18:10
Spegillinn
Samskipti vegna bygginga grænu skemmunnar, ríkisstjórn Noregs riðar til falls og verkföll kennara
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

4. orkupakkinn er við það að sprengja norsku stjórnina og það hriktir í stjórnarsamstarfi Verkamannaflokksins og Miðflokksins;

Verkföll kennara vofa yfir um mánaðamótin og ekkert miðar áfram í deilunni.,

Mikil samskipti voru milli þeirra sem byggðu græna, stóra vöruhúsið við Álfabakka og starfsmanna borgarinnar í aðdraganda framkvæmdarinnar. Þau samskipti snerust þó að mjög litlu leyti um útlit og stærð hússins eða hugsanleg áhrif þess á íbúa við Árskóga 7, heldur fyrst og fremst hvort stórfyrirtækið Hagar, sem ætlar að leigja húsið undir sína starfsemi, fengi nægilega mörg bílastæði.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,