06:50
Morgunvaktin
Heimsglugginn, áfallasaga kvenna og húsaflutningar
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann í þætti dagsins. Svíar eru einu skrefi nær aðild að Atlantshafsbandalaginu og kosningar verða um helgina í Finnlandi og hlaupin er spenna í þær. Og svo eru það kosningarnar í Bandaríkjunum - Bogi ræddi við Jón Óskar Sólnes sem er búsettur í Washington um stöðu mála.

Áföll og ofbeldi hafa mikil áhrif á heilsufar kvenna, en orsakasamband þarna á milli er til skoðunar í langtímarannsókninni Áfallasaga kvenna. Edda Björk Þórðardóttir lektor í faraldsfræði kom til okkar og sagði frá þessari merku rannsókn.

Fólk safnar ýmsu. Sumir safna frímerkjum eða merktum pennum, Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur safnar öðru - hún safnar upplýsingum um gömul hús sem hafa verið flutt á milli staða. Guðlaug sagði okkur frá því hvernig það kom til að hún fór að safna húsum - og hverju hún hefur komist að.

Tónlist:

James, Etta - Sunday kind of love.

Elín Eyþórsdóttir Söebech - Get away.

Campbell, Mairi - Auld Lang Syne.

Simply Red - Holding back the years.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,