Morgunútvarpið

Þorláksmessa -Skatan, McGauti og appelsínugul jól

Þorláksmessumorgun og skötulyktin fyllir öll vit -svona von bráðar í það minnsta. Jóhannes Stefánsson -Jói í Múlakaffi leyfir okkur heyra af undirbúningi fyrir skötuös dagsins.

Allra verstu spár Sigurðar Þ. Ragnarssonar hjá Veðri ehf virðast ætla rætast. Hann sagði okkur í síðustu viku líkur væru á lægð á aðfangadag og er allt útlit fyrir appelsínugula jól og einhver þau allra hlýjustu frá upphafi mælinga. Við heyrum í honum.

Við höldum áfram leita manneskju ársins og opnum fyrir símann. Hlustendur velja milli tíu Íslendinga, sem eiga það sameiginlegt hafa verið áberandi á árinu sem er líða.

Jónas Sen gaf Emmsjé Gauta ekki góða umsögn á Vísi um jólaskemmtun hans: Julevenner. Kallaði hann skemmtunina „helvíti á jörð“, sagði um skelfilega um lágkúru ræða og sagðist hafa fundið til tómleika sýningu lokinni. En hvernig er svona sleggjudóm korter í jól? Við heyrum í Emmsjé Gauta.

Við hnýtum lokaslaufu á Þorláksmessumorgun með því heyra í sjálfum Bjartmari Guðlaugssyni sem heldur víst betri skötuveislu en flestir.

Frumflutt

23. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Þættir

,