Bækur og staðir 2016

Þáttur 13 af 16

Egill Helgason heimsækir ólíka staði á landinu og fjallar um ritverk og höfunda sem þeim tengjast. þessu sinni lítur hann inn í Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu, en þetta hús Guðjóns Samúelssonar var lengi í smíðum. Þarna voru á fyrstu árunum sett upp leikverk á borð við Íslandsklukkuna, Nýársnóttina og Fjalla-Eyvind. Vitnað er í orð Tómasar Guðmundssonar sem hann flutti við opnun Þjóðleikhússins, um það veraldlega sem hnignar og deyr, en listina sem lifir. Þjóðleikhúsið kemur fyrir í fjölmörgum bókum og Egill rifjar upp valda texta úr nokkrum þeirra. Hann fjallar einnig um nokkra frumkvöðla leiklistar á Íslandi, en höggmyndir og málverk er finna af mörgum þeirra í sölum Þjóðleikhússins.

Frumsýnt

29. júní 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bækur og staðir 2016

Bækur og staðir 2016

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.

Þættir

,