Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, verður gestur Héðins Halldórssonar.
Lögin sem hann valdi voru:
1. Kaupakonan hans Gísla í Gröf - Haukur Morthens
2. Skýin - Spilverk þjóðanna
3. Tætum og tryllum - Stuðmenn
4. Je t'aime - Jane Birkin og Serge Gainsbourg
5. Du hast - Rammstein
Bók eftir Arnald Indriðason.
Hluturinn var veiðistöng.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður fjallað um tvö tónverk sem byggð eru á sögunni „Risinn eigingjarni" (The Selfish Giant) eftir Oscar Wilde. Sagan kom út í bók árið 1888 og fjallar um risa sem á fallegan blómagarð. Hann vill ekki lofa börnum að leika sér í honum og byggir múrvegg í kringum garðinn. En þegar börnin hætta að koma í garðinn vill vorið ekki koma þangað heldur svo veturinn ríkir stöðugt í garði risans. Dag einn gerist nokkuð sem kemur risanum á óvart og breytir afstöðu hans. Tónverkin tvö, sem byggð eru á sögunni, eru eftir Penelope Thwaites og Eric Coates. Verk Thwaites er frá árinu 1968, en verk Coates frá árinu 1925. Í þættinum verða lesin brot úr sögu Wildes í þýðingu eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesari er Guðni Tómasson.
Robert Schumann (1810–1856) var eitt merkasta tónskáld nítjándu aldar. Hann er erkitýpa hins rómantíska snillings og sveiflaðist stöðugt á milli oflætis og deyfðar, ofsalegra afkasta og algjörs aðgerðaleysis. Draumur Schumanns um að verða konsertpíanisti rættist ekki, en fyrsta áratug tónsmíðaferils síns helgaði hann píanóinu alla krafta sína og voru 23 fyrst útgefnu tónverk hans samin fyrir einleikspíanó. Þar á meðal eru mörg af merkustu og þekktustu verkum sem skrifuð hafa verið fyrir hljóðfærið. Sex þeirra hljóma í þessari þáttaröð, öll samin á gríðarlega frjósömu fjögurra ára tímabili (1834–38) og þrungin persónulegum tilvísunum og táknum. Í þáttunum er ljósi varpað á þessi tengsl með brotum úr dagbókum og bréfum og sagt frá áhrifum ástarmála hins unga tónskálds á tilurð verkanna.
Umsjón: Halldór Hauksson.
Schumann hófst handa við að semja Davidsbündlertänze, op. 6, í ágúst 1837, örfáum dögum eftir að Clara Wieck hafði gefið honum til kynna í bréfi að hún vildi deila lífi sínu með honum, og hafði lokið uppkasti að því um miðjan september. Áhrif unnustunnar ungu á tilurð þessara átján dansa eru ljós strax í byrjun verksins þegar Schumann vitnar í masúrka sem er að finna í verki eftir Clöru. „Þessir dansar geyma margar hugsanir um brúðkaup okkar – þeir urðu til í mestu sælutilfinningu sem ég hef nokkurn tíma upplifað!“ En verkið er líka menningarpólítískt innlegg. Schumann skar upp herör gegn því sem honum fannst vera yfirborðskennt og innihaldsrýrt í tónlist. Í huga hans varð til fylking persóna, með raunverulegar fyrirmyndir að meira eða minna leyti, sem barðist við hlið hans undir merki hins forna Davíðs konungs gegn hinum skammsýnu Filisteum samtímans. Í Dönsum Davíðsbandalagsins kviknar þessi heillandi heimur til lífs.
Lesarar með umsjónarmanni eru Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir.
Veðurstofa Íslands.
Átta þátta röð um eyjuna sem minni í bókmenntasögu Vesturlanda. hefst í dag. Fjallað um forvitnilegra eyjar í vestrænum bókmenntum og
rýnt í það líf sem þar er lifað.
Umsjónarmaður er Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Amardóttir.
Í þessum þætti er fjallað um Eyjar-stefið í forngrískum goðsögum og fyrirmyndarríkið Atlantis sem á að hafa sokkið í sæ endur fyrir löngu.
Guðsþjónusta.
Séra Hildur Eir Bolladóttir þjónar fyrir altari og predikar. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Meðhjálpari er Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir.
TÓNLIST:
Forspil: Jesús, mín morgunstjarna. Jón Þórarinsson.
Inngöngusálmur: 519a. Guð helgur andi, heyr oss nú. Lag frá 13. öld, úts. Róbert Abraham Ottósson. Texti: Marteinn Lúther / Helgi Hálfdánarson.
Lofgjörðarvers: 275. Ljós ert þú lýði. Lag: Giovanni Gastoldi. Texti: Cyriakus Schneegass / Guðmundur Sigurðsson.
Guðspjallssálmur: 517. Sannleikans andi. Lag: Stralsund. Texti: Valdimar Briem.
Eftir predikun:
Ég vil lofa eina þá. Lag: Bára Grímsdóttir. Texti: Gamalt helgikvæði.
Tónlist fyrir altarisgöngu: Nú sefur allt. Lag: Þorvaldur Örn Davíðsson. Texti: Davíð Stefánsson.
Tónlist undir altarisgöngu: Orgelspuni.
Lokasálmur: 420. Angi hvílir undir sæng. Lag: Bára Grímsdóttir. Texti Gerður Kristný.
Eftirspil: Largo fyrir Eyþór, yfir klukknastef Akureyrarkirkju. Gísli Jóhann Grétarsson.
Útvarpsfréttir.
Þroskahjálp segir gríðarlega alvarlegt að karlmenn sem höfðu samræði við andlega fatlaða konu fyrir tilstuðlan yfirmanns hennar hafi ekki sætt ákæru. Embætti héraðssaksóknara segir ólíklegt að ákærur hefðu leitt til sakfellingar.
Sextán eru nú staðfestir látnir vegna eldanna í Los Angeles. Sterkum vindum er spáð fram í miðja vikuna og því ólíklegt að hægt verði að slökkva eldana strax.
Úkraínuforseti segir her landsins hafa tekið tvo særða norðurkóreska hermenn höndum í Rússlandi. Annar þeirra hafi borið rússnesk herskilríki.
Umhverfisráðherra segist leggja áherslu á réttlát orkuskipti sem bitni ekki ójafnt á fólki eftir búsetu eða tekjum.
Íslendingar þurfi bæði að ná settum markmiðum og búa sig undir áhrif loftslagsbreytinga.
Konur í áhættuhópum fyrir brjóstakrabbamein fá ekki niðurgreiðslu á brjóstaskimun líkt og konur sem ekki eru í áhættu. Formaður Brakkasamtakanna segir þetta mismunun.
Félagsleg tengsl geta bætt heilsu fólks og dregið úr sjúkdómsáhættu, þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar.
Bríet, Kári Egilsson og Elín Hall eru á meðal þeirra sem hlutu hæstu styrkina úr Tónlistarsjóði sem stofnaður var í fyrra. 77 milljónum var úthlutað til 74 verkefna.
Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir íslenska liðið þurfa að átta sig á að það sé býsna gott í handbolta en megi ekki leyfa sér neina vitleysu. Fyrsti leikur HM er á fimmtudag og endasprettur undirbúningsins hafinn.
Hádegisfréttir eru aðgengilegar sem hlaðvarp í Spilaranum. Hægt er að senda fréttastofu ábendingar á fréttir hjá rúv.is.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða eru tveir bandaríkjaforsetar til umfjöllunar, þeir Donald Trump og Jimmy Carter. Fréttamaðurinn Oddur Þórðarson ræðir við Karitas um þá en í seinni hluta þáttarins kynnumst við Mohammed Asaaf, Idol-stjörninni frá Gaza.
Jóhannes Ólafsson fjallar um rithöfundinn Han Kang frá Suður-Kóreu sem hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum í ár. Verðlaunin hlýtur Han fyrir ákafan og ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar hve brothætt mannlífið er eins og segir í umsögn nóbelsnefndarinnar. Han hefur hlotið fjölda virtra verðlauna fyrir verk sín og hún vakti fyrst alþjóðlega athygli fyrir skáldsöguna Grænmetisætan sem kom út á ensku 2015. Han er fyrsti höfundurinn frá Suður-Kóreu og fyrsta konan frá asíu til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Farið er yfir feril Han Kang og rýnt í nokkrar bækur hennar í þættinum.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.
Útvarpsfréttir.
Hljóðritun frá Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fóru í Eldborgarsal Hörpu sl. föstudag.
Á efnisskrá er sígild Vínartónlist, aríur og dúettar úr vinsælum óperettum og valsar, polkar og gallopp.
Einsöngvarar: Bryndís Guðjónsdóttir og Einar Dagur Jónsson.
Stjórnandi: Ville Matvejeff.
Kynnir: Pétur Grétarsson.
Fréttir
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Þátturinn fjallar um konur sem fóru til Kaupmannahafnar forðum, til að leita ásjár eða frelsis eða af því þeim nauðugur sá kostur. Vitnað er til ævisagna og heyra má áhrifamiklar örlagasögur sem ekki hafa verið sagðar opinberlega áður.
Rætt er við Pálínu Magnúsdóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Andrea Diljá Edwinsdóttir meistaranemi í þjóðfræði. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Andrea talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
All Fours e. Miranda July
Dalalíf e. Guðrún frá Lundi
Aðventa e. Gunnar Gunnarsson
Surfacing e. Margaret Atwood
The Year of Magical Thinking e. Joan Didion
Úr djúpunum e. Oscar Wilde
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Öll höfum við séð smámunahillur fullar af hlutum sem einhverjum finnst vera skran en aðrir álíta gersemar. Hvað fær fullorðið fólk til að safna smáhlutum í dúkkuhús eða verja löngum stundum í módelsmíði? Hvað er smámunalist og hvaða tilgangi þjónar hún? Við köfum í þetta og fleira til að varpa ljósi á þennan afmarkaða kima sjónlista, kima sem hefur lengi verið til staðar í einhverri mynd en breiðir sífellt meira úr sér á öld stafrænnar tækni.
Umsjón: Inga Kristín Skúladóttir
Veðurfregnir kl. 22:05.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Fjölbreytnin í fyrirrúmi. Írski knattspyrnumaðurinn Paul McGrath söng fyrir hlustendur rétt eins og tyrknesk poppstjarna sem Wikipedia kann varla deili á. Auk þess var Futuregrapher minnst en hann átti upphafslag þáttarins.
Kristín Bergs býður hlustendum í Afróbúggí þar sem tónlistararfur Afríku er í brennidepli.
Útvarpsfréttir.
Þroskahjálp segir gríðarlega alvarlegt að karlmenn sem höfðu samræði við andlega fatlaða konu fyrir tilstuðlan yfirmanns hennar hafi ekki sætt ákæru. Embætti héraðssaksóknara segir ólíklegt að ákærur hefðu leitt til sakfellingar.
Sextán eru nú staðfestir látnir vegna eldanna í Los Angeles. Sterkum vindum er spáð fram í miðja vikuna og því ólíklegt að hægt verði að slökkva eldana strax.
Úkraínuforseti segir her landsins hafa tekið tvo særða norðurkóreska hermenn höndum í Rússlandi. Annar þeirra hafi borið rússnesk herskilríki.
Umhverfisráðherra segist leggja áherslu á réttlát orkuskipti sem bitni ekki ójafnt á fólki eftir búsetu eða tekjum.
Íslendingar þurfi bæði að ná settum markmiðum og búa sig undir áhrif loftslagsbreytinga.
Konur í áhættuhópum fyrir brjóstakrabbamein fá ekki niðurgreiðslu á brjóstaskimun líkt og konur sem ekki eru í áhættu. Formaður Brakkasamtakanna segir þetta mismunun.
Félagsleg tengsl geta bætt heilsu fólks og dregið úr sjúkdómsáhættu, þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar.
Bríet, Kári Egilsson og Elín Hall eru á meðal þeirra sem hlutu hæstu styrkina úr Tónlistarsjóði sem stofnaður var í fyrra. 77 milljónum var úthlutað til 74 verkefna.
Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir íslenska liðið þurfa að átta sig á að það sé býsna gott í handbolta en megi ekki leyfa sér neina vitleysu. Fyrsti leikur HM er á fimmtudag og endasprettur undirbúningsins hafinn.
Hádegisfréttir eru aðgengilegar sem hlaðvarp í Spilaranum. Hægt er að senda fréttastofu ábendingar á fréttir hjá rúv.is.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
***Hljómsveitin Skálmöld hélt tónleika í Eldborg í Hörpu í nóvember þrjú kvöd í röð þar sem þeir strákarnir spiluðu öll lögin af öllum sex plötunum sem hljómsveitin hefur gefið út. Þetta gekk allt upp hjá Þeim. Hugmyndin fæddist á bar í útlöndum eftir vel heppnaða tónleika og var svo framkvæmd. Þetta var mikið þrekvirki sem kallaði á miklar æfingar og sum lögin höfðu aldrei verið spiluð á tónleikum. Núna ætlar Skálmöld að spila brot af þvi besta frá þessum Eldborgartónleikum á tvennum tónleikum í Hofi á Akureyri í byrjun febrúar og þeir eru gestir Rokklands í seinni hlutanum þeir Jón Geir trommari og Þráinn Árni gítarleikari.
***Stína Ágústsdóttir er úr vesturbænum í Reykjavík, hún dansaði mikið og söng þegar hún var stelpa, en lærði svo verkfærði, stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki í London eftir nám, girftist svo manni úr Grindavík, flutti með honum til Kanada, svo til Stokkhólms þar sem þau búa í dag og Stína er enn að syngja og dansa. Hún sendi frá sér plötuna Your Unfaithfully í haust, en þar eru með henni flottir gaurar – þrír íslenskir - Mikael Máni Ásmundsson – Magnús Jóhann – Magnús Trygvason Eliassen og einn Svíi – Henrik Linder. Stína heimsótti Rokkland í vikunni sem leið áður en hún tók flugið heim til Svíþjóðar eftir áramót með fjölskyldunni á íslandi.
En við byrjum á smá led Zeppelin.
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Velkomin í Plötu vikunnar. Í þetta skiptið fáum við til okkar hæfileikaríku tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur, sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi bæði sem sólólistamaður og meðlimur hljómsveita eins og Rökkurró. Hún hefur nýlega gefið út nýja plötu þar sem hún sameinar indie-rætur sínar við rafræna og popptónlistarleg áhrif. Í þættinum ræðum við við hana um sköpunarferlið, innblásturinn á bak við nýju lögin og hvernig hún nálgast tónlist sem listform. Þetta verður samtal sem þú vilt ekki missa af!