Bækur og staðir 2016

Nonnahús

Egill Helgason heimsækir ólíka staði á landinu og fjallar um ritverk og höfunda sem þeim tengjast. þessu sinni er hann staddur á Akureyri og heimsækir eitt frægasta hús bæjarins, Nonnahús. Jón Sveinsson, eða Nonni, var víðlesnasti rithöfundur okkar Íslendinga fyrr á tímum, en bækur hans voru þýddar á ótal tungumál. Egill fer yfir sögu Nonna og rifjar meðal annars upp vangaveltur Halldórs Laxness um það hvort innra líf Nonna hefði dáið, þegar hann var sendur burt frá móður sinni 12 ára gamall. Egill segir okkur einnig frá reykjarpípu, sem Þórbergur Þórðarson keypti sér í Verslun Túleníusar á Akureyri, og rifjar upp kafla úr bókinni Stundarfró eftir Orra Harðarson.

Frumsýnt

26. júní 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bækur og staðir 2016

Bækur og staðir 2016

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.

Þættir

,