11:03
Sumarmál
Hildur Kjartansdóttir, póstkort frá Magnúsi og fugl dagsins
Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Hildur Kjartansdóttir er búsett í Danmörku og starfsmaður hjá Danfoss. Hún var hætt komin í janúar 2023 þegar hún fékk blóðtappa í hjartað meðan hún hjólaði í vinnuna. Snarræði samstarfskonu bjargaði lífi hennar og við heyrum hvernig þetta bar að og hvað tók við eftir aðgerð sem hún fór í í kjölfarið. Hildur segist fegin að hafa verið búsett í Danmörku þegar þetta gerðist miðað við sögurnar sem hún hefur heyrt um ástandið í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Við spjölluðum við hana í dag þar sem hún sagði sína sögu og meðal annars frá óvenjulegri aðferð sem hún fann, á netinu, til að láta sér líða betur eftir þetta atvik.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. í korti dagsins segir af ferðum Magnúsar um lönd og borgir í Þýskalandi og Póllandi. Hann segir frá saltnámu sem var starfrækt í átta hundruð ár nálægt Kraká, en þar fór hann niður á hundrað og þrjatíu metra dýpi. Hann sá þar meðal annars stærstu kirkju veraldar sem er að finna undir yfirborði jarðar. Seinna í póstkortinu fjallaði hann um bók um The Beatles sem segir af eiturlyfjaneyslu hljómsveitarinnar og þeim áhrifum sem hún hafði á sköpun sveitarinnar.

Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Óbyggðirnar kalla / KK & Magnús Eiríksson (Kristján Kristjánsson og Magnús Eiríksson)

Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Sólbrúnir vangar / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson, texti Ási í Bæ (Þjóðhátíðarlag 1961)

Got To Get You Into My Life / The Beatles (Lennon & McCartney)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,