Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Siguvin Lárus Jónsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann í þætti dagsins. Svíar eru einu skrefi nær aðild að Atlantshafsbandalaginu og kosningar verða um helgina í Finnlandi og hlaupin er spenna í þær. Og svo eru það kosningarnar í Bandaríkjunum - Bogi ræddi við Jón Óskar Sólnes sem er búsettur í Washington um stöðu mála.
Áföll og ofbeldi hafa mikil áhrif á heilsufar kvenna, en orsakasamband þarna á milli er til skoðunar í langtímarannsókninni Áfallasaga kvenna. Edda Björk Þórðardóttir lektor í faraldsfræði kom til okkar og sagði frá þessari merku rannsókn.
Fólk safnar ýmsu. Sumir safna frímerkjum eða merktum pennum, Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur safnar öðru - hún safnar upplýsingum um gömul hús sem hafa verið flutt á milli staða. Guðlaug sagði okkur frá því hvernig það kom til að hún fór að safna húsum - og hverju hún hefur komist að.
Tónlist:
James, Etta - Sunday kind of love.
Elín Eyþórsdóttir Söebech - Get away.
Campbell, Mairi - Auld Lang Syne.
Simply Red - Holding back the years.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Inga Tinna forstjóri og eigandi Dineout segir frá hugmyndinni og hvernig hún gafst aldrei upp. Hún tók nýlega við heiðursverðlaunum Félags kvenna í atvinnulífinu.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við fjölluðum um bókina Geðhvörf fyrir byrjendur sem kom út í dag. Í henni er farið í gegnum greiningu geðhvarfa, líf með geðhvörfum, meðferð og bata. Guðmunda Sirrý Arnardóttir kennari er ein fjögurra höfunda bókarinnar kom til okkar í dag og sagði okkur betur frá bókinni sem hún segir að miðli nýjustu þekkingu í bæði læknisfræðilegri og batamiðaðri fræði.
Læknadagar voru haldnir í síðustu viku og þar var víða komið við. Meðal annars var málþing um hormónameðferð kvenna en hormónameðferð er beitt í miklum mæli við tíðahvarfaeinkennum. Slík meðferð getur aukið áhættuna á kvenkrabbameinum þar með talið brjóstakrabbameinum og legbolskrabbameinum. Á málþinginu var leitast við að skýra þá áhættu og við fengum þær í spjall, Sigurdísi Haraldsdóttur krabbameinslæknir og yfirlækni á Landspítalanum og dósent við Háskóla Íslands og Kolbrúnu Pálsdóttur kvensjúkdómalækni, yfirlækni kvenlækningateymis á Landspítalanum og sérfræðing í krabbameinslækningum kvenna.
Tónlist í þættinum í dag:
Ljósvíkingur / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson)
Quiet Nights of Quiet Stars / Henri Mancini og hljómsveit
Rewrite / Paul Simon (Paul Simon)
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Verkalýðsfélögin hafa slegið af kröfum sínum og nú er það Samtaka atvinnulífsins að bregðast við. Þetta segir formaður Eflingar. Óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður í kjaradeilu SA og verkalýðsfélaganna innan ASÍ.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru á Alþingi í morgun sakaðir um að stilla launafólki upp á móti Grindvíkingum og hleypa illu blóði í kjaraviðræðurnar.
Úkraínumenn hafa farið fram á alþjóðlega rannsókn á aðdraganda þess að rússnesk herflugvél fórst í gær. Rússar saka Úkraínumenn um að hafa skotið vélina niður með 65 úkraínska fanga innanborðs.
Sunnanstormur gekk yfir landið í nótt og morgun en veður er víðast hvar gengið niður. Ofanflóðahætta er enn töluverð en minnkar þegar líður á daginn og frystir.
Mótmælendur létu rok og rigningu ekki á sig fá og sátu úti undir berum himni á Austurvelli í miðborginni í nótt.
Ekki hefur komið til þess að aldraðir einstaklingar á Landspítala hafi verið fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. 30 af ríflega 100 sem voru í biðstöðu á spítalanum hafa fengið pláss á höfuðborgarsvæðinu.
Umhverfisráðherra segir grafalvarlegt hve algengt er að stjórnvöld gangi lengra í löggjöf en þær lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evróputilskipunum. Formaður ungra umhverfissinna segir óþarflega dökka mynd dregna upp.
Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Kóreu hafa varað fólk við að djúpsteikja og borða tannstöngla.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Nú er liðin ein og hálf vika um það bil síðan jörð opnaðist á Reykjanesskaganum - í fjórða sinn á nokkrum árum. Gossprungan teygði sig inn fyrir varnargarðana sem áttu að vernda Grindavík, önnur opnaðist síðan innan þeirra og kvikan hlífði engu sem í vegi hennar varð. Þrjú einbýlishús, vegir og lagnir urðu gosinu að bráð. Og jörðin undir Grindavíkurbæ gliðnaði enn frekar. Sprungunum fjölgaði, undirlagið varð enn ótryggara. Nú þegar hafa þær tekið eitt mannslíf þegar Lúðvík Pétursson féll ofan í jörðina og hefur ekki fundist. Allt hefur verið gert til þess að koma í veg fyrir að sú hryllingssaga endurtaki sig. Meðal annars að flytja alla 3400 Grindvíkingana burt af svæðinu og banna þeim að fara heim til sín. Það er ekki talið öruggt og því nauðsynleg aðgerð, eins sársaukafull og hún er. Við skiljum það. Við höfum lent í þessu áður, við verandi Íslendingar. Í vikunni voru liðin 51 ár frá eldgosinu í Heimaey - sem hafði í för með sér umfangsmestu fólksflutninga Íslandssögunnar og stærstu og flóknustu almannavarnaragðerð sem yfirvöld höfðu staðið frammi fyrir á þeim tíma. Og það er því ekki að ástæðulausu sem við vitnum ítrekað til þeirra hamfara í tengslum við það sem Grindvíkingar standa nú frammi fyrir. BA verkefni Guðbjargar Helgadóttur í nútímafræði við Háskólann á Akureyri fjallaði einmitt um eldgosið í Heimaey: Fjölskyldur á flótta, áhrif eldgossins á Heimaey 1973 á íbúa hennar. Þetta er fyrri þáttur af tveimur þar sem Sunna Valgerðardóttir ber saman atburðina tvo og aðgerðirnar í kjölfarið.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Þegar rætt er um kirkjugarða eru nýsköpun, ratleikir og partístand kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í huga fólks - en það er heilmikil nýsköpun sem á sér stað í kirkjugörðum um allan heim, straumar og stefnur. Við ræðum við Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, meðal annars um þéttingu byggðar í görðunum og QR-kóða sem bráðlega verða settir á grafir í Kópavogi.
Niðurstöður nýliðins rannsóknarleiðangurs þar sem þess var freistað að mæla magn loðnu við Ísland gefur ekki tilefni til að breyta fyrri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um engar loðnuveiðar á þessari vertíð. Lítið mældist og sterkar líkur eru á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. Við ætlum að tala um loðnu við Birki Bárðarson fiskifræðing sem stýrði leiðangrinum.
Umhverfispistill frá Stefáni Gíslasyni - Hver á að gera það? Er það Indriði?
Tónlist:
Dansa på min grav - Bo Kaspers Orkester
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í sumum sögum koma fyrir lifandi hlutir. Þetta á einkum við um barnabækur, en þó má einnig finna lífi gædda hluti í skáldverkum fyrir fullorðna. Hugmyndin um lifandi hluti er gömul og má sem dæmi nefna Flóamanna sögu, sem rituð er í kringum 1300, en þar tala tvö skip saman. Og þó að fólk viti fullvel að hlutir eru dauðir geta hlutir sem geyma dýrmætar minningar orðið eins og lifandi í augum eigandans. Í þættinum verða fluttar nokkrar tónsmíðar þar sem lifandi hlutir koma við sögu og lesið verður úr fáeinum slíkum skáldverkum. Meðal annars verður flutt arían „Vecchia zimarra" sem heimspekingurinn Colline syngur til frakkans síns í óperu Puccinis „La Boheme", einnig verður flutt atriði úr óperunni „Barnið og galdrarnir" eftir Maurice Ravel og lag úr söngvaflokknum „Winter words" eftir Benjamin Britten. Af rithöfundum sem koma við sögu í þættinum má nefna H.C. Andersen, Charles Dickens, Ólaf Jóhann Sigurðsson og Elsu Beskow. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesarar eru Jónatan Garðarsson og Halla Harðardóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Jónas Ásgeir Ásgeirsson er sjálfstætt starfandi harmonikkuleikari með búsetu í Kaupmannahöfn sem einblínir sérstaklega á flutning íslenskrar samtímatónlistar. Hann tekur þátt í tvennum tónleikum á Myrkum músíkdögum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og dúóinu No more no less. Við ræðum við Jónas Ásgeir í þætti dagsins. Við hugum einnig að versluninni Lynx books stefnir á að opna þann 1. apríl næstkomandi en búðin sérhæfir sig í sölu á bönnuðum bókum og er leið rithöfundarins Lauren Groff og eiginmanns hennar Clay Kallman til að sporna við bylgju bókabanna sem gengur nú yfir í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í leikverkið Lúnu eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi og við heyrum í Þórði Sævari Jónssyni og Kristínu Svövu Tómasdóttur um ljóðakvöld til minningar um skáldið Ísak Harðarson.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Þættirnir A dangerous boy sem fjalla um Sigurð Þórðarson, eða Sigga hakkara, fóru nýlega í sýningu á Stöð 2. Ættingjar eins þolanda Sigurðs, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, lýstu yfir mikilli óánægju með þættina og sérstaklega atriði í þeim þar sem Siggi fer að leiði drengsins, sem tók sitt eigið líf árið 2016. Við ræðum þetta og þau álitamál sem tengjast þáttunum við Aðalstein Kjartansson, blaðamann Heimildinnar, og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, heimildamyndagerðakonu.
Sunnudaginn 28. janúar fer fram fyrsta sýning ársins hjá Bíótekinu, samstarfsverkefni Kvikmyndasafns Íslands og Bíó Paradís, en um er að ræða úrval kvikmynda frá Palestínu; tvær stuttmyndir síðdegis og tvær myndir í fullri lengd þegar líður á kvöld. Við ræðum við Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, verkefnastjóra Kvikmyndasafnsins.
The Piper er nýjasta kvikmynd leikstjórans Erlings Thoroddsen, en hún byggir á þýsku þjóðsögunni um rottufangarann frá Hameln. Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í myndina.
Fairuz - Aloula
King Crimson - I Talk To The Wind
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Mikill viðbúnaður var við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eftir hádegi og þrír voru handteknir. Fyrrverandi nemandi hafði hótað að gera árás í skólanum.
Rafmagn fór af bæði á Reykjanesskaga og hluta höfuðborgarsvæðsins síðdegis. Tugir árekstra urðu meðan umferðarljós voru óvirk.
Hættan í Grindavík er heilt yfir talin minni, en samt mjög mikil hvað sprungur varðar. Verið er að undirbúa hvernig hluti Grindvíkinga getur vitjað eigna sinna.
Stjórnvöld í Katar saka Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels um að spilla vísvitandi fyrir friðarviðræðum á Gaza í pólitískum tilgangi.
Framkvæmdastjórn ESB sakar norska eigendur íslenskra laxeldisfyrirtækja um verðsamráð.
Framkvæmdum við leikskóla sem lokaðir eru vegna myglu er ítrekað frestað. Þrjúhundruð þrjátíu og sjö leikskólapláss eru ekki nýtt vegna þessa.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Hættan af sprungum í Grindavík er viðvarandi og verður næstu misseri og ár, segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. Hættan í bænum er heilt yfir talin minni, en samt mjög mikil hvað sprungur varðar.
Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna vonast til að geta kynnt á morgun skipulag um hvernig Grindvíkingar, sem búa vestan Víkurbrautar, geta komist að vitja eigna sinna. Hann segir að nýjar sprungur hafi komið í ljós í dag austan megin í bænum og að það sé lengra í að íbúar komist þangað.
Bændum í Frakklandi fækkar stöðugt. Stéttin eldist og afkoman versnar. Þetta er ástandið sem stéttin býr við í stuttu máli. Bændur segjast vera búnir að fá nóg og krefja stjórnvöld um aðgerðir.
Veðurstofa Íslands.
Hlustendum veitt innsýn í efnisskrá tónleika kvöldsins.
Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu á Myrkum músíkdögum.
Á efnisskrá:
*Striations eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur.
*Installation around a Heart eftir Þuríði Jónsdóttur.
*Harmonikkukonsert eftir Finn Karlsson.
*Flökkusinfónía eftir Gjörningaklúbbinn, Unu
Sveinbjarnardóttur og Ólaf Björn Ólafsson.
Einleikari: Jónas Ásgeir Ásgeirsson.
Stjórnandi: Ross Jamie Collins.
Kynnir: Ása Briem.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Þegar rætt er um kirkjugarða eru nýsköpun, ratleikir og partístand kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í huga fólks - en það er heilmikil nýsköpun sem á sér stað í kirkjugörðum um allan heim, straumar og stefnur. Við ræðum við Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, meðal annars um þéttingu byggðar í görðunum og QR-kóða sem bráðlega verða settir á grafir í Kópavogi.
Niðurstöður nýliðins rannsóknarleiðangurs þar sem þess var freistað að mæla magn loðnu við Ísland gefur ekki tilefni til að breyta fyrri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um engar loðnuveiðar á þessari vertíð. Lítið mældist og sterkar líkur eru á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. Við ætlum að tala um loðnu við Birki Bárðarson fiskifræðing sem stýrði leiðangrinum.
Umhverfispistill frá Stefáni Gíslasyni - Hver á að gera það? Er það Indriði?
Tónlist:
Dansa på min grav - Bo Kaspers Orkester
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við fjölluðum um bókina Geðhvörf fyrir byrjendur sem kom út í dag. Í henni er farið í gegnum greiningu geðhvarfa, líf með geðhvörfum, meðferð og bata. Guðmunda Sirrý Arnardóttir kennari er ein fjögurra höfunda bókarinnar kom til okkar í dag og sagði okkur betur frá bókinni sem hún segir að miðli nýjustu þekkingu í bæði læknisfræðilegri og batamiðaðri fræði.
Læknadagar voru haldnir í síðustu viku og þar var víða komið við. Meðal annars var málþing um hormónameðferð kvenna en hormónameðferð er beitt í miklum mæli við tíðahvarfaeinkennum. Slík meðferð getur aukið áhættuna á kvenkrabbameinum þar með talið brjóstakrabbameinum og legbolskrabbameinum. Á málþinginu var leitast við að skýra þá áhættu og við fengum þær í spjall, Sigurdísi Haraldsdóttur krabbameinslæknir og yfirlækni á Landspítalanum og dósent við Háskóla Íslands og Kolbrúnu Pálsdóttur kvensjúkdómalækni, yfirlækni kvenlækningateymis á Landspítalanum og sérfræðing í krabbameinslækningum kvenna.
Tónlist í þættinum í dag:
Ljósvíkingur / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson)
Quiet Nights of Quiet Stars / Henri Mancini og hljómsveit
Rewrite / Paul Simon (Paul Simon)
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Þættirnir A dangerous boy sem fjalla um Sigurð Þórðarson, eða Sigga hakkara, fóru nýlega í sýningu á Stöð 2. Ættingjar eins þolanda Sigurðs, sem er dæmdur kynferðisbrotamaður, lýstu yfir mikilli óánægju með þættina og sérstaklega atriði í þeim þar sem Siggi fer að leiði drengsins, sem tók sitt eigið líf árið 2016. Við ræðum þetta og þau álitamál sem tengjast þáttunum við Aðalstein Kjartansson, blaðamann Heimildinnar, og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, heimildamyndagerðakonu.
Sunnudaginn 28. janúar fer fram fyrsta sýning ársins hjá Bíótekinu, samstarfsverkefni Kvikmyndasafns Íslands og Bíó Paradís, en um er að ræða úrval kvikmynda frá Palestínu; tvær stuttmyndir síðdegis og tvær myndir í fullri lengd þegar líður á kvöld. Við ræðum við Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, verkefnastjóra Kvikmyndasafnsins.
The Piper er nýjasta kvikmynd leikstjórans Erlings Thoroddsen, en hún byggir á þýsku þjóðsögunni um rottufangarann frá Hameln. Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, rýnir í myndina.
Fairuz - Aloula
King Crimson - I Talk To The Wind
Útvarpsfréttir.
Nú er úti veður vott -Í nótt hefur gengið yfir sunnan stormur með og fer sannarlega enn yfir með nokkrum látum. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land og aðeins suðurland laust við viðvörun. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur las í veðurkortin fyrir okkur.
Í hádegisfréttum í gær kom fram að þeim grindvísku fyrirtækjum og sjálfstætt starfandi Grindvíkingum sem sækja um launastuðning Vinnumálastofnunar fjölgi sífellt. Auk þess hafi komið upp nokkur tilfelli þar sem fólki hefur verið sagt upp vegna ástandsins. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur kíkti til okkar til að ræða stöðuna.
Tyrkneska þingið samþykkti í vikunni aðildarumsókn Svía að NATO og eiga því Ungverjar einir eftir að samþykkja umsóknina opinberlega. Við ræddum þessi tímamót við Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóra Seðlabankans, sem var áður fréttaritari RÚV í Svíþjóð.
Mikil umræða hefur verið um fyrirsjáanlegan skort á almennum raforkumarkaði á Íslandi, en fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga sem heimila stjórnvöldum inngrip í þennan markað. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ætlar að fjalla um stöðuna og afleiðingar inngripa til lengi og skemmri tíma í fyrirlestri í Háskólanum á morgun en kom til okkar til að ræða þessi mál.
Síðan er það spurningin um hvort bandaríska hlutabréfavísitalan S&P500 geti sagt til um hver sigri bandarísku forsetakosningarnar í nóvember. Þegar litið hefur verið á gengi á mörkuðum þrjá mánuði fyrir kosningar hefur það í öllum tilfellum verið þannig síðan 1984 að ef vísitalan er að hækka þá er forseti endurkjörinn eða frambjóðandi úr sama flokki kjörinn og þetta á við í 87 prósent tilvika síðan 1928. Við ræddum bandaríska hlutabréfamarkaðinn og efnahagslegar horfur þar við Snorra Jakobsson, hagfræðing hjá Jakobsson Capital.
Hvítleiki og karlremba er nokkuð sem lengi hefur loðað við Óskarsverðlaunin og verið reynt að stemma stigu við. Nýjustu tilnefningar vöktu þó upp sterk viðbrögð margra. Ekki síst sú staðreynd að hvorki Margot Robbie, sem lék Barbie í samnefndri mynd né Greta Gerwig sem leikstýrði henni, hlutu tilnefningu þó myndin sjálf hafi hlotið 8 tilnefningar, meðal annars sem besta myndin. Anna Marsibil Clausen, menningarblaðamaður og hlaðvarpsritstjóri RÚV segir þó fleira athyglisvert við óskarstilnefningarnar sem hefur farið minna fyrir í umræðunni. Hún kíkti til okkar.
Tónlist:
ÁRNÝ MARGRÉT - I went outside.
THE LA'S - There She Goes.
PAUL SIMON - Slip Slidin' Away.
Bombay Bicycle Club - Lights Out, Words Gone.
Friðrik Dór Jónsson, Kvikindi - Úthverfi.
Snorri Helgason - Ingileif.
REDBONE - Come And Get Your Love.
LAUFEY - Falling Behind.
RAVEN & RÚN - Handan við hafið.
STARSAILOR - Goodsouls.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Guðrún Halla Jónsdóttir á Kanarí sagði okkur frá væntanlegu sveitaballi og þorrablóti á svæðinu. Farið var í leikinn Gosar gegn þjóðinni og enn eina ferðina vann þjóðin. Katrín Myrra Þrastadóttir kom í heimsókn með nýtt lag og sögur fra afríku og Tælandi.
Lagalisti þáttarins:
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON - Hvítt Drasl.
A-HA - Sun Always Shines On Tv.
ROYKSOPP - Happy up here.
BOB DYLAN - Positively 4th Street.
Quantic, Rationale - Unconditional.
BILLY IDOL - Eyes Without A Face.
Sivan, Troye - One Of Your Girls.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Englar.
DE LA SOUL - All Good? (ft. Chaka Khan).
GDRN - Parísarhjól.
LADDI - Sandalar.
BLUR - The Narcissist.
FLEETWOOD MAC - Landslide.
Ex.girls - 90 oktan.
Swift, Taylor - Is It Over Now (Taylor's Version).
AMPOP - My Delusions.
Íris Rós Ragnhildardóttir, Kjalar - Komandi kynslóðir.
Demis Roussos - My friend the wind.
Warmland - Voltage.
Yfirliðsbræður - Bæ bæ ást.
U2 - Pride (In The Name Of Love).
Katrín Myrra Þrastardóttir - Ekki lengur þín.
ROXY MUSIC - Love Is The Drug.
Ilsey - No California.
BLIND MELON - Galaxy.
LAUFEY - Everything I know about love.
GEORGE MICHAEL - Fast Love.
Bríet - Sólblóm.
FRANK OCEAN - Lost.
Soulsavers - Revival
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Verkalýðsfélögin hafa slegið af kröfum sínum og nú er það Samtaka atvinnulífsins að bregðast við. Þetta segir formaður Eflingar. Óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður í kjaradeilu SA og verkalýðsfélaganna innan ASÍ.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru á Alþingi í morgun sakaðir um að stilla launafólki upp á móti Grindvíkingum og hleypa illu blóði í kjaraviðræðurnar.
Úkraínumenn hafa farið fram á alþjóðlega rannsókn á aðdraganda þess að rússnesk herflugvél fórst í gær. Rússar saka Úkraínumenn um að hafa skotið vélina niður með 65 úkraínska fanga innanborðs.
Sunnanstormur gekk yfir landið í nótt og morgun en veður er víðast hvar gengið niður. Ofanflóðahætta er enn töluverð en minnkar þegar líður á daginn og frystir.
Mótmælendur létu rok og rigningu ekki á sig fá og sátu úti undir berum himni á Austurvelli í miðborginni í nótt.
Ekki hefur komið til þess að aldraðir einstaklingar á Landspítala hafi verið fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. 30 af ríflega 100 sem voru í biðstöðu á spítalanum hafa fengið pláss á höfuðborgarsvæðinu.
Umhverfisráðherra segir grafalvarlegt hve algengt er að stjórnvöld gangi lengra í löggjöf en þær lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evróputilskipunum. Formaður ungra umhverfissinna segir óþarflega dökka mynd dregna upp.
Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Kóreu hafa varað fólk við að djúpsteikja og borða tannstöngla.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa flökkuðu um Poppland að þessu sinni. Arnar Eggert og Andrea Jóns gerðu upp plötu vikunnar, Verk með hljómsveitinni Ex.Girls. Farið yfir Grammy tilnefningarnar í ár í sérlegu Grammy-horni og allskonar fjölbreytt tónlist úr öllum heimshornum.
HELGI BJÖRNSSON - Ég stoppa hnöttinn með puttanum.
GOSI - Ófreskja.
CMAT - Stay For Something.
BRANDI CARLILE - The Chain.
KLEMENS HANNIGAN - Spend Some Time On Me Baby.
Inspector Spacetime - Smástund.
JAGÚAR - Disco Diva.
The Japanese House - Super Trouper.
GEORGE HARRISON - My Sweet Lord.
Ex.girls - Manneskja.
Ex.girls - Æð.
Ex.girls - Bensín.
Ex.girls - 90 oktan.
Ex.girls - Seinni æð.
Ex.girls - Er það þrek.
Ex.girls - Drepa mann.
Ex.girls - Hundrað í hættunni.
Ex.girls - Vont er það venst.
DAVID BOWIE - Young Americans.
UXI - Bridges.
Ed Sheeran - American Town.
BEYONCÉ - CUFF IT.
Calvin Harris & Eliza Rose - Body Moving.
Jung Kook - Standing Next to You.
PRIMAL SCREAM - Rocks.
Kvikindi & Friðrik Dór - Úthverfi.
CAGE THE ELEPHANT - Come a Little Closer.
Lana Del Rey - Video Games.
Khruangbin - A Love International.
Dina Ögon - Det läcker.
Paul Russell - Lil Boo Thang.
FIRST AID KIT - Emmylou.
200.000 NAGLBÍTAR - Brjótum það sem brotnar.
ENSÍMI - In Front.
MILEY CYRUS - Flowers.
SZA - Kill Bill.
TAYLOR SWIFT - Anti-Hero.
NOAH KAHAN - Stick Season.
BOYGENIUS - Cool About It.
LAUFEY - From the Start.
JALEN NGONDA - Rapture.
TAME IMPALA - Let it Happen.
ÚLFUR ÚLFUR & HERRA HNETUSMJÖR - Sitt sýnist hverjum.
PRINS PÓLÓ - Niðrá strönd.
FOSTER THE PEOPLE - Pumped Up Kicks.
MUGISON - Gúnaó Kallinn.
Í lok síðasta árs höfðu greiningadeildir bankanna spáð fyrir um hvernig fasteignamarkaðurinn myndi þróast árið 2024 og í þeim spám var gert ráð fyrir raunlækkun á fasteignaverði en þó nafnvirðishækkun á bilinu 2 til 4 prósent á árinu. Miklar vangaveltur eru nú uppi um hvort að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu muni nú rjúka upp í ljósi aðstæðna í Grindavík og er óhætt að segja að þetta sé algengasta spurning sem fasteignasalar eru spurðir að þessi dægrin. En hvað með Grindvíkinga, hverju eru þeir að velta fyrir sér er varðar húsnæðismarkaðinn og hvaða spurninga eru þeir að spyrja þá sem sýsla með fasteignir ? Páll H Pálsson fasteignasali kemur til okkar á eftir og ræðir þessi mál við okkur.
Á Íslandi deyja árlega að meðaltali 39 einstaklingar í sjálfsvígi og er meira en helmingur þeirra yngri en 50 ára. Vísir að miðstöð sjálfsvígsforvarna varð til hér á landi árið 2023 þegar föstu fjármagni frá Heilbrigðisráðuneytinu var veitt ótímabundið í sjáfsvígsforvarnir og nú í dag klukkan tvö fór fram kynning á Lífsbrú miðstöð sjálfsvígsforvarna og Lífsbrú sjóði í húsakynnum embætti landlæknis. Málefnið er brýnt og við ætlum að fá til okkar á eftir Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis til að segja okkur betur frá.
Kynning á áætluðum hjólastígaframkvæmdum ársins fóru fram í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Einnig var kynnt yfirlit á völdum framkvæmdum sem eru í undirbúningi og gætu komið til framkvæmda á næstu árum. Unnið er samkvæmt Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025. Alls hafa verið byggðir upp 42 kílómetrar af hjólastígum í borginni frá árinu 2010. Við ætlum að skoða það allra helsta með Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur
Eins og svo oft áður rákumst við á auglýsingu á samfélagsmiðlum og að þessu sinni fjallaði auglýsingin um hugmynd- sköpun og gleði 12 mánaða ferðalag í átt að sjálfbærum lífstíl. Sú sem þarna minnir á sig heitir Sigríður Tryggvadóttir og er saumakona en hún kennir og styður fólk sem vill tileinka sér sjálfbærni í fatastíl, blöskrar ofkaup á fatnaði og lélegri nýtingu. Sigríður kemur í Síðdegisútvarpið í dag.
og eftir nokkurt hlé verður meme vikunnar á sínum stað Atli Fannar Bjarkason er mættur á nýjan leik.
Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Kóreu hafa varað við æði sem nú herjar á samfélagsmiðla, þar sem fólk hefur djúpsteikt tannstöngla þannig að þeir taki á sig svipað form og krullufranskar, og síðan borðað þá. Ha ? segja margir sem er skiljanlegt það gerum við líka en Hallgrímur Indriðason fréttamaður segir okkur frá þessu eftir smá stund en fyrst ætlum við að taka stöðuna á Reykjanesinu en rafmagn fór þar af um miðjan dag og á línunni hjá okkur er Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets.
Við heyrum líka í Steinunni Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa Landsnets vegna rafmagnsleysis á Suðurnesjum fyrr í dag.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Mikill viðbúnaður var við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eftir hádegi og þrír voru handteknir. Fyrrverandi nemandi hafði hótað að gera árás í skólanum.
Rafmagn fór af bæði á Reykjanesskaga og hluta höfuðborgarsvæðsins síðdegis. Tugir árekstra urðu meðan umferðarljós voru óvirk.
Hættan í Grindavík er heilt yfir talin minni, en samt mjög mikil hvað sprungur varðar. Verið er að undirbúa hvernig hluti Grindvíkinga getur vitjað eigna sinna.
Stjórnvöld í Katar saka Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels um að spilla vísvitandi fyrir friðarviðræðum á Gaza í pólitískum tilgangi.
Framkvæmdastjórn ESB sakar norska eigendur íslenskra laxeldisfyrirtækja um verðsamráð.
Framkvæmdum við leikskóla sem lokaðir eru vegna myglu er ítrekað frestað. Þrjúhundruð þrjátíu og sjö leikskólapláss eru ekki nýtt vegna þessa.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Hættan af sprungum í Grindavík er viðvarandi og verður næstu misseri og ár, segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. Hættan í bænum er heilt yfir talin minni, en samt mjög mikil hvað sprungur varðar.
Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna vonast til að geta kynnt á morgun skipulag um hvernig Grindvíkingar, sem búa vestan Víkurbrautar, geta komist að vitja eigna sinna. Hann segir að nýjar sprungur hafi komið í ljós í dag austan megin í bænum og að það sé lengra í að íbúar komist þangað.
Bændum í Frakklandi fækkar stöðugt. Stéttin eldist og afkoman versnar. Þetta er ástandið sem stéttin býr við í stuttu máli. Bændur segjast vera búnir að fá nóg og krefja stjórnvöld um aðgerðir.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
GDRN - Ævilangt.
Ólafur Bjarki Bogason - Yfirhafinn.
Dan Van Dango - Spilakassar.
Bobbz N Gvarz - Fullt tungl.
DayBright - Lifa í nótt.
Gummi B - Lofar mér.
Frumburður - Bráðna (feat. Daniil).
Númer 3 - Feluleik.
Helgi Sæmundur Guðmundsson - Lofar mér.
Katrín Helga Ólafsdóttir - Seinasti dansinn okkar.
Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Í þætti kvöldsins var pökkuð dagskrá. Við fengum til okkar meðlimi hljómsveitarinnar The Gender Benders og síðan spiluðum við tónleika og viðtal sem einakróna gaf í stúdíó 12 í janúar 2023. Síðan var spilaður hálftími af danskri grasrót sem Snæi er búinn að vera að gramsa upp úr grasrót danmerkur.
Lagalisti:
My Lips - Rokky
Lucky - Erika de Casier
Þú straujar hjarta mitt - Julian Civilian
Hringaná með heimþrá - Ingveldur
Dauðvona - Saki
Ástin mín remix - Daniil & Flóni
Kem mér út - Kusk & Anastímósa
Ekkert gerðist - Gugusar
Command & Control - Ruddinn & Inga Hanna
Helvítis andskotans - Oddweird
Josie Fra Marken - Josie Amadonna
Sig Det - Matongo
Intro - UNG-SKAB
Like a Movie - sonic girl & Neon Priest
Ændre mig - Silvia
Wee Rosebud - Clarissa Connelly
Familiesangen - iomfro
Blomsterpigen - liris
Wannabe - Gender Benders
Bhf. Hermannplatz - Smári Guðmundsson
einakróna - hugur
einakróna - eins og þú
einakróna - gegnsærri
einakróna - svo bregðast krosstré
einakróna - .1181