Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson verður með okkur á eftir. Trump Bandaríkjaforseti kom við sögu í spjalli um erlend málefni, líka biskupinn í Washington; Mariann Edgar Budde, sem bað forsetann að sýna miskunn og uppskar ókvæðisorð úr Hvíta húsinu. Þá var fjallað um Panama.
Trump boðar nýja gullöld í Bandaríkjunum. Gullöld er hugtak sem gjarnan er notað um velsældarskeið, stutt eða löng. Að líkindum setti gríska skáldið Hesíó-dos þetta fyrst fram. Hann lýsti fyrsta tímabili í sögu mannkyns sem gullöld. Við lítum um engi og akra hvar smjör drýpur af hverju strái: - já hvernig var lífið á gullöld, eða öllu heldur hvernig lýsti Hesíódos gullöldinni? Geir Þ. Þórarinsson aðjunkt við Háskóla Íslands sagði okkur frá því.
Og upp úr hálf níu fjölluðum við um húsakost Listasafns Íslands. Hann er hvorki nægur né nægilega góður. Sýningarýmið er of lítið og geymslur ófullnægjandi. Getur verið að verk gömlu meistaranna, sem og samtímalistamanna liggi undir skemmdum? Hvaða kostir eru í stöðunni? Ingibjörg Jóhannsdóttir safnstjóri Listasafnsins kom til okkar.
Tónlist:
Sálgæslan - Út í myrkrið.
Count Basie and his Orchestra og Ella Fitzgerald - On the sunny side of the street.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við höfum fjallað talsvert um fjármál og heimilisbókhald undanfarið í Mannlega þættinum, t.d. með Fjármálunum á mannamáli á mánudögum. Þá kemur gjarnan upp hugtakið fjármálalæsi og hvort það sé til dæmis lögð nógu mikil áhersla á að kenna fjármálalæsi í skólum landsins. Kristín Lúðvíksdóttir, sem vinnur í fræðslu- og menntamálum hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu, kom í þáttinn í dag og sagði okkur til dæmis frá Fjármálaleikunum, keppni grunnskólanna í fjármálalæsi, sem haldin hefur verið í nokkur ár á vegum Fjármálavits, sem er fræðsluvettvangur um fjármálalæsi ungmenna.
Svo var það Katrín mikla, hún var þýsk en varð óvænt keisaraynja Rússlands 1762. Hún varð einvaldur í einu mesta feðraveldi Evrópu og gerði Rússland að stórveldi, reyndi að bæta hag almennings, en sýndi líka mikla hörku þegar svo bar undir. Illugi Jökulsson kom til okkar og sagði frá Katrínu miklu og áhrifum hennar allt til dagsins í dag, sem hann mun kenna á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ.
Eftir rúmar tvær vikur verður frumflutt ný íslensk ópera í Gamla bíói. Þetta er óperan Hliðarspor eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Sýningin er hluti af svokölluðum Figaró-þríleik, en fyrri hlutar hans, Rakarinn í Sevilla og Brúðkaup Figarós, verða í sýningu á svipuðum tíma í flutningi Sviðslistahópsins Óðs og Kammeróperunnar. Allar þessar óperur byggja á leikritum franska leikskáldsins og athafnamannsins Pierre Beaumarchais. Síðasta leikritið er minnst þekkt, en Hliðarspor er byggt á því. Óperan gerist ca. 20 árum eftir að Brúðkaupi Figarós lýkur. Í helstu hlutverkum eru átta einsöngvarar og níu manna kammersveit sér um meðleikinn. Við töluðum við Þórunni höfund verksins og Hafstein Þórólfsson sem syngur eitt aðalhlutverkið og heyrðum áhugavert brot úr sýningunni.
Tónlist í þættinum:
Daglega fer mér fram / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Ég fer í nótt / Vilhjálmur Vilhjálmsson (J. Allison, texti Ómar Ragnarsson)
Vesturgata / Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir lagasetningu til skoðunar komi til verkfalla kennara um mánaðamótin. Óvíst er um framhald funda og deilan er í hnút.
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að það hafi komið sér í opna skjöldu að leyfi til að vista hælisleitendur í JL-húsinu hafi verið fellt úr gildi. Afleiðingarnar eigi eftir að koma í ljós.
Leiðtogar í stjórnmála- og viðskiptalífi á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss bíða í ofvæni eftir ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem hann heldur síðar í dag.
Rúmlega 3500 tillögur hafa borist í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag.
Svæði á við hálfan Garðabæ brann á nokkrum klukkustundum í Kaliforníu í gærkvöld og nótt. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
Það kemur í ljós í dag hvort íslenska kvikmyndin Snerting, fær tilnefningu til Óskarsverðlauna. Hún hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda en eldarnir vestanhafs höfðu áhrif á kynningarstarf.
Í Dalabyggð eru 118 íbúðir þar sem enginn á lögheimili. Flestar eru orlofshús og sveitarstjóri í Dalabyggð segir skort á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.
Eftir frækinn sigur á Egyptum í gær er íslenska landsliðið með pálmann í höndunum á HM í handbolta. Sigrum fjölgar sem og trylltum Íslendingum á pöllunum í Zagreb.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
E. coli hópsýkingin sem upp kom á leikskóla í Reykjavík í fyrra hefur vakið fólk til umhugsunar um hættur í eldhúsum. Í þessum þætti ræðum við um hættur í eldhúsum á heimilum landsmanna því þar getur verklagið líka klikkað og það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Við ræðum við kennara í matvælaöryggi og heimilisfræði, þau Margréti Sigfúsdóttur og Baldur Sæmundsson. Þóra Tómasdóttir ræddi við þau.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í dag höldum við áfram að fjalla um framtíðina. Höldum áfram með viðtalsröð okkar, þar sem við ræðum við framtíðarhugsuði sem taka þátt í framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins næstu helgi. Við ætlum við að fræðast um bókmenntagrein, listastefnu og aðgerðastefnu sem hefur fengið heitið sólarpönk. Þetta er leið til að sjá fyrir sér framtíð þar sem fólk lifir í sátt og samlyndi við hvert annað og vistkerfið sem við búum í. Við fáum til okkar James Tomasino, sem heldur úti hlaðvarpi tileinkað sólarpönki, til að segja okkur meira um þessa áhugaverðu hugmynd.
Svo ætlum við að heimsækja veröld blómanna. Jelena Bialetic leikskólakennari og hin fimm ára gamla Halldóra Móa ætla að ræða við okkur og segja okkur frá því hvernig samkennd með blómum og listsköpun barna getur hjálpað okkur að hugsa og taka ákvarðanir um framtíðina.
Og að lokum flytjum við pistil frá Birgittu Björgu Guðmarsdóttur, rithöfundi og pistlahöfundi Samfélagsins.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Tónskáldið Wolfgang Amadeus Mozart fæddist árið 1756. Hann var því uppi á tíma Upplýsingarinnar svokölluðu, en hún fólst í breyttum viðhorfum sem margir heimspekingar, rithöfundar og stjórnmálamenn boðuðu á 18. öld. Þekking og vísindi áttu að koma í staðinn fyrir hjátrú eða trúarkreddur, miskunnsemi og mannúð átti að koma í stað grimmilegra refsinga, og einnig var boðað aukið frelsi og jafnrétti. Viðhorf Upplýsingarstefnunnar setja svip sinn á margar af tónsmíðum Mozarts og má þar til dæmis nefna óperurnar "Brúðkaup Fígarós", "La clemenza di Tito" og "Töfraflautuna". Í þættinum verða leiknar tónsmíðar eftir Mozart þar sem finna má áhrif frá Upplýsingarstefnunni. Einnig verður fjallað um kynni Magnúsar Stephensen af óperunni "Töfraflautunni" árið 1826, en Magnús var einmitt helsti forkólfur Upplýsingarstefnunnar á Íslandi. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Gunnar Hansson.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Margrétar Sigurðardóttur er Finnbogi Óskarsson efnafræðingur og túbuleikari. Finnbogi kann vel við sig í sveitum landsins þar sem hann eyðir drjúgum tíma við sýnatöku fyrir Íslenskar orkurannsóknir en þess á milli leikur hann á túbu í ýmsum hljómsveitum og kennir upprennandi blásurum á hljóðfærið. Í þættinum deilir Finnbogi með áheyrendum sinni eftirlætistónlist og segir frá bókinni sem hann tæki með sér á eyðibýli.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Við hefjum þáttinn á því að taka á móti Önnu Rós Árnadóttur, handahafa Ljóðstafs Jóns úr Vör. Anna Rós les sigurljóðið Skeljar og segir frá innblæstrinum að baki.
Myrkir músíkdagar hefjast á morgun og standa yfir fram á sunnudagskvöld með fjölda viðburða. Meðal þeirra eru tvær öróperur Elínar Gunnlaugsdóttur fluttar í stigunum í opnu rými Hörpu. Elín segist hafa sérstaklega gaman af því að leika sér með rými. Það setji klassísk verk eins og öróperurnar hennar í annað samhengi og geri þau aðgengilegri. Elín verður gestur okkar í dag.
Jelena Ciric fjallar í pistli um tónlistarfólk sem gaf aðeins út eina hljómplötu í fullri lengd á ferlinum, en sem náði samt að setja mark sitt rækilega á tónlistarsöguna. Og Trausti Ólafsson rýnir í Rakarann í Sevilla í uppsetningu sviðslistahópsins Óðs.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fyrir þrjátíu árum síðan ríkti mikil bjartsýni og stórhugur meðal íslenskra handboltaunnenda, en þá, árið 1995 hélt Ísland einmitt heimsmeistaramótið í handbolta - fyrsta og eina skiptið sem Ísland hefur haldið stórmót í boltaíþrótt. Að þessu tilefni höfum við verið að endurflytja örseriuna “Þegar Ísland hélt stórmót” sem við Anna Marsibil Clausen gerðum hér í Lestinni fyrir nokkrum árum um þetta sögulega mót - mót sem var mjög umdeilt á sínum tima, og er það kannski enn. Í þætti dagsins heyrum við fjórða og síðasta þátt seríunnar og þá verður rætt um afleiðingar og eftirmála keppninnar.
Við heyrum líka um bandaríska rapparann OG Maco sem lést í lok síðasta árs, en hann var rétt rúmlega þrítugur. Maco spilaði á Íslandi árið 2017 og vakti mikla athygli fyrir sviðsframkomu sína. Þórður Ingi Jónsson minnist rapparans og ræðir um hann við Lexa Picasso.
Katrín Helga Ólafsdóttir tónlistarkona og pistlahöfundur í Lestinni ferðaðst til Sisimiut á vesturströnd Grænlands í desember í fyrra og kynnti sér land og þjóð. Í dag flytur hún okkur pistil um það hvernig þjóðarsálin kemur henni fyrri sjónir: litaval á húsum, skammdegið, jólaljós, kóramenning, mótmæli vegna foreldraprófa, endurvakning gamalla hefða, Allt þetta og margt fleira kemur við sögu í innslaginu.
Við nefnum líka tilnefningar til Óskarsverðlaunanna sem voru kunngjörðar fyrr í dag.
Fréttir
Fréttir
Bandaríkjaforseti vill að Evrópuríki verji 5% af þjóðarframleiðslu sinni í varnarmál.
Forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins taldi að öll leyfi væru fyrir hendi við undirritun leigusamnings um JL húsið. Hann segir nauðsynlegt að leysa úr húsnæðismálum hælisleitenda.
Formaður Matvís segir að fólk með sveinspróf í matvælaiðnaði fái það ekki metið til launa á leikskólum landsins og því geti verið erfitt að fá menntað fólk í störfin.
Þriðji ættbogi fjár sem ber ARR genið sem verndar fyrir riðu er fundinn í Mýrdal.
Samskipti þeirra sem byggja grænu skemmuna í Breiðholti og borgaryfirvalda snerust aðallega um bílastæði við húsið og þau sýna að Hagar sögðust ekki myndu leigja húsið nema ásættanlegur fjöldi bílastæða yrði þar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
4. orkupakkinn er við það að sprengja norsku stjórnina og það hriktir í stjórnarsamstarfi Verkamannaflokksins og Miðflokksins;
Verkföll kennara vofa yfir um mánaðamótin og ekkert miðar áfram í deilunni.,
Mikil samskipti voru milli þeirra sem byggðu græna, stóra vöruhúsið við Álfabakka og starfsmanna borgarinnar í aðdraganda framkvæmdarinnar. Þau samskipti snerust þó að mjög litlu leyti um útlit og stærð hússins eða hugsanleg áhrif þess á íbúa við Árskóga 7, heldur fyrst og fremst hvort stórfyrirtækið Hagar, sem ætlar að leigja húsið undir sína starfsemi, fengi nægilega mörg bílastæði.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Frægasta prump í heimi (Jemen - úr 1001 nótt)
Ofurprumpið (Japan)
Prump forðast kuldann (Þýskaland)
Leikraddir:
Atli Már Steinarsson
Árni Beinteinn Árnason
Guðrún Gunnarsdóttir
Gunnar Hansson
Hafsteinn Vilhelmsson
Jóhannes Ólafsson
Karitas M. Bjarkadóttir
Ragnar Eyþórsson
Sigurrós Ylfa Rúnarsdóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Veðurfregnir kl. 18:50.
Hljóðritun frá tónleikum í Tónleikahúsi Danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn, 21. nóvember á liðnu ári.
Flytjendur: Danielle Niese, Jasmin White, Julie Roset og Jóhann Kristinsson.
Kór Málmeyjaróperunnar og Þjóðarsinfóníuhljómsveit Danmerkur.
Stjórnandi: Geoffrey Paterson.
Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Í dag höldum við áfram að fjalla um framtíðina. Höldum áfram með viðtalsröð okkar, þar sem við ræðum við framtíðarhugsuði sem taka þátt í framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins næstu helgi. Við ætlum við að fræðast um bókmenntagrein, listastefnu og aðgerðastefnu sem hefur fengið heitið sólarpönk. Þetta er leið til að sjá fyrir sér framtíð þar sem fólk lifir í sátt og samlyndi við hvert annað og vistkerfið sem við búum í. Við fáum til okkar James Tomasino, sem heldur úti hlaðvarpi tileinkað sólarpönki, til að segja okkur meira um þessa áhugaverðu hugmynd.
Svo ætlum við að heimsækja veröld blómanna. Jelena Bialetic leikskólakennari og hin fimm ára gamla Halldóra Móa ætla að ræða við okkur og segja okkur frá því hvernig samkennd með blómum og listsköpun barna getur hjálpað okkur að hugsa og taka ákvarðanir um framtíðina.
Og að lokum flytjum við pistil frá Birgittu Björgu Guðmarsdóttur, rithöfundi og pistlahöfundi Samfélagsins.
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við höfum fjallað talsvert um fjármál og heimilisbókhald undanfarið í Mannlega þættinum, t.d. með Fjármálunum á mannamáli á mánudögum. Þá kemur gjarnan upp hugtakið fjármálalæsi og hvort það sé til dæmis lögð nógu mikil áhersla á að kenna fjármálalæsi í skólum landsins. Kristín Lúðvíksdóttir, sem vinnur í fræðslu- og menntamálum hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu, kom í þáttinn í dag og sagði okkur til dæmis frá Fjármálaleikunum, keppni grunnskólanna í fjármálalæsi, sem haldin hefur verið í nokkur ár á vegum Fjármálavits, sem er fræðsluvettvangur um fjármálalæsi ungmenna.
Svo var það Katrín mikla, hún var þýsk en varð óvænt keisaraynja Rússlands 1762. Hún varð einvaldur í einu mesta feðraveldi Evrópu og gerði Rússland að stórveldi, reyndi að bæta hag almennings, en sýndi líka mikla hörku þegar svo bar undir. Illugi Jökulsson kom til okkar og sagði frá Katrínu miklu og áhrifum hennar allt til dagsins í dag, sem hann mun kenna á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ.
Eftir rúmar tvær vikur verður frumflutt ný íslensk ópera í Gamla bíói. Þetta er óperan Hliðarspor eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Sýningin er hluti af svokölluðum Figaró-þríleik, en fyrri hlutar hans, Rakarinn í Sevilla og Brúðkaup Figarós, verða í sýningu á svipuðum tíma í flutningi Sviðslistahópsins Óðs og Kammeróperunnar. Allar þessar óperur byggja á leikritum franska leikskáldsins og athafnamannsins Pierre Beaumarchais. Síðasta leikritið er minnst þekkt, en Hliðarspor er byggt á því. Óperan gerist ca. 20 árum eftir að Brúðkaupi Figarós lýkur. Í helstu hlutverkum eru átta einsöngvarar og níu manna kammersveit sér um meðleikinn. Við töluðum við Þórunni höfund verksins og Hafstein Þórólfsson sem syngur eitt aðalhlutverkið og heyrðum áhugavert brot úr sýningunni.
Tónlist í þættinum:
Daglega fer mér fram / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Ég fer í nótt / Vilhjálmur Vilhjálmsson (J. Allison, texti Ómar Ragnarsson)
Vesturgata / Björgvin Halldórsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fyrir þrjátíu árum síðan ríkti mikil bjartsýni og stórhugur meðal íslenskra handboltaunnenda, en þá, árið 1995 hélt Ísland einmitt heimsmeistaramótið í handbolta - fyrsta og eina skiptið sem Ísland hefur haldið stórmót í boltaíþrótt. Að þessu tilefni höfum við verið að endurflytja örseriuna “Þegar Ísland hélt stórmót” sem við Anna Marsibil Clausen gerðum hér í Lestinni fyrir nokkrum árum um þetta sögulega mót - mót sem var mjög umdeilt á sínum tima, og er það kannski enn. Í þætti dagsins heyrum við fjórða og síðasta þátt seríunnar og þá verður rætt um afleiðingar og eftirmála keppninnar.
Við heyrum líka um bandaríska rapparann OG Maco sem lést í lok síðasta árs, en hann var rétt rúmlega þrítugur. Maco spilaði á Íslandi árið 2017 og vakti mikla athygli fyrir sviðsframkomu sína. Þórður Ingi Jónsson minnist rapparans og ræðir um hann við Lexa Picasso.
Katrín Helga Ólafsdóttir tónlistarkona og pistlahöfundur í Lestinni ferðaðst til Sisimiut á vesturströnd Grænlands í desember í fyrra og kynnti sér land og þjóð. Í dag flytur hún okkur pistil um það hvernig þjóðarsálin kemur henni fyrri sjónir: litaval á húsum, skammdegið, jólaljós, kóramenning, mótmæli vegna foreldraprófa, endurvakning gamalla hefða, Allt þetta og margt fleira kemur við sögu í innslaginu.
Við nefnum líka tilnefningar til Óskarsverðlaunanna sem voru kunngjörðar fyrr í dag.