Skyggnst í dagbók Bjarna Jónssonar, sveitapilts úr Austur- Húnavatnssýslu sem hleypir heimdraganum og sest á skólabekk í Kennaraskólanum í Reykjavík 1908. Umsjón: Anna Hinriksdóttir
Fjallað um hjartnæm og einlæg bréf Bjarna Jónassonar til Önnu Margrétar Sigurjónsdóttur og dagbækur hans sem lýsa brennandi tilfinningum og hugsjónum.
Umsjón: Anna Hinriksdóttir.
Veðurstofa Íslands.
Alþingiskosningar eru handan við hornið og í ýmis horn að líta.
Baldvin Þór Bergsson tekur saman það sem hæst ber í viku hverri fram að kosningum.
Kjördagur er runninn upp. Við leggjum talsmenn flokkanna til hliðar til að forðast áróður á kjörstað en leggjum þess í stað mat á stöðuna með brotum úr Morgunútvarpinu, Morgunvaktinni og Speglinum.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara, Lára Ómarsdóttir almannatengill og Jakob Bjarnar Grétarsson fjölmiðlamaður. Þau ræddu alþingiskosningarnar, kosningabaráttuna, stöðuna í stjórnmálum og fleira.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Ekki er útséð með hvort veður hefur áhrif á alþingiskosningar í dag. Kjörstjórnir um land allt búa sig undir að breyta þurfi áætlunum um talningu og skipulag kjörfundar með litlum fyrirvara.
Öll tæki Vegagerðinnar á Suðaustur og Austurlandi voru ræst út í morgun til að ryðja vegi og halda opnum. Reikna má með því að það bæti í vind eftir því sem líður á daginn og gæti færð spillt enn frekar. Gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir Suðausturland, Austfirði og Austurland að Glettingi og taka síðar í dag gildi fyrir Norðurland eystra, Strandir og Norðurland vestra.
Kjörsókn á hefðbundnum kjörfundi utan Reykjavíkur hefur almennt verið minni en í síðustu kosningum. Margir kjósendur höfðu þegar kosið utan kjörfundar segja formenn yfirkjörstjórna.
Kjósendur sem tóku daginn snemma í Reykjavík fylgdust af opnum hug með kosningabaráttunni og ákváðu sumir hverjir hvernig atkvæðinu yrði varið seint í gærkvöld.
Þúsundir stjórnarandstæðinga hafa mótmælt síðustu daga í Tblisi, höfuðborg Georgíu, eftir að stjórnvöld þar ákváðu að fresta viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Á annað hundrað manns voru handtekin í gær.
Virkni er áfram stöðug í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Mengun frá gosinu berst til suðurs og suðvesturs í dag meðal annars yfir Grindavík.
Fulltrúar Hamas-hreyfingarinnar funda með egypskum embættismönnum í dag til að ræða möguleika á vopnahléi við Ísrael.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Hollandi í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í gær.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa skráð tuttugu þúsund börn sem talið er að Rússar hafi numið á brott og send til Rússlands. Samtök og úkraínska ríkið vinna að því að fá börnin til baka. Sum börnin ættleiða rússneskar fjölskyldur - þau sem eldri eru fá herþjálfun og eru látin berjast með Rússlandsher á víglínunni í Úkraínu.
Börnin eru látin hafa ný rússnesk fæðingarvottorð og Úkraínuforseti segir þetta hluta af þjóðarmorði Rússa, verið sé að ræna þau því að vera úkraínsk. Þau séu gerð rússnesk. Talsmaður samtakanna Sava Ukraine, sem vinna að því að fá börnin til baka, segir að þetta vera mesta harmleik hennar kynslóðar.
Olof Scholz, kanslari Þýskalands, sleit stjórninni í byrjun nóvember eftir miklar innri deilur og boðaði til kosninga. Staða hans er erfið og Jafnaðarmannaflokksins sem hann leiðir líka en það verður ekki kosið fyrr en í lok febrúar og því getur ýmislegt gerst. Hann verður kanslaraefni flokksins en samkvæmt könnunum er ekki líklegt að hann nái að halda áfram. Það er óvenjulegt að þýsk stjórn nái ekki að klára kjörtímabilið. Síðustu fimm forverar hans sátu lengur lengur en eitt kjörtímabil og sumir gott betur en það, en bæði Angela Merkel og Helmut Kohl gegndu þessu embætti í sextán ár.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Raftónlistarhátíðin ErkiTíð var haldin í þrítugasta sinn um helgina. Í tengslum við hátíðina var tónsmíðakeppni og sigurverk í keppninni voru flutt á hátíðinni. Í þættinum eru flutt tvö verkanna, Magnús Böndal Stúdía 2 eftir Einar Indra og Rat Float eftir Ronju Jóhannsdóttur, Yuliu Vasileva og Jökul Mána Reynisson. Einnig er flutt verkið Samstirni eftir Magnús Blöndal Jóhannesson.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Anime hefur orðið hluti af meginstraumi dægurmenningar á Íslandi á undanförum árum en hefur það alltaf verið þannig? Í þessum þætti fæ ég til mín 4 viðmælendur til þess að segja hvað anime sé, hvað er það sem fólk sækist í anime, og hvernig var og er litið á anime aðdáendur í fortíðinni og í dag.
Umsjón: Hallberg Brynjar Guðmundsson
Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.
Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Heimilin gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að skólagöngu barna en það eru ekki öll börn sem búa við þær aðstæður að þau njóti þess stuðnings sem þau þurfa á að halda. Norræn rannsókn bendir til þess að það þurfi að bæta ýmislegt sem fram fer innan veggja skólans.
Viðmælendur í þætti sex eru Anna Kristín Sigurðardóttir, Dagný Hróbjartsdóttir, Harpa Reynisdóttir, Rannveig Oddsdóttir, Sigurður Sigurðsson og tveir þroskaþjálfar.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Við byrjum á að fara í heimsókn til Guðrúnar Evu Mínervudóttur sem var að gefa út skáldsöguna Í skugga trjánna - skáldævisögu í anda Skeggs Raspútíns sem kom út árið 2016. Guðrún tekst í nýju bókinni á við veruleikann og úr verður skáldleg og djúpvitur úrvinnsla sem er bæði áhrifamikil og þrælfyndin.
Svo hittum við Braga Pál Sigurðarson í þröngu húsasundi og spyrjum hann hvers vegna hann er upptekinn af meltingarfærum mannsins. Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen er skáldsaga sem fjallar um mann sem býr við hrakandi heilsu og slæma magaflóru. Í örvæntingu sinni gerir hann allt til að rétta úr kútnum og finnur til þess óhefðbundnar leiðir sem hafa óvæntar afleiðingar.
Viðmælendur: Guðrún Eva Mínervudóttir og Bragi Páll Sigurðarson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-11
Ingibjörg Elsa Turchi - Solo.
Gosling, Stephen, Hannigan, Barbara, Smith, Ches, Roeder, Jorge - Star catcher (2022) : a surrealist fantasy for Remedios Varo (Live).
Zorn, John, Douglas, Dave, Cohen, Greg, Baron, Joey - Idalah-abal.
Ragnhildur Gísladóttir, Tómas R. Einarsson - Ávarp undan sænginni.
Tyshawn Sorey Trio - Autumn leaves.
Basie, Count, Wilson, Shadow, Young, Lester, Greene, Freddie, Richardson, Rodney - Jump, Lester, jump.
Afro-Latin Jazz Orchestra, O'Farrill, Arturo - Clump, unclump.
Alfreð Alfreðsson, Helga Óskarsdóttir, Sesselja Óskarsdóttir, Árni Elfar, Viðar Alfreðsson, Jón Heimir Sigurbjörnsson Flautul., Friðrik Már Baldursson, Guðrún Th. Sigurðardóttir, Carlile, Brian, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Stupcanc, John - Making Woopie.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Þriðji þáttur um ævintýri breska heimskautakönnuðarins Ernest Shackletons. Í þessum þætti er fjallað um seinni hluta Nimrod-leiðangursins á suðurpólinn og næstu skref Shackletons á ferlinum.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Fats Waller & Rhythm sextett flytja lögin By The Light Of The Silvery Moon, Ain't Misbehavin', Sad Sap Sucker Am I Am, Moppin' and Boppin', I Wanna Hear Swing Songs, Cash For Your Trash, Your Socks Don't Match og Chant Of The Groove. Stórsveit Benny Goodman flytur lögin Goodbye, Undercurrent Blues, Swintime In The Rockies, Peckin', Downhill Special, If I Had You, It Takes Time og Flying Home. Don Sebesky og hljómsveit leika lögin Satin Doll, Mood Indigo, Take The Coltrane, Caravan, Creole Love Call, Chelsea Bridge og El Morro.
Fyrir 20 árum lét Atli Fannar Bjarkason sig dreyma um að starfa á fjölmiðlum. Hann flutti til Reykjavíkur með báðar hendur tómar og fékk tækifæri til að skrifa í dagblöð, ritstýra tímaritinu Monitor og koma fram í útvarpi og sjónvarpi. Hann flutti líka fréttainnslög í Vikunni með Gísla Marteini og stofnaði sinn eigin fjölmiðil, Nútímann sem hann tengist ekkert í dag.
Draumurinn rættist sem sagt en þegar hann horfir til baka sér hann að á þessum tíma hafi hann oft verið með bölvuð leiðindi við fólk sem átti það ekkert endilega skilið. Í þessum þáttum hittir hann þetta fólk og leggur spilin á borðið.
Umsjón: Atli Fannar Bjarkason.
Ástæðan fyrir því að ég vildi hitta Friðrik Ómar, sem við heyrðum í hér á undan, var umfjöllun frá árinu 2006. Ég er ekki stoltur af þessari umfjöllun og hef stundum velt fyrir mér hvort hún hafi verið hluti af stærri mynd - eitthvað sem ég áttaði mig kannski ekki á, þegar það var í tísku að vera leiðinlegur við Friðrik Ómar.
Einar Karl Haraldsson ræðir við leika og lærða um fornaldarsögur, heilagra manna sögur, konungasögur, Íslendingasögur, Íslendingaþætti, biskupasögur og fleiri forna texta.
(Áður á dagskrá 1985)
Í þættinum er spjallað við Lárus Zóphoníasson amtsbókavörð á Akureyri um Víga-Glúms sögu og lesnir kaflar úr henni.
Upplestur: Halldór Blöndal alþingismaður les þrjá kafla úr Víga-Glúms sögu.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
Veðurstofa Íslands.
Kosningavaka útvarps á báðum rásum. Fylgst með tölum og rýnt í niðurstöður ásamt góðum gestum.
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Guðrún Sóley Gestsdóttir og Felix Bergsson fara á fætur með hlustendum á kosningadag, hella upp á kaffi og fylgjast með þróun mála og stemmingunni, svo ekki sé minnst á veðrið! Gísli Marteinn lætur líka heyra í sér og ljúfir tónar fylla vitin í bland við kaffiilminn.
Gestir voru Guðrún Árný Karlsdóttir tónlistarmaður, Björn Hafþór Guðmundsson fyrrv sveitarstjóri Stöðvarfirði, Jökull Aríelsson og Rebekka Líf Birachi úr krakkafréttum, Auðunn Atlason sendiherra í Berlín, Bragi Valdimar Skúlason, Marta María Jónsdóttir og Niels Thibaud Girerd samfélagsrýnar, Gísli Marteinn Baldursson, Bergsteinn Sigurðsson og Lóa Björk Björnsdóttir fjölmiðlafólk. Einnig heyrðust raddir kjósenda um siði og venjur á kjördag.
Útvarpsfréttir.
Ekki er útséð með hvort veður hefur áhrif á alþingiskosningar í dag. Kjörstjórnir um land allt búa sig undir að breyta þurfi áætlunum um talningu og skipulag kjörfundar með litlum fyrirvara.
Öll tæki Vegagerðinnar á Suðaustur og Austurlandi voru ræst út í morgun til að ryðja vegi og halda opnum. Reikna má með því að það bæti í vind eftir því sem líður á daginn og gæti færð spillt enn frekar. Gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir Suðausturland, Austfirði og Austurland að Glettingi og taka síðar í dag gildi fyrir Norðurland eystra, Strandir og Norðurland vestra.
Kjörsókn á hefðbundnum kjörfundi utan Reykjavíkur hefur almennt verið minni en í síðustu kosningum. Margir kjósendur höfðu þegar kosið utan kjörfundar segja formenn yfirkjörstjórna.
Kjósendur sem tóku daginn snemma í Reykjavík fylgdust af opnum hug með kosningabaráttunni og ákváðu sumir hverjir hvernig atkvæðinu yrði varið seint í gærkvöld.
Þúsundir stjórnarandstæðinga hafa mótmælt síðustu daga í Tblisi, höfuðborg Georgíu, eftir að stjórnvöld þar ákváðu að fresta viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Á annað hundrað manns voru handtekin í gær.
Virkni er áfram stöðug í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Mengun frá gosinu berst til suðurs og suðvesturs í dag meðal annars yfir Grindavík.
Fulltrúar Hamas-hreyfingarinnar funda með egypskum embættismönnum í dag til að ræða möguleika á vopnahléi við Ísrael.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Hollandi í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í gær.
Umsjón: Ragga Holm.
Upp er runninn ljúfur laugardagur og það er kjördagur. Kristján Freyr kemur fólki á réttan kjöl inn í kjördaginn með réttkjörinni tónlist. Góðir gestir litu við og hituðu upp fyrir kosningakvöld sem fram undan var, þau Jakob Birgisson skemmtikraftur og Vigdís Hafliðadóttir tónlistar- og fjölmiðlakona. Kristján opnaði einnig fyrir símann og heyrði í hlustendum, það var sannarlega góður bragur í þeim og fengu þau óskalög að launum.
Hér er smellalistinn:
Frá kl. 12:40
VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Okkar eigin Osló.
Páll Óskar Hjálmtýsson - Sjáumst aftur.
Morrissey - The more you ignore me, the closer I get.
RAKEL - Our Favourite Line.
Frá kl. 13:00
Flott - Með þér líður mér vel.
JET BLACK JOE - I Know.
Karl Örvarsson - 1700 Vindstig.
STRAX - Look Me In The Eye.
Hatari - Breadcrumbs.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar.
Frá kl. 14:00:
BLAZROCA, XXX ROTTWEILER OG RAGGI BJARNA - Allir eru að fá sér.
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
Geirfuglarnir - Fílarðu mig?.
Þesal - Blankur um jólin.
NÝDÖNSK - Horfðu Til Himins.
Cyber, Tatjana - I don't wanna walk this earth.
Sonic Youth - Youth against fascism.
The Wannadies - You and me song.
CHRISTINE AND THE QUEENS - Tilted.
THE PRETENDERS - Back On The Chain Gang.
TODMOBILE - Ég Heyri Raddir.
LIMAHL - Never Ending Story.
Frá kl. 15:00
Bríet - Takk fyrir allt.
GORILLAZ - Dare.
Á MÓTI SÓL - Hvar Sem Ég Fer.
QUEEN - I want to break free.
SYKUR - Svefneyjar.
RAGNAR BJARNASON - Er Líða Fer Að Jólum.
Sniglabandið - Selfoss er.
Chappell Roan - Hot To Go!.
DAÐI FREYR - Whole Again.
Chase, JóiPé - Ég Vil Það.
THE STROKES - Hard To Explain.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Auður er söngvari og flytjandi ársins, Floni upplifir falskar ástir, Júníus Meyvant fer yfir landamærin og Fannar í Hipsumhaps syngur um lífið sem hann langar í. Hildur sér ljósið í lagahöfundabúðum, Bríet stundar dagdrykkju bláedrú, Lára Rúnars finnur rótina, Gróa er í glimmerheimi og Une Misére er heitasta harðkjarnaband landsins. Daði syngur dúetta, Skoffín flytur í borgina, K.óla keyrir úr borginnii, sólin kemur til Mugison á tónleikaferð um landið og kef LAVÍK flytur tónlist til að gráta við í hita leiksins.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Hipsumhaps - Hvað er að
Hipsumhaps - Fyrsta ástin
Hipsumhaps - Honný
Hipsumhaps - Lífið sem mig langar í
Hipsumhaps - Bleik ský
Lára Rúnars - Segja frá
Lára Rúnars - Altari
Bríet - Dino
Bríet & Black Saint - Day Drinking
Heiða Ólafs - Spurningar
Náttsól - Hyperballad
Náttsól - My Boyfriend Is Gay
Ragga Gröndal - Fótfesta
Mr. Silla - Naruto (Say You Wanna Run Away)
Hildur - 1993
Hildur - Picture Perfect
Hildur og Teitur Magnússon - Mónika
Daði Freyr - Skiptir ekki máli
Daði Freyr & Króli - Kemur þér ekki við
Daði Freyr & Arnar Úlfur - Ímyndin
Daði Freyr & Árný - Tilheyra
Daði Freyr & Blær - Endurtaka mig
Daði Freyr & Ylva Brandtsegg - Endurtaka mig (Live)
Stjórnin - Ég fæ aldrei nóg af þér
Sigga Beinteins - Í larí lei
Stjórnin - I lare ei
Stuðlabandið - Í larí lei (live)
Skoffín - Skoffín flytur í borgina
Skoffín - Sígarettur og vín
Skoffín - Bína Bína
K.Óla - Undir trjánum
K.Óla - Glerkastalinn
K.Óla - Keyrum úr borginni
Gróa - Fullkomið
Gróa - Jetpackstelpan
Gróa - Tralalalala
Högni - Paradísarmissir
Warmland - Overboard
Warmland - Unison Love
Warmland - Further
Warmland - Blue Place
Warmland - Nicest
Sturla Atlas & Auður - Just A While
Logi Pedro - Svarta ekkja
Auður - Enginn eins og þú
Mugison - Sólin er komin
Mugison - Gúanó karlinn
Flóni - Kominn aftur
Flóni & Birnir - Rétt að byrja
Flóni - Fyrir aðra
Flóni - Falskar ástir
Kef lavík - Ljóðin þín gera mig lifandi
Kef lavík - Tónlist til að gráta við, lögin sem þú minntist á
Kef lavík - Reykur og speglar
Kef lavík - (í hita leiksins)
Kef lavík - Ævintýri í fjórðu iðnbyltingunni
Daniil - Get ekki svarað
Úlfur Úlfur - Hraði
Aron Can - Allt það sem ég var
Kött Grá Pjé - Rapp er ekki list
Geiri Sæm - Sooner Than Later
Halli Reynis - Undir hömrunum háu
Ragnar Bjarnason - Allar mínar götur
Une Misére - Sin & Guilt
Une Misére - Overlooked
Une Misére - Failures
Une Misére - Sermon
Júníus Meyvant - Love Child
Júníus Meyvant - Across The Borders
Júníus Meyvant - High Alert
Júníus Meyvant - Let It Pass
Júníus Meyvant - Ain’t Gonna Let You Drown
Fréttastofa RÚV.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum uppáhaldslög frá mismunandi tímum.
Í nýjasta þætti Lagalistans kemur Steingrímur Teague, fjölhæfur listamaður og tónlistarmaður, til okkar með sinn persónulega lagalista. Við förum í ferðalag um líf hans í gegnum tónlistina sem hefur mótað hann – bæði sem einstakling og skapandi listamann. Hlustaðu og njóttu!
Mynd: Dögg Patricia Gunnarsdóttir
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Kosningavaka útvarps á báðum rásum. Fylgst með tölum og rýnt í niðurstöður ásamt góðum gestum.
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.