Egill Helgason heimsækir ólíka staði á landinu og fjallar um ritverk og höfunda sem þeim tengjast. Á bænum Kornsá í Vatnsdal eyddi Agnes Magnúsdóttir síðustu dögum sínum áður en hún var líflátin fyrir morðið á Natani Ketilssyni. Agnes var skáldmælt og finna má vísur sem fóru þeim Skáld-Rósu á milli, en þær felldu hug til sama mannsins. Á Kornsá má finna fleiri rómantískar sögur, en þar felldi Bjarni Þorsteinsson hug til Sigríðar, dóttur Lárusar Blöndal sýslumanns sem reisti þar hús. Bjarni sendi Sigríði nótur og hún lék á gítar, en Bjarni gerði miklar rannsóknir á þjóðlagahefð íslendinga. Um aldamótin 1900 keyptu Björn Sigfússon og Ingunn Sigurðardóttir húsið að Kornsá. Ingunn ritaði meðal annars um förumenn í bók sinni Gömul kynni, og brá þar upp skemmtilegum lýsingum af Sölva Helgasyni.
Frumsýnt
12. maí 2016
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Bækur og staðir 2016
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.