09:03
Við sjávarsíðuna
Beitning á Húsavík og Fagridalur í Vopnafirði
Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Rætt er við Kristbjörgu Héðinsdóttur sem fædd er og uppalin á Húsavík og hefur alið mestan sinn aldur þar. Hún var enn á barnsaldri þegar hún fór að stokka upp og beita. Hún segir frá því að stúlkur hafi verið í meirihluta þeirra sem beittu undir Bakkanum á Húsavík þegar hún var ung. Kristbjörg var í línubandalagi með nokkrum stúlkum öðrum, svo að engin tapaði ef flæktist hjá henni til dæmis, og þessar vinkonur léku líka saman handbolta með góðum árangri. Kristbjörg segir frá ýmsu sem tengist smábátaútgerðinni á árum áður en líka síldarvinnu og verkun saltfisks. Þá er einnig rætt við Ingólf Lárusson sem ólst upp í Fagradal í Vopnafirði frá 9 ára aldri. Fagridalur var afskekktur bær en þar var mannmargt, yfirleitt tvær til þrjár fjölskyldur, því marga þurfti til að sækja sjóinn á árabátum og vinna ýmis störf. Ingólfur segir frá sjóróðri þegar fiskaðist vel, ræðir um fráfærur sem enn voru stundaðar í Fagradal þegar hann var strákur og fleira.

Er aðgengilegt til 23. júní 2025.
Lengd: 49 mín.
e
Endurflutt.
,