12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 20. nóvember 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Ekki er útséð með hvort veður hefur áhrif á alþingiskosningar í dag. Kjörstjórnir um land allt búa sig undir að breyta þurfi áætlunum um talningu og skipulag kjörfundar með litlum fyrirvara.

Öll tæki Vegagerðinnar á Suðaustur og Austurlandi voru ræst út í morgun til að ryðja vegi og halda opnum. Reikna má með því að það bæti í vind eftir því sem líður á daginn og gæti færð spillt enn frekar. Gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir Suðausturland, Austfirði og Austurland að Glettingi og taka síðar í dag gildi fyrir Norðurland eystra, Strandir og Norðurland vestra.

Kjörsókn á hefðbundnum kjörfundi utan Reykjavíkur hefur almennt verið minni en í síðustu kosningum. Margir kjósendur höfðu þegar kosið utan kjörfundar segja formenn yfirkjörstjórna.

Kjósendur sem tóku daginn snemma í Reykjavík fylgdust af opnum hug með kosningabaráttunni og ákváðu sumir hverjir hvernig atkvæðinu yrði varið seint í gærkvöld.

Þúsundir stjórnarandstæðinga hafa mótmælt síðustu daga í Tblisi, höfuðborg Georgíu, eftir að stjórnvöld þar ákváðu að fresta viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Á annað hundrað manns voru handtekin í gær.

Virkni er áfram stöðug í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Mengun frá gosinu berst til suðurs og suðvesturs í dag meðal annars yfir Grindavík.

Fulltrúar Hamas-hreyfingarinnar funda með egypskum embættismönnum í dag til að ræða möguleika á vopnahléi við Ísrael.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Hollandi í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í gær.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,