08:05
Á tónsviðinu
Max Bruch
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þættinum er flutt tónlist eftir þýska tónskáldið Max Bruch og tvo nemendur hans. Bruch fæddist 1838 og lést 1920. Hann er einkum frægur fyrir fiðlukonsert sinn nr.1 í g-moll. Konsertinn varð fljótt vinsæll og það olli Bruch gremju að síðari fiðlukonsertar hans, nr.2 og 3, féllu algjörlega í skuggann af hinum fyrsta. Í þessum þætti fá hlustendur samt að heyra 1. kafla fiðlukonserts Bruchs nr.3 í d-moll. Einnig verða flutt píanóverk eftir Clöru Faisst og kafli úr fiðlusónötu eftir Ottorino Respighi. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Jóhannes Ólafsson.

Er aðgengilegt til 21. september 2024.
Lengd: 47 mín.
e
Endurflutt.
,