23:10
Fuglafit
Þriðji þáttur – Mállýskur skógarþrasta og músarrindla
Fuglafit

Fuglasöngur er flókið tungumál sem fuglar nota til að tjá ýmsar mikilvægar upplýsingar um sig sjálfa. Í þessari þáttaröð er fjallað um fuglasöng frá bæði líffræðilegum og menningarlegum hliðum. Hvað hafa fuglar að segja og hvað eigum við manneskjur sameiginlegt með fuglum þegar kemur að samskiptum?

Umsjón: Hlynur Steinsson.

Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir

Í þessum þætti kynnumst við betur tveimur fuglategundum sem eru sérstaklega virkar í tónlistarsenu Íslands. Skógarþrestir fá orðið og við hlustum á mismunandi mállýskur skógarþrasta alls staðar af landinu. Við fjöllum um músarrindla, einn allra minnsta en á sama tíma háværasta söngvara landsins.

Umsjón: Hlynur Steinsson.

Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir

Tónlist: Cosmo Sheldrake.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 39 mín.
,