13:00
Brothætt mennska
Brothætt mennska

Jóhannes Ólafsson fjallar um rithöfundinn Han Kang frá Suður-Kóreu sem hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum í ár. Verðlaunin hlýtur Han fyrir ákafan og ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar hve brothætt mannlífið er eins og segir í umsögn nóbelsnefndarinnar. Han hefur hlotið fjölda virtra verðlauna fyrir verk sín og hún vakti fyrst alþjóðlega athygli fyrir skáldsöguna Grænmetisætan sem kom út á ensku 2015. Han er fyrsti höfundurinn frá Suður-Kóreu og fyrsta konan frá asíu til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Farið er yfir feril Han Kang og rýnt í nokkrar bækur hennar í þættinum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,