Bækur og staðir 2016

Þáttur 12 af 16

Egill Helgason heimsækir ólíka staði á landinu og fjallar um ritverk og höfunda sem þeim tengjast. Á síðustu öld ríktu harðar deilur í samfélaginu um dvöl hersins á Miðnesheiði. Þessi átök komu fljótt inn í bókmenntirnar og fjölmargir höfundar, þá og síðar, hafa fjallað um herstöðina. Halldór Laxness skrifaði um herinn í Atómstöðinni 1948 og reiddust hægri menn bókinni mjög. Fjölmargir höfundar ræddu áhrifin sem vera hersins hafði á samfélagið og var þá gjarnan talað um hugarfarsspillingu. Guðbergur Bergsson, Indriði G. Þorsteinsson, Svava Jakobsdóttir og Steingrímur Th. Sigurðsson eru meðal þeirra sem skrifuðu um herstöðina og hún kemur meira segja fyrir í spennutryllinum Red Storm Rising eftir Tom Clancy.

Frumsýnt

30. ágúst 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bækur og staðir 2016

Bækur og staðir 2016

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.

Þættir

,