit sellóleikarans Adéls Viret bar þar sigur úr býtum.

Tónlistin í þættinum:

Kverkatak, Katla, Fjallkonan og Öræfi. Öll eftir Kjartan Valdemarsson og flutt af Stórsveit Reykjavíkur.

Búr eftir Atla Heimi Sveinsson. Flutt af segulbandi og Chalemaux klarinettutríóinu á tónleikum á Erkitíð 1994.

Watchmaker, Courbes og Horizon. Öll eftir Adéle Viret - hljóðrituð á Marciac hátíðinni í Frakklandi 22.júlí 2024

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 20 mín.
,