16:05
Rokkland
Stína Ágústsdóttir, Skálmöld, Led Zeppelin
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

***Hljómsveitin Skálmöld hélt tónleika í Eldborg í Hörpu í nóvember þrjú kvöd í röð þar sem þeir strákarnir spiluðu öll lögin af öllum sex plötunum sem hljómsveitin hefur gefið út. Þetta gekk allt upp hjá Þeim. Hugmyndin fæddist á bar í útlöndum eftir vel heppnaða tónleika og var svo framkvæmd. Þetta var mikið þrekvirki sem kallaði á miklar æfingar og sum lögin höfðu aldrei verið spiluð á tónleikum. Núna ætlar Skálmöld að spila brot af þvi besta frá þessum Eldborgartónleikum á tvennum tónleikum í Hofi á Akureyri í byrjun febrúar og þeir eru gestir Rokklands í seinni hlutanum þeir Jón Geir trommari og Þráinn Árni gítarleikari.

***Stína Ágústsdóttir er úr vesturbænum í Reykjavík, hún dansaði mikið og söng þegar hún var stelpa, en lærði svo verkfærði, stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki í London eftir nám, girftist svo manni úr Grindavík, flutti með honum til Kanada, svo til Stokkhólms þar sem þau búa í dag og Stína er enn að syngja og dansa. Hún sendi frá sér plötuna Your Unfaithfully í haust, en þar eru með henni flottir gaurar – þrír íslenskir - Mikael Máni Ásmundsson – Magnús Jóhann – Magnús Trygvason Eliassen og einn Svíi – Henrik Linder. Stína heimsótti Rokkland í vikunni sem leið áður en hún tók flugið heim til Svíþjóðar eftir áramót með fjölskyldunni á íslandi.

En við byrjum á smá led Zeppelin.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,