Bækur og staðir 2016

Öxnadalur

Egill Helgason heimsækir ólíka staði á landinu og fjallar um ritverk og höfunda sem þeim tengjast. Á Hrauni í Öxnadal ólst Jónas Hallgrímsson upp. Jónas er það skáld sem einna mest hefur samsamast íslenskri náttúru og hann hefur orðið ótal öðrum skáldum og rithöfundum innblástur og yrkisefni. Jónas missti föður sinn í Hraunsvatni í Öxnadal, en missir var honum sár. Hallgrímur faðir Jónasar var aðstoðarprestur hjá Séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá, en Jón virðist hafa verið líflegur karakter. Hann var sviptur hempu fyrir hórdóm, var mikill þýðandi merkra heimsbókmennta og orti meðal annars hugljúft kvæði um dauða mús í kirkju.

Frumsýnt

23. maí 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bækur og staðir 2016

Bækur og staðir 2016

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.

Þættir

,