22:10
Sígild og samtímatónlist
Sígild og samtímatónlist

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Tónlistin í þættinum:

Dúettinn Ingibjargir flytur lag sitt, Annars hugar, við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur.

Sean Shibe gítarleikari flytur verkið La catedral eftir Agustín Barrios Mangore. Verkið er í þremur þáttum: I (Preludia (Suadade); II (Andante religoso) og III Allegro solemne.

Sellóleikarar úr Fílharmóníusveit New York-borgar flytja Bachiana Brasileira nr. 5 eftir Heitor Villa-Lobos. Leonard Bernstein stjórnar. Einleikari á selló er Carl Stern. Með þeim syngur Nethania Davrath. Verkið er í tveimur þáttum: I. Aria (Cantilena). Adagio. - II. Dansa (Martelo).

Píanóleikarinn Éric Le Sage, sellóleikarinn er Aurélien Pascal og klarínettuleikarinn Paul Meyer flytja Andante úr Tríói fyrir klarínettu, selló og píanó eftir Nino Rota.

Kammerkór Norðurlands flytur lag Páls Ísólfssonar, Ég beið þín lengi, lengi við ljóð Davíðs Stefánssonar. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Voces 8 flytur Momentary eftir Ólaf Arnalds. Með þeim leikur hörpuleikarinn Oliver Wass.

Kammersveit Reykjavíkur flytur Entropy : I. Arrow of Time og Entropy : II. Asymmetry of Time (Hommage à Olivier Messiaen).

Ingibjargir flytja lag sitt, Angist við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,