10:15
Minningargreinar
4. þáttur: Að vinna við minningargreinar
Minningargreinar

Hver var fyrsta íslenska minningargreinin? Af hverju skrifa Íslendingar svona persónulega um látið fólk? Eiga greinarnar að vera í 2. eða 3. persónu? Hver skrifar? Um hvern? Má tala um sjálfsvíg? Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar? Eru minningargreinar Moggans í lífshættu? Verða minningargreinar - einn daginn - minningar einar?

Umsjón: Anna Marsibil Clausen.

Í dag fá flestir Íslendingar um sig eftirmæli í Morgunblaðinu. Syrgjendur senda inn hugleiðingar sínar og minningar um hinn látna og búið er um þær af kostgæfni. En hvernig er að vinna við að lesa minningargreinar alla daga? Í þættinum er rætt við Styrmi Gunnarsson, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins og Guðlaugu Sigurðardóttur, framleiðslustjóra Morgunblaðsins sem og Hjalta Stefán Kristjánsson, fyrrum umsjónarmann minningargreina. Eins eru rifjuð upp mistök í minningargreinum og dánartilkynning sem send var inn um lifandi mann.

Er aðgengilegt til 23. júní 2025.
Lengd: 41 mín.
e
Endurflutt.
,