21:00
Samfélagið
Nýsköpun í kirkjugörðum, engin loðna, umhverfispistill Stefáns Gíslasonar
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þegar rætt er um kirkjugarða eru nýsköpun, ratleikir og partístand kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í huga fólks - en það er heilmikil nýsköpun sem á sér stað í kirkjugörðum um allan heim, straumar og stefnur. Við ræðum við Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykja­vík­ur­pró­fast­dæma, meðal annars um þéttingu byggðar í görðunum og QR-kóða sem bráðlega verða settir á grafir í Kópavogi.

Niðurstöður nýliðins rannsóknarleiðangurs þar sem þess var freistað að mæla magn loðnu við Ísland gefur ekki tilefni til að breyta fyrri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um engar loðnuveiðar á þessari vertíð. Lítið mældist og sterkar líkur eru á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. Við ætlum að tala um loðnu við Birki Bárðarson fiskifræðing sem stýrði leiðangrinum.

Umhverfispistill frá Stefáni Gíslasyni - Hver á að gera það? Er það Indriði?

Tónlist:

Dansa på min grav - Bo Kaspers Orkester

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
e
Endurflutt.
,